Víkurgarður og verndun íslenskra garða Arnar Birgir Ólafsson, Auður Sveinsdóttir, Ásta Camilla Gylfadóttir, Einar E.Sæmundsen og Samson B.Harðarson og Þórhildur Þórhallsdóttir skrifa 4. júní 2016 06:00 Á liðnum vikum hefur mikil umræða átt sér stað í fjölmiðlum í tengslum við uppbyggingu hótels á Landsímareitnum sem mun rísa að hluta í gamla Víkurgarði við Kirkjustræti. Hér var kirkjugarður í meira en 1000 ár og er í dag skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota. Athygli beindist að nýju að uppbyggingu Landsímareitsins þegar undirbúningur framkvæmda hófst skömmu fyrir sl. jól með lögbundnum fornleifagreftri í þeim hluta Víkurkirkjugarðs sem framkvæmdir ná til. Við tökum undir áhyggjur annarra sem hafa tjáð sig um málið að með fyrirhuguðum framkvæmdum á þessum stað sé hætta á að gengið verði á svæði í miðborginni sem hafa frá upphafi byggðar aldrei verið lögð undir byggingar. Sama gildir um Austurvöll sem þessar framkvæmdir snerta einnig. Innan Félags íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) hefur um árabil starfað garðsöguhópur sem hefur m.a. aflað heimilda og skráð gamla garða og staði sem eru einkennandi fyrir ákveðin tímaskeið íslenskrar garðsögu. 29. júní 2012 voru samþykkt ný lög um menningarminjar, Lög nr. 80, þar sem búsetulandslag, skrúðgarðar og kirkjugarðar eldri en 100 ára eru flokkaðir sem minjar á afdráttarlausari hátt en í eldri lögum. Í kjölfarið vann garðsöguhópurinn að samantekt árið 2014 er ber nafnið „VERNDARGILDI NOKKURRA ÍSLENSKRA GARÐA“. Þar er ellefu elstu og þekktustu görðum landsins lýst en þeir eru allir um 100 ára gamlir. Garðarnir voru valdir vegna einstaks gildis þeirra fyrir garðsögu landsins. Þeir eru: Skriða í Hörgárdal - trjágarður frá því fyrir 1830, Víkurgarðurinn kirkjugarður í Reykjavík til 1839 síðar nefndur Fógetagarðurinn, Hólavallagarður í Reykjavík - fyrst grafið í hann 1838, Hressingarskálagarðurinn í Reykjavík - einkagarður frá því um 1865. Austurvöllur í Reykjavík - fyrsta almenningsrými á Íslandi 1875, Alþingisgarðurinn Reykjavík 1895, Múlakotsgarður í Fljótshlíð 1899, Trjáræktarstöðin á Akureyri eða Minjasafnsgarðurinn 1899, Skrúður á Núpi í Dýrafirði 1909, Lystigarður Akureyrar 1912, Hellisgerði í Hafnarfirði 1922 og Hljómskálagarðurinn í Reykjavík 1923. Í framhaldi af þessari vinnu fékkst styrkur úr Fornleifasjóði sem nýttur verður til að dýpka þekkingu á varðveislu lifandi minja eins og gamlir garðar eru gjarnan kallaðir. Þekkingin á þessum görðum mun hjálpa okkur að bæta umgengni við viðkvæmar minjar og vinna að trúverðugri endurgerð þeirra. Með réttum vinnubrögðum munu garðarnir áfram vera lifandi í umhverfi sínu en um leið aðlagast nýjum kringumstæðum. Í samantekt um verndargildi Víkurgarðsins í Reykjavík í greinargerð FÍLA segir: Víkurgarður hefur gegnt breytilegu hlutverki frá upphafi byggðar og hefur mikið menningarsögulegt gildi. Á svæðinu hefur verið kirkjugarður, tilraunasvæði í garðrækt, einkagarður og almenningsgarður. Í dag hefur svæðið yfirbragð torgs í borg með steinlögðu yfirborði. Víkurgarður gegnir mikilvægu hlutverki sem almenningsrými í borginni.Lágt verðmætamat Staða Víkurgarðs nú er afleiðing úreltra og gamaldags viðhorfa - þar sem garðar eða hið ytra umhverfi hefur fengið lágt verðmætamat. Staðurinn hefur sannarlega gegnt margþættu hlutverki í gegnum aldirnar og er órjúfanleg tenging við upphaf byggðar í Reykjavík. Í Aðalstræti 16 á móts við garðinn eru varðveittar minjar landnámsbæjarins með sérstakri sýningu. Við kristnitökuna um árið 1000 bjó Þormóður allsherjargoði í Reykjavík og ber staðsetning kirkjugarðsins á hlaðinu við landnámsbæinn vitni um söguleg tengsl garðsins við landnám og síðar kristintöku. Þegar garðurinn var fullnýttur til greftrunar 1839 hófst nýtt mótunartímabil með tilraunaræktun nýs landlæknis í garðinum 1883. Þar fór fram mikil frumkvöðlastarfsemi á sviði garðyrkju á Íslandi og er silfurreynirinn gamli frá tíma ræktunartilrauna landlæknis og því eitt elsta tré Reykjavíkur. Vegna sögu sinnar og staðsetningar í hjarta byggðarinnar í Reykjavík er mikilvægt að Víkurgarður njóti ákveðinnar friðhelgi og að í allri meðferð á garðinum sé nærgætni og umhyggja fyrir sögu staðarins höfð í fyrirrúmi. Víkurgarður er einn merkasti staður höfuðborgarinnar – staður umvafinn byggðarsögu, táknrænn fyrir þá virðingu sem við berum fyrir hvíldarstað forfeðra okkar. Andi staðarins og saga má ekki týnast í skarkala stundarhagsmuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á liðnum vikum hefur mikil umræða átt sér stað í fjölmiðlum í tengslum við uppbyggingu hótels á Landsímareitnum sem mun rísa að hluta í gamla Víkurgarði við Kirkjustræti. Hér var kirkjugarður í meira en 1000 ár og er í dag skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota. Athygli beindist að nýju að uppbyggingu Landsímareitsins þegar undirbúningur framkvæmda hófst skömmu fyrir sl. jól með lögbundnum fornleifagreftri í þeim hluta Víkurkirkjugarðs sem framkvæmdir ná til. Við tökum undir áhyggjur annarra sem hafa tjáð sig um málið að með fyrirhuguðum framkvæmdum á þessum stað sé hætta á að gengið verði á svæði í miðborginni sem hafa frá upphafi byggðar aldrei verið lögð undir byggingar. Sama gildir um Austurvöll sem þessar framkvæmdir snerta einnig. Innan Félags íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) hefur um árabil starfað garðsöguhópur sem hefur m.a. aflað heimilda og skráð gamla garða og staði sem eru einkennandi fyrir ákveðin tímaskeið íslenskrar garðsögu. 29. júní 2012 voru samþykkt ný lög um menningarminjar, Lög nr. 80, þar sem búsetulandslag, skrúðgarðar og kirkjugarðar eldri en 100 ára eru flokkaðir sem minjar á afdráttarlausari hátt en í eldri lögum. Í kjölfarið vann garðsöguhópurinn að samantekt árið 2014 er ber nafnið „VERNDARGILDI NOKKURRA ÍSLENSKRA GARÐA“. Þar er ellefu elstu og þekktustu görðum landsins lýst en þeir eru allir um 100 ára gamlir. Garðarnir voru valdir vegna einstaks gildis þeirra fyrir garðsögu landsins. Þeir eru: Skriða í Hörgárdal - trjágarður frá því fyrir 1830, Víkurgarðurinn kirkjugarður í Reykjavík til 1839 síðar nefndur Fógetagarðurinn, Hólavallagarður í Reykjavík - fyrst grafið í hann 1838, Hressingarskálagarðurinn í Reykjavík - einkagarður frá því um 1865. Austurvöllur í Reykjavík - fyrsta almenningsrými á Íslandi 1875, Alþingisgarðurinn Reykjavík 1895, Múlakotsgarður í Fljótshlíð 1899, Trjáræktarstöðin á Akureyri eða Minjasafnsgarðurinn 1899, Skrúður á Núpi í Dýrafirði 1909, Lystigarður Akureyrar 1912, Hellisgerði í Hafnarfirði 1922 og Hljómskálagarðurinn í Reykjavík 1923. Í framhaldi af þessari vinnu fékkst styrkur úr Fornleifasjóði sem nýttur verður til að dýpka þekkingu á varðveislu lifandi minja eins og gamlir garðar eru gjarnan kallaðir. Þekkingin á þessum görðum mun hjálpa okkur að bæta umgengni við viðkvæmar minjar og vinna að trúverðugri endurgerð þeirra. Með réttum vinnubrögðum munu garðarnir áfram vera lifandi í umhverfi sínu en um leið aðlagast nýjum kringumstæðum. Í samantekt um verndargildi Víkurgarðsins í Reykjavík í greinargerð FÍLA segir: Víkurgarður hefur gegnt breytilegu hlutverki frá upphafi byggðar og hefur mikið menningarsögulegt gildi. Á svæðinu hefur verið kirkjugarður, tilraunasvæði í garðrækt, einkagarður og almenningsgarður. Í dag hefur svæðið yfirbragð torgs í borg með steinlögðu yfirborði. Víkurgarður gegnir mikilvægu hlutverki sem almenningsrými í borginni.Lágt verðmætamat Staða Víkurgarðs nú er afleiðing úreltra og gamaldags viðhorfa - þar sem garðar eða hið ytra umhverfi hefur fengið lágt verðmætamat. Staðurinn hefur sannarlega gegnt margþættu hlutverki í gegnum aldirnar og er órjúfanleg tenging við upphaf byggðar í Reykjavík. Í Aðalstræti 16 á móts við garðinn eru varðveittar minjar landnámsbæjarins með sérstakri sýningu. Við kristnitökuna um árið 1000 bjó Þormóður allsherjargoði í Reykjavík og ber staðsetning kirkjugarðsins á hlaðinu við landnámsbæinn vitni um söguleg tengsl garðsins við landnám og síðar kristintöku. Þegar garðurinn var fullnýttur til greftrunar 1839 hófst nýtt mótunartímabil með tilraunaræktun nýs landlæknis í garðinum 1883. Þar fór fram mikil frumkvöðlastarfsemi á sviði garðyrkju á Íslandi og er silfurreynirinn gamli frá tíma ræktunartilrauna landlæknis og því eitt elsta tré Reykjavíkur. Vegna sögu sinnar og staðsetningar í hjarta byggðarinnar í Reykjavík er mikilvægt að Víkurgarður njóti ákveðinnar friðhelgi og að í allri meðferð á garðinum sé nærgætni og umhyggja fyrir sögu staðarins höfð í fyrirrúmi. Víkurgarður er einn merkasti staður höfuðborgarinnar – staður umvafinn byggðarsögu, táknrænn fyrir þá virðingu sem við berum fyrir hvíldarstað forfeðra okkar. Andi staðarins og saga má ekki týnast í skarkala stundarhagsmuna.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar