Hin kalda hönd kerfisins Vilhelm G. Kristinsson skrifar 4. júní 2016 07:00 Vafalaust hefur tilgangurinn með Schengen-vegabréfasamstarfinu verið góður í upphafi, þótt það samstarf og stöðugt fleira í starfsemi báknsins í Brussel sæti síaukinni gagnrýni og sýnist í raun stríða gegn hagsmunum almennings - og stundum raunar almennri skynsemi yfirleitt. Svo vill til að ég bý yfir vitneskju um sannferðugt dæmi um það hvernig Schengen-reglurnar og hérlend lagasetning í tengslum við þær virka - og sem við skoðun reynist óskiljanlegt hverjum heilvita manni.Gagnmenntaður hæfileikamaður Einhleypur maður á þrítugsaldri, frá menningarríki utan Schengen-svæðisins, sótti um dvalarleyfi til þess að sameinast fjölskyldu sinni (eina nána ættmenni) á Íslandi. Þetta ættmenni er móðir hans, kona, sem gift er íslenskum manni og hefur öðlast íslenskan ríkisborgararétt og í hvarvetna reynst traustur og gegn þjóðfélagsþegn. Ungi maðurinn er einkabarn íslenska ríkisborgarans, faðir hans er látinn og hann á engin systkin. Hann er gagnmenntaður; með mikla og haldgóða akademíska menntun í hugvísindum og fyrstu ágætiseinkunn í sérhverju fagi. Að auki hefur hann mjög góða menntun og starfsreynslu á tæknisviði og hefur unnið til fjölda verðlauna á sviði listrænnar sköpunar í kvikmyndagerð. Ennfremur býr ungi maðurinn yfir víðtækri þekkingu á Íslandi og íslensku samfélagi, sem hann hefur kerfisbundið aflað sér um árabil, auk þess að hafa góða tungumálakunnáttu. Loks má geta þess að hann hefur tandurhreinan skjöld og sakaskrá.Óvelkominn á Íslandi Þrisvar hefur þessi ungi maður fengið synjun frá íslenskum stjórnvöldum um dvalarleyfi. Ástæðan er sú að hann er eldri en átján ára og hefur að dómi stjórnvalda ekki næg tengsl við Ísland (þó svo m.a. að hans eina nána ættmenni býr hér og er íslenskur ríkisborgari). Þrátt fyrir góðan atbeina þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar, og nokkurra velviljaðra starfsmanna innanríkisráðuneytisins, kom allt fyrir ekki og Útlendingastofnun átti síðasta orðið, sem var þvert nei. Þessi maður átti ekkert erindi til Íslands. Að vísu var unga manninum bent á krókaleiðir sem hann gæti reynt að fara upp á von og óvon um mögulegar jákvæðar geðþóttaákvarðanir þar til bærra stjórnvalda síðar, en þær leiðir voru fyrir neðan hans virðingu að fara. Hann hefur nú sætt sig við þá staðreynd, að hann er óvelkominn á Íslandi og hefur mótað sína framtíðarstefnu í lífinu í samræmi við það.Landið opið glæpamönnum frá Schengen-ríkjum Á sama tíma er Ísland opið hverjum sem er frá ríkjum Schengen-svæðisins og skiptir þá engu hver tilgangurinn er með komu og dvöl hér á landi. Þrátt fyrir meinta kerfisbundna þöggunartilburði lögreglu, fjölmiðla og íslenskra stjórnvalda, er það til að mynda á hvers manns vörum að glæpaklíkur frá sumum þessara ríkja hafa hreiðrað um sig hér á landi og stunda fíkniefnamisferli, innbrot, þjófnaði, mansal og ofbeldisglæpi. Ennfremur hefur verið upplýst að stór hluti „útigangsmanna“ og viðskiptavina gistiskýla í Reykjavík er hér á landi á grundvelli Schengen-samstarfsins.Hin blinda hönd kerfisins Hér hef ég nefnt dæmi, þar sem blind og köld hönd kerfisins strikar línur, sem hvergi má hnika og skiptir þá engu þó að almenn skynsemi, mannúðar- og siðferðissjónarmið mæli með því að svo verði gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Fyrsti 1001 dagurinn: Ungbörn geta ekki beðið! Anna María Jónsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Vafalaust hefur tilgangurinn með Schengen-vegabréfasamstarfinu verið góður í upphafi, þótt það samstarf og stöðugt fleira í starfsemi báknsins í Brussel sæti síaukinni gagnrýni og sýnist í raun stríða gegn hagsmunum almennings - og stundum raunar almennri skynsemi yfirleitt. Svo vill til að ég bý yfir vitneskju um sannferðugt dæmi um það hvernig Schengen-reglurnar og hérlend lagasetning í tengslum við þær virka - og sem við skoðun reynist óskiljanlegt hverjum heilvita manni.Gagnmenntaður hæfileikamaður Einhleypur maður á þrítugsaldri, frá menningarríki utan Schengen-svæðisins, sótti um dvalarleyfi til þess að sameinast fjölskyldu sinni (eina nána ættmenni) á Íslandi. Þetta ættmenni er móðir hans, kona, sem gift er íslenskum manni og hefur öðlast íslenskan ríkisborgararétt og í hvarvetna reynst traustur og gegn þjóðfélagsþegn. Ungi maðurinn er einkabarn íslenska ríkisborgarans, faðir hans er látinn og hann á engin systkin. Hann er gagnmenntaður; með mikla og haldgóða akademíska menntun í hugvísindum og fyrstu ágætiseinkunn í sérhverju fagi. Að auki hefur hann mjög góða menntun og starfsreynslu á tæknisviði og hefur unnið til fjölda verðlauna á sviði listrænnar sköpunar í kvikmyndagerð. Ennfremur býr ungi maðurinn yfir víðtækri þekkingu á Íslandi og íslensku samfélagi, sem hann hefur kerfisbundið aflað sér um árabil, auk þess að hafa góða tungumálakunnáttu. Loks má geta þess að hann hefur tandurhreinan skjöld og sakaskrá.Óvelkominn á Íslandi Þrisvar hefur þessi ungi maður fengið synjun frá íslenskum stjórnvöldum um dvalarleyfi. Ástæðan er sú að hann er eldri en átján ára og hefur að dómi stjórnvalda ekki næg tengsl við Ísland (þó svo m.a. að hans eina nána ættmenni býr hér og er íslenskur ríkisborgari). Þrátt fyrir góðan atbeina þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar, og nokkurra velviljaðra starfsmanna innanríkisráðuneytisins, kom allt fyrir ekki og Útlendingastofnun átti síðasta orðið, sem var þvert nei. Þessi maður átti ekkert erindi til Íslands. Að vísu var unga manninum bent á krókaleiðir sem hann gæti reynt að fara upp á von og óvon um mögulegar jákvæðar geðþóttaákvarðanir þar til bærra stjórnvalda síðar, en þær leiðir voru fyrir neðan hans virðingu að fara. Hann hefur nú sætt sig við þá staðreynd, að hann er óvelkominn á Íslandi og hefur mótað sína framtíðarstefnu í lífinu í samræmi við það.Landið opið glæpamönnum frá Schengen-ríkjum Á sama tíma er Ísland opið hverjum sem er frá ríkjum Schengen-svæðisins og skiptir þá engu hver tilgangurinn er með komu og dvöl hér á landi. Þrátt fyrir meinta kerfisbundna þöggunartilburði lögreglu, fjölmiðla og íslenskra stjórnvalda, er það til að mynda á hvers manns vörum að glæpaklíkur frá sumum þessara ríkja hafa hreiðrað um sig hér á landi og stunda fíkniefnamisferli, innbrot, þjófnaði, mansal og ofbeldisglæpi. Ennfremur hefur verið upplýst að stór hluti „útigangsmanna“ og viðskiptavina gistiskýla í Reykjavík er hér á landi á grundvelli Schengen-samstarfsins.Hin blinda hönd kerfisins Hér hef ég nefnt dæmi, þar sem blind og köld hönd kerfisins strikar línur, sem hvergi má hnika og skiptir þá engu þó að almenn skynsemi, mannúðar- og siðferðissjónarmið mæli með því að svo verði gert.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun