Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 18. maí 2016 19:00 Vegagerðin hefur nú til skoðunar að grafa stutt jarðgöng í gegnum efsta hluta Dynjandisheiðar til að taka af snjóþyngsta kaflann. Að öðru leyti yrði framtíðarveglína Vestfjarðavegar yfir heiðina að mestu óbreytt. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Heiðarnar á miðhluta Vestfjarða bjóða upp á eitthvert magnaðasta útsýni sem býðst hérlendis. Að vetrarlagi eru þær hins vegar ein versta samgönguhindrun vegfarenda. Horft af Dynjandisheiði niður í Arnarfjörð. Dynjandisvogur er næst.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Til að leysa af Hrafnseyrarheiði er nú áformað að hefja framkvæmdir við Dýrafjarðargöng á næsta ári. Þau göng duga þó ekki ein og sér; jafnframt er verið að leggja drög að nýjum vegi yfir Dynjandisheiði. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að nú sé nokkurnveginn búið að leggja fram lokatillögur um legu vegarins og verið að vinna að því að ganga frá því formlega í skýrslu. Síðan sé áformað að bjóða vegagerðina út í áföngum. „Það eru fjárveitingar, sú fyrsta á næsta ári og síðan aftur 2018, til þess að hefja það verk,“ segir vegamálastjóri. Vegurinn um Dynjandisheiði er 32 kílómetra langur, allur ómalbikaður og liggur hæst í 525 metra hæð. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, forstöðumanns hönnunarsviðs Vegagerðarinnar, er hugmyndin að nýr vegur fylgi í megindráttum svipaðri veglínu. Þó er nú til skoðunar að gera stutt jarðgöng efst á heiðinni norður af gatnamótum Bíldudalsvegar, vestan Lónfells. Göngin yrðu 1,3 til 2,3 kílómetrar að lengd og myndu liggja í um fjögurhundruð metra hæð en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann, að sögn Kristjáns. Göngin eru merkt með grænum lit. Hugmyndin er að syðri gangamunninn yrði skammt norðan gatnamóta Bíldudalsvegar.Grafík/Guðmundur Björnsson.Þegar spurt er hvenær nýr vegur um Dynjandisheiði klárast svarar vegamálastjóri að það ráðist af fjárveitingum Alþingis en verkefnið verði nú sett inn í langtímaáætlun. Hann segir að, miðað þær áætlanir sem Vegagerðin hafi stillt upp, ljúki verkinu árið 2022, um það bil tveimur árum á eftir Dýrafjarðargöngum. „Og vonandi bara að það gangi eftir. Þannig að þá verður búið að tengja norður- og suðurfirðina með heilsársvegi og komin góð þjónusta þannig að það verði þá ekki nema 150 kílómetrar á milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar í staðinn fyrir þá 600 sem eru í dag yfir vetrartímann,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Alþingi Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Útlendingar aldrei séð aðra eins vegi Vondir vegir koma í veg fyrir að unnt sé að byggja upp heilsársferðaþjónustu á Vestfjörðum, segja eigendur Hótels Flókalundar, sem aðeins hafa opið yfir sumartímann. 28. júní 2014 19:45 Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30 Dýrafjarðargöng komin í alþjóðlegt útboðsferli Vegamálastjóri reiknar með að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að göngin verði tilbúin árið 2020. 11. maí 2016 20:15 Fiskeldismenn kalla eftir vegabótum á Vestfjörðum Milljarðauppbygging fiskeldis á Vestfjörðum kallar á stórfelldar vegabætur strax, segir framkvæmdastjóri Arnarlax. Vegirnir á Vestfjörðum séu einfaldlega ónýtir. Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki er að flytja alla starfsemi sína frá Norður-Noregi til sunnaverðra Vestfjarða og hyggst byggja þar seiðaeldisstöð, laxasláturhús og fiskréttaverksmiðju í nafni Arnarlax. Náttúrulegar aðstæður í Arnarfirði þykja ákjósanlegar en annað gildir um innviði eins og vegi sem ráðamenn félagsins segja að verði að bæta. "Þetta er mjög einfalt mál. Vegirnir eru ónýtir. 16. mars 2013 21:23 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Vegagerðin hefur nú til skoðunar að grafa stutt jarðgöng í gegnum efsta hluta Dynjandisheiðar til að taka af snjóþyngsta kaflann. Að öðru leyti yrði framtíðarveglína Vestfjarðavegar yfir heiðina að mestu óbreytt. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Heiðarnar á miðhluta Vestfjarða bjóða upp á eitthvert magnaðasta útsýni sem býðst hérlendis. Að vetrarlagi eru þær hins vegar ein versta samgönguhindrun vegfarenda. Horft af Dynjandisheiði niður í Arnarfjörð. Dynjandisvogur er næst.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Til að leysa af Hrafnseyrarheiði er nú áformað að hefja framkvæmdir við Dýrafjarðargöng á næsta ári. Þau göng duga þó ekki ein og sér; jafnframt er verið að leggja drög að nýjum vegi yfir Dynjandisheiði. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að nú sé nokkurnveginn búið að leggja fram lokatillögur um legu vegarins og verið að vinna að því að ganga frá því formlega í skýrslu. Síðan sé áformað að bjóða vegagerðina út í áföngum. „Það eru fjárveitingar, sú fyrsta á næsta ári og síðan aftur 2018, til þess að hefja það verk,“ segir vegamálastjóri. Vegurinn um Dynjandisheiði er 32 kílómetra langur, allur ómalbikaður og liggur hæst í 525 metra hæð. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, forstöðumanns hönnunarsviðs Vegagerðarinnar, er hugmyndin að nýr vegur fylgi í megindráttum svipaðri veglínu. Þó er nú til skoðunar að gera stutt jarðgöng efst á heiðinni norður af gatnamótum Bíldudalsvegar, vestan Lónfells. Göngin yrðu 1,3 til 2,3 kílómetrar að lengd og myndu liggja í um fjögurhundruð metra hæð en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann, að sögn Kristjáns. Göngin eru merkt með grænum lit. Hugmyndin er að syðri gangamunninn yrði skammt norðan gatnamóta Bíldudalsvegar.Grafík/Guðmundur Björnsson.Þegar spurt er hvenær nýr vegur um Dynjandisheiði klárast svarar vegamálastjóri að það ráðist af fjárveitingum Alþingis en verkefnið verði nú sett inn í langtímaáætlun. Hann segir að, miðað þær áætlanir sem Vegagerðin hafi stillt upp, ljúki verkinu árið 2022, um það bil tveimur árum á eftir Dýrafjarðargöngum. „Og vonandi bara að það gangi eftir. Þannig að þá verður búið að tengja norður- og suðurfirðina með heilsársvegi og komin góð þjónusta þannig að það verði þá ekki nema 150 kílómetrar á milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar í staðinn fyrir þá 600 sem eru í dag yfir vetrartímann,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Alþingi Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Útlendingar aldrei séð aðra eins vegi Vondir vegir koma í veg fyrir að unnt sé að byggja upp heilsársferðaþjónustu á Vestfjörðum, segja eigendur Hótels Flókalundar, sem aðeins hafa opið yfir sumartímann. 28. júní 2014 19:45 Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30 Dýrafjarðargöng komin í alþjóðlegt útboðsferli Vegamálastjóri reiknar með að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að göngin verði tilbúin árið 2020. 11. maí 2016 20:15 Fiskeldismenn kalla eftir vegabótum á Vestfjörðum Milljarðauppbygging fiskeldis á Vestfjörðum kallar á stórfelldar vegabætur strax, segir framkvæmdastjóri Arnarlax. Vegirnir á Vestfjörðum séu einfaldlega ónýtir. Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki er að flytja alla starfsemi sína frá Norður-Noregi til sunnaverðra Vestfjarða og hyggst byggja þar seiðaeldisstöð, laxasláturhús og fiskréttaverksmiðju í nafni Arnarlax. Náttúrulegar aðstæður í Arnarfirði þykja ákjósanlegar en annað gildir um innviði eins og vegi sem ráðamenn félagsins segja að verði að bæta. "Þetta er mjög einfalt mál. Vegirnir eru ónýtir. 16. mars 2013 21:23 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00
Útlendingar aldrei séð aðra eins vegi Vondir vegir koma í veg fyrir að unnt sé að byggja upp heilsársferðaþjónustu á Vestfjörðum, segja eigendur Hótels Flókalundar, sem aðeins hafa opið yfir sumartímann. 28. júní 2014 19:45
Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30
Dýrafjarðargöng komin í alþjóðlegt útboðsferli Vegamálastjóri reiknar með að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að göngin verði tilbúin árið 2020. 11. maí 2016 20:15
Fiskeldismenn kalla eftir vegabótum á Vestfjörðum Milljarðauppbygging fiskeldis á Vestfjörðum kallar á stórfelldar vegabætur strax, segir framkvæmdastjóri Arnarlax. Vegirnir á Vestfjörðum séu einfaldlega ónýtir. Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki er að flytja alla starfsemi sína frá Norður-Noregi til sunnaverðra Vestfjarða og hyggst byggja þar seiðaeldisstöð, laxasláturhús og fiskréttaverksmiðju í nafni Arnarlax. Náttúrulegar aðstæður í Arnarfirði þykja ákjósanlegar en annað gildir um innviði eins og vegi sem ráðamenn félagsins segja að verði að bæta. "Þetta er mjög einfalt mál. Vegirnir eru ónýtir. 16. mars 2013 21:23