Lífið

Rottur í tugatali flúðu þegar kveikt var á ljósinu - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frekar óhuggulegt myndband.
Frekar óhuggulegt myndband. vísir
Þegar fólk sér rottur fá margir hverjir mikinn hroll og virðist fólk hræðast þessa dýrategund sérstaklega.

Rottur eru mjög lúmskar og koma sér oftast á þann stað sem þær vilja. Á myndbandi sem birtist í gær á YouTube má sjá þegar ljósin voru kveikt í eldhúskjallara á ónefndum veitingastað erlendis og rottur í tugatali flúðu.

Eldhús er sennilega einhver allra uppáhaldsstaður rottna, eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Myndbandið er eitt það vinsælasta á Reddit þessa stundina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.