Hin kalda hönd kerfisins Vilhelm G. Kristinsson skrifar 4. júní 2016 07:00 Vafalaust hefur tilgangurinn með Schengen-vegabréfasamstarfinu verið góður í upphafi, þótt það samstarf og stöðugt fleira í starfsemi báknsins í Brussel sæti síaukinni gagnrýni og sýnist í raun stríða gegn hagsmunum almennings - og stundum raunar almennri skynsemi yfirleitt. Svo vill til að ég bý yfir vitneskju um sannferðugt dæmi um það hvernig Schengen-reglurnar og hérlend lagasetning í tengslum við þær virka - og sem við skoðun reynist óskiljanlegt hverjum heilvita manni.Gagnmenntaður hæfileikamaður Einhleypur maður á þrítugsaldri, frá menningarríki utan Schengen-svæðisins, sótti um dvalarleyfi til þess að sameinast fjölskyldu sinni (eina nána ættmenni) á Íslandi. Þetta ættmenni er móðir hans, kona, sem gift er íslenskum manni og hefur öðlast íslenskan ríkisborgararétt og í hvarvetna reynst traustur og gegn þjóðfélagsþegn. Ungi maðurinn er einkabarn íslenska ríkisborgarans, faðir hans er látinn og hann á engin systkin. Hann er gagnmenntaður; með mikla og haldgóða akademíska menntun í hugvísindum og fyrstu ágætiseinkunn í sérhverju fagi. Að auki hefur hann mjög góða menntun og starfsreynslu á tæknisviði og hefur unnið til fjölda verðlauna á sviði listrænnar sköpunar í kvikmyndagerð. Ennfremur býr ungi maðurinn yfir víðtækri þekkingu á Íslandi og íslensku samfélagi, sem hann hefur kerfisbundið aflað sér um árabil, auk þess að hafa góða tungumálakunnáttu. Loks má geta þess að hann hefur tandurhreinan skjöld og sakaskrá.Óvelkominn á Íslandi Þrisvar hefur þessi ungi maður fengið synjun frá íslenskum stjórnvöldum um dvalarleyfi. Ástæðan er sú að hann er eldri en átján ára og hefur að dómi stjórnvalda ekki næg tengsl við Ísland (þó svo m.a. að hans eina nána ættmenni býr hér og er íslenskur ríkisborgari). Þrátt fyrir góðan atbeina þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar, og nokkurra velviljaðra starfsmanna innanríkisráðuneytisins, kom allt fyrir ekki og Útlendingastofnun átti síðasta orðið, sem var þvert nei. Þessi maður átti ekkert erindi til Íslands. Að vísu var unga manninum bent á krókaleiðir sem hann gæti reynt að fara upp á von og óvon um mögulegar jákvæðar geðþóttaákvarðanir þar til bærra stjórnvalda síðar, en þær leiðir voru fyrir neðan hans virðingu að fara. Hann hefur nú sætt sig við þá staðreynd, að hann er óvelkominn á Íslandi og hefur mótað sína framtíðarstefnu í lífinu í samræmi við það.Landið opið glæpamönnum frá Schengen-ríkjum Á sama tíma er Ísland opið hverjum sem er frá ríkjum Schengen-svæðisins og skiptir þá engu hver tilgangurinn er með komu og dvöl hér á landi. Þrátt fyrir meinta kerfisbundna þöggunartilburði lögreglu, fjölmiðla og íslenskra stjórnvalda, er það til að mynda á hvers manns vörum að glæpaklíkur frá sumum þessara ríkja hafa hreiðrað um sig hér á landi og stunda fíkniefnamisferli, innbrot, þjófnaði, mansal og ofbeldisglæpi. Ennfremur hefur verið upplýst að stór hluti „útigangsmanna“ og viðskiptavina gistiskýla í Reykjavík er hér á landi á grundvelli Schengen-samstarfsins.Hin blinda hönd kerfisins Hér hef ég nefnt dæmi, þar sem blind og köld hönd kerfisins strikar línur, sem hvergi má hnika og skiptir þá engu þó að almenn skynsemi, mannúðar- og siðferðissjónarmið mæli með því að svo verði gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Vafalaust hefur tilgangurinn með Schengen-vegabréfasamstarfinu verið góður í upphafi, þótt það samstarf og stöðugt fleira í starfsemi báknsins í Brussel sæti síaukinni gagnrýni og sýnist í raun stríða gegn hagsmunum almennings - og stundum raunar almennri skynsemi yfirleitt. Svo vill til að ég bý yfir vitneskju um sannferðugt dæmi um það hvernig Schengen-reglurnar og hérlend lagasetning í tengslum við þær virka - og sem við skoðun reynist óskiljanlegt hverjum heilvita manni.Gagnmenntaður hæfileikamaður Einhleypur maður á þrítugsaldri, frá menningarríki utan Schengen-svæðisins, sótti um dvalarleyfi til þess að sameinast fjölskyldu sinni (eina nána ættmenni) á Íslandi. Þetta ættmenni er móðir hans, kona, sem gift er íslenskum manni og hefur öðlast íslenskan ríkisborgararétt og í hvarvetna reynst traustur og gegn þjóðfélagsþegn. Ungi maðurinn er einkabarn íslenska ríkisborgarans, faðir hans er látinn og hann á engin systkin. Hann er gagnmenntaður; með mikla og haldgóða akademíska menntun í hugvísindum og fyrstu ágætiseinkunn í sérhverju fagi. Að auki hefur hann mjög góða menntun og starfsreynslu á tæknisviði og hefur unnið til fjölda verðlauna á sviði listrænnar sköpunar í kvikmyndagerð. Ennfremur býr ungi maðurinn yfir víðtækri þekkingu á Íslandi og íslensku samfélagi, sem hann hefur kerfisbundið aflað sér um árabil, auk þess að hafa góða tungumálakunnáttu. Loks má geta þess að hann hefur tandurhreinan skjöld og sakaskrá.Óvelkominn á Íslandi Þrisvar hefur þessi ungi maður fengið synjun frá íslenskum stjórnvöldum um dvalarleyfi. Ástæðan er sú að hann er eldri en átján ára og hefur að dómi stjórnvalda ekki næg tengsl við Ísland (þó svo m.a. að hans eina nána ættmenni býr hér og er íslenskur ríkisborgari). Þrátt fyrir góðan atbeina þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar, og nokkurra velviljaðra starfsmanna innanríkisráðuneytisins, kom allt fyrir ekki og Útlendingastofnun átti síðasta orðið, sem var þvert nei. Þessi maður átti ekkert erindi til Íslands. Að vísu var unga manninum bent á krókaleiðir sem hann gæti reynt að fara upp á von og óvon um mögulegar jákvæðar geðþóttaákvarðanir þar til bærra stjórnvalda síðar, en þær leiðir voru fyrir neðan hans virðingu að fara. Hann hefur nú sætt sig við þá staðreynd, að hann er óvelkominn á Íslandi og hefur mótað sína framtíðarstefnu í lífinu í samræmi við það.Landið opið glæpamönnum frá Schengen-ríkjum Á sama tíma er Ísland opið hverjum sem er frá ríkjum Schengen-svæðisins og skiptir þá engu hver tilgangurinn er með komu og dvöl hér á landi. Þrátt fyrir meinta kerfisbundna þöggunartilburði lögreglu, fjölmiðla og íslenskra stjórnvalda, er það til að mynda á hvers manns vörum að glæpaklíkur frá sumum þessara ríkja hafa hreiðrað um sig hér á landi og stunda fíkniefnamisferli, innbrot, þjófnaði, mansal og ofbeldisglæpi. Ennfremur hefur verið upplýst að stór hluti „útigangsmanna“ og viðskiptavina gistiskýla í Reykjavík er hér á landi á grundvelli Schengen-samstarfsins.Hin blinda hönd kerfisins Hér hef ég nefnt dæmi, þar sem blind og köld hönd kerfisins strikar línur, sem hvergi má hnika og skiptir þá engu þó að almenn skynsemi, mannúðar- og siðferðissjónarmið mæli með því að svo verði gert.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar