Innlent

Tíu meðmælalistar komnir í hús í síðasta kjördæminu

Bjarki Ármannsson skrifar
Móttaka hefur staðið yfir í menningarhúsinu Hofi á Akureyri frá því klukkan níu í morgun.
Móttaka hefur staðið yfir í menningarhúsinu Hofi á Akureyri frá því klukkan níu í morgun. Vísir/Pjetur
Tíu frambjóðendur til embættis forseta Íslands skiluðu í dag inn meðmælalistum í Norðausturkjördæmi. Tekið var á móti meðmælalistum til klukkan tvö en frambjóðendur hafa frest til föstudags til að lagfæra lista sína.

Norðausturkjördæmi er eina kjördæmi landsins sem ekki óskaði eftir að fá listana í hendur á föstudag, viku áður en framboðsfrestur rennur endanlega út, heldur í dag. Móttaka hófst í menningarhúsinu Hofi á Akureyri klukkan níu í morgun.

Yfirkjörstjórnir munu næstu daga renna yfir listana og gefur út vottorð ef þeir eru í lagi. Meðmælendur þurfa að vera kjörgengir í því kjördæmi sem þeir skrifa undir í og ekki má skrifa undir hjá fleiri en einum frambjóðanda.

Uppfært 15.20: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar sagði að ellefu frambjóðendur hefðu skilað inn listum í Norðausturkjördæmi en það rétta er að þeir voru tíu. Tekið skal fram að aðrir frambjóðendur geta áfram skilað inn listum þar til frestur rennur endanlega út.


Tengdar fréttir

Frambjóðendur gætu helst úr lestinni

Níu af fjórtán frambjóðendum til forseta segjast hafa safnað nægilega mörgum undirskriftum meðmælenda til að komast í framboð. Einn hefur safnað hundrað undirskriftum og verður því ekki með í baráttunni en að lágmarki þarf undirskr




Fleiri fréttir

Sjá meira


×