Nýir tímar á gömlum grunni Magnús Orri Schram skrifar 19. maí 2016 07:00 Brýn verkefni bíða næstu ríkisstjórnar: Gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta, aukin hlutdeild almennings í auðlindaarðinum, ný stjórnarskrá, jafnrétti til náms, úrbætur í húsnæðismálum og efling atvinnulífs sem skapar fjölbreytt störf fyrir fólk sem flýr nú land. Um þessi verkefni getur stjórnarandstaðan sameinast og myndað bandalag fyrir næstu kosningar. Við erum sammála um brýnustu verkefnin. Næstu kosningar snúast um valið milli sérhagsmuna og almannahagsmuna. Íhald eða umbætur. Kyrrstöðu eða framþróun. Fyrir sextán árum sameinaðist fólk um grunngildin, um aukinn jöfnuð, lýðræðisumbætur, femínisma og frjálslyndi. Verkefnið sem þá hófst var kennt við samfylkingu. Nú þarf að stilla saman strengi þessara afla á nýjan leik og skapa valkost við hægri-íhaldsstjórn. Á grundvelli samvinnu eigum við að stækka hópinn og ná betri árangri. Stjórnmálaflokkar eiga að vera í sífelldri þróun. Nútímaleg hreyfing á að vera hópur fólks sem er sammála um grunngildi en notar opna og lýðræðislega farvegi til samtals og ákvarðanatöku. Samskiptamiðlar og flæði upplýsinga opna fyrir betri tengsl grasrótar og þingmanna. Þannig opnast sífellt fleiri möguleikar til að nýta visku fjöldans til ákvarðanatöku. Þá eiga stjórnmálahreyfingar að opna sig betur fyrir almenningi. Skrifstofa stjórnmálahreyfingarinnar á að vera á jarðhæð við fjölfarna götu þar sem er vítt til veggja og hátt til lofts. Dýnamískt umhverfi með kaffihúsi og félagsmiðstöð. Einhvers konar nýsköpunarhús stjórnmálanna. Neistaflug og nýjungar. Stjórnmálahreyfingar mega ekki staðna heldur eiga þær sífellt að leitast við að ná sem bestu sambandi við almenning. Ég vil að jafnaðar- og félagshyggjufólk horfi til framtíðar og marki sér nýtt upphaf á nýjum forsendum. Þannig megi laða að nýtt fólk með hugmyndir. Ég hef talað fyrir nýju nafni á endurnýjaðri hreyfingu. Það er ekki aðalatriðið en er eðlilegur og sjálfsagður hluti engu að síður. Það sendir skýr skilaboð til umhverfisins og til okkar sjálfra um að við ætlum okkur að byrja á nýjum stað. Stjórnmálahreyfing jafnaðar- og félagshyggjufólks mun ætíð vera til. Nú tel ég tímabært að gera breytingar á starfi hennar og þróa hana áfram. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Sjá meira
Brýn verkefni bíða næstu ríkisstjórnar: Gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta, aukin hlutdeild almennings í auðlindaarðinum, ný stjórnarskrá, jafnrétti til náms, úrbætur í húsnæðismálum og efling atvinnulífs sem skapar fjölbreytt störf fyrir fólk sem flýr nú land. Um þessi verkefni getur stjórnarandstaðan sameinast og myndað bandalag fyrir næstu kosningar. Við erum sammála um brýnustu verkefnin. Næstu kosningar snúast um valið milli sérhagsmuna og almannahagsmuna. Íhald eða umbætur. Kyrrstöðu eða framþróun. Fyrir sextán árum sameinaðist fólk um grunngildin, um aukinn jöfnuð, lýðræðisumbætur, femínisma og frjálslyndi. Verkefnið sem þá hófst var kennt við samfylkingu. Nú þarf að stilla saman strengi þessara afla á nýjan leik og skapa valkost við hægri-íhaldsstjórn. Á grundvelli samvinnu eigum við að stækka hópinn og ná betri árangri. Stjórnmálaflokkar eiga að vera í sífelldri þróun. Nútímaleg hreyfing á að vera hópur fólks sem er sammála um grunngildi en notar opna og lýðræðislega farvegi til samtals og ákvarðanatöku. Samskiptamiðlar og flæði upplýsinga opna fyrir betri tengsl grasrótar og þingmanna. Þannig opnast sífellt fleiri möguleikar til að nýta visku fjöldans til ákvarðanatöku. Þá eiga stjórnmálahreyfingar að opna sig betur fyrir almenningi. Skrifstofa stjórnmálahreyfingarinnar á að vera á jarðhæð við fjölfarna götu þar sem er vítt til veggja og hátt til lofts. Dýnamískt umhverfi með kaffihúsi og félagsmiðstöð. Einhvers konar nýsköpunarhús stjórnmálanna. Neistaflug og nýjungar. Stjórnmálahreyfingar mega ekki staðna heldur eiga þær sífellt að leitast við að ná sem bestu sambandi við almenning. Ég vil að jafnaðar- og félagshyggjufólk horfi til framtíðar og marki sér nýtt upphaf á nýjum forsendum. Þannig megi laða að nýtt fólk með hugmyndir. Ég hef talað fyrir nýju nafni á endurnýjaðri hreyfingu. Það er ekki aðalatriðið en er eðlilegur og sjálfsagður hluti engu að síður. Það sendir skýr skilaboð til umhverfisins og til okkar sjálfra um að við ætlum okkur að byrja á nýjum stað. Stjórnmálahreyfing jafnaðar- og félagshyggjufólks mun ætíð vera til. Nú tel ég tímabært að gera breytingar á starfi hennar og þróa hana áfram. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun