Víkurgarður og verndun íslenskra garða Arnar Birgir Ólafsson, Auður Sveinsdóttir, Ásta Camilla Gylfadóttir, Einar E.Sæmundsen og Samson B.Harðarson og Þórhildur Þórhallsdóttir skrifa 4. júní 2016 06:00 Á liðnum vikum hefur mikil umræða átt sér stað í fjölmiðlum í tengslum við uppbyggingu hótels á Landsímareitnum sem mun rísa að hluta í gamla Víkurgarði við Kirkjustræti. Hér var kirkjugarður í meira en 1000 ár og er í dag skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota. Athygli beindist að nýju að uppbyggingu Landsímareitsins þegar undirbúningur framkvæmda hófst skömmu fyrir sl. jól með lögbundnum fornleifagreftri í þeim hluta Víkurkirkjugarðs sem framkvæmdir ná til. Við tökum undir áhyggjur annarra sem hafa tjáð sig um málið að með fyrirhuguðum framkvæmdum á þessum stað sé hætta á að gengið verði á svæði í miðborginni sem hafa frá upphafi byggðar aldrei verið lögð undir byggingar. Sama gildir um Austurvöll sem þessar framkvæmdir snerta einnig. Innan Félags íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) hefur um árabil starfað garðsöguhópur sem hefur m.a. aflað heimilda og skráð gamla garða og staði sem eru einkennandi fyrir ákveðin tímaskeið íslenskrar garðsögu. 29. júní 2012 voru samþykkt ný lög um menningarminjar, Lög nr. 80, þar sem búsetulandslag, skrúðgarðar og kirkjugarðar eldri en 100 ára eru flokkaðir sem minjar á afdráttarlausari hátt en í eldri lögum. Í kjölfarið vann garðsöguhópurinn að samantekt árið 2014 er ber nafnið „VERNDARGILDI NOKKURRA ÍSLENSKRA GARÐA“. Þar er ellefu elstu og þekktustu görðum landsins lýst en þeir eru allir um 100 ára gamlir. Garðarnir voru valdir vegna einstaks gildis þeirra fyrir garðsögu landsins. Þeir eru: Skriða í Hörgárdal - trjágarður frá því fyrir 1830, Víkurgarðurinn kirkjugarður í Reykjavík til 1839 síðar nefndur Fógetagarðurinn, Hólavallagarður í Reykjavík - fyrst grafið í hann 1838, Hressingarskálagarðurinn í Reykjavík - einkagarður frá því um 1865. Austurvöllur í Reykjavík - fyrsta almenningsrými á Íslandi 1875, Alþingisgarðurinn Reykjavík 1895, Múlakotsgarður í Fljótshlíð 1899, Trjáræktarstöðin á Akureyri eða Minjasafnsgarðurinn 1899, Skrúður á Núpi í Dýrafirði 1909, Lystigarður Akureyrar 1912, Hellisgerði í Hafnarfirði 1922 og Hljómskálagarðurinn í Reykjavík 1923. Í framhaldi af þessari vinnu fékkst styrkur úr Fornleifasjóði sem nýttur verður til að dýpka þekkingu á varðveislu lifandi minja eins og gamlir garðar eru gjarnan kallaðir. Þekkingin á þessum görðum mun hjálpa okkur að bæta umgengni við viðkvæmar minjar og vinna að trúverðugri endurgerð þeirra. Með réttum vinnubrögðum munu garðarnir áfram vera lifandi í umhverfi sínu en um leið aðlagast nýjum kringumstæðum. Í samantekt um verndargildi Víkurgarðsins í Reykjavík í greinargerð FÍLA segir: Víkurgarður hefur gegnt breytilegu hlutverki frá upphafi byggðar og hefur mikið menningarsögulegt gildi. Á svæðinu hefur verið kirkjugarður, tilraunasvæði í garðrækt, einkagarður og almenningsgarður. Í dag hefur svæðið yfirbragð torgs í borg með steinlögðu yfirborði. Víkurgarður gegnir mikilvægu hlutverki sem almenningsrými í borginni.Lágt verðmætamat Staða Víkurgarðs nú er afleiðing úreltra og gamaldags viðhorfa - þar sem garðar eða hið ytra umhverfi hefur fengið lágt verðmætamat. Staðurinn hefur sannarlega gegnt margþættu hlutverki í gegnum aldirnar og er órjúfanleg tenging við upphaf byggðar í Reykjavík. Í Aðalstræti 16 á móts við garðinn eru varðveittar minjar landnámsbæjarins með sérstakri sýningu. Við kristnitökuna um árið 1000 bjó Þormóður allsherjargoði í Reykjavík og ber staðsetning kirkjugarðsins á hlaðinu við landnámsbæinn vitni um söguleg tengsl garðsins við landnám og síðar kristintöku. Þegar garðurinn var fullnýttur til greftrunar 1839 hófst nýtt mótunartímabil með tilraunaræktun nýs landlæknis í garðinum 1883. Þar fór fram mikil frumkvöðlastarfsemi á sviði garðyrkju á Íslandi og er silfurreynirinn gamli frá tíma ræktunartilrauna landlæknis og því eitt elsta tré Reykjavíkur. Vegna sögu sinnar og staðsetningar í hjarta byggðarinnar í Reykjavík er mikilvægt að Víkurgarður njóti ákveðinnar friðhelgi og að í allri meðferð á garðinum sé nærgætni og umhyggja fyrir sögu staðarins höfð í fyrirrúmi. Víkurgarður er einn merkasti staður höfuðborgarinnar – staður umvafinn byggðarsögu, táknrænn fyrir þá virðingu sem við berum fyrir hvíldarstað forfeðra okkar. Andi staðarins og saga má ekki týnast í skarkala stundarhagsmuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Á liðnum vikum hefur mikil umræða átt sér stað í fjölmiðlum í tengslum við uppbyggingu hótels á Landsímareitnum sem mun rísa að hluta í gamla Víkurgarði við Kirkjustræti. Hér var kirkjugarður í meira en 1000 ár og er í dag skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota. Athygli beindist að nýju að uppbyggingu Landsímareitsins þegar undirbúningur framkvæmda hófst skömmu fyrir sl. jól með lögbundnum fornleifagreftri í þeim hluta Víkurkirkjugarðs sem framkvæmdir ná til. Við tökum undir áhyggjur annarra sem hafa tjáð sig um málið að með fyrirhuguðum framkvæmdum á þessum stað sé hætta á að gengið verði á svæði í miðborginni sem hafa frá upphafi byggðar aldrei verið lögð undir byggingar. Sama gildir um Austurvöll sem þessar framkvæmdir snerta einnig. Innan Félags íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) hefur um árabil starfað garðsöguhópur sem hefur m.a. aflað heimilda og skráð gamla garða og staði sem eru einkennandi fyrir ákveðin tímaskeið íslenskrar garðsögu. 29. júní 2012 voru samþykkt ný lög um menningarminjar, Lög nr. 80, þar sem búsetulandslag, skrúðgarðar og kirkjugarðar eldri en 100 ára eru flokkaðir sem minjar á afdráttarlausari hátt en í eldri lögum. Í kjölfarið vann garðsöguhópurinn að samantekt árið 2014 er ber nafnið „VERNDARGILDI NOKKURRA ÍSLENSKRA GARÐA“. Þar er ellefu elstu og þekktustu görðum landsins lýst en þeir eru allir um 100 ára gamlir. Garðarnir voru valdir vegna einstaks gildis þeirra fyrir garðsögu landsins. Þeir eru: Skriða í Hörgárdal - trjágarður frá því fyrir 1830, Víkurgarðurinn kirkjugarður í Reykjavík til 1839 síðar nefndur Fógetagarðurinn, Hólavallagarður í Reykjavík - fyrst grafið í hann 1838, Hressingarskálagarðurinn í Reykjavík - einkagarður frá því um 1865. Austurvöllur í Reykjavík - fyrsta almenningsrými á Íslandi 1875, Alþingisgarðurinn Reykjavík 1895, Múlakotsgarður í Fljótshlíð 1899, Trjáræktarstöðin á Akureyri eða Minjasafnsgarðurinn 1899, Skrúður á Núpi í Dýrafirði 1909, Lystigarður Akureyrar 1912, Hellisgerði í Hafnarfirði 1922 og Hljómskálagarðurinn í Reykjavík 1923. Í framhaldi af þessari vinnu fékkst styrkur úr Fornleifasjóði sem nýttur verður til að dýpka þekkingu á varðveislu lifandi minja eins og gamlir garðar eru gjarnan kallaðir. Þekkingin á þessum görðum mun hjálpa okkur að bæta umgengni við viðkvæmar minjar og vinna að trúverðugri endurgerð þeirra. Með réttum vinnubrögðum munu garðarnir áfram vera lifandi í umhverfi sínu en um leið aðlagast nýjum kringumstæðum. Í samantekt um verndargildi Víkurgarðsins í Reykjavík í greinargerð FÍLA segir: Víkurgarður hefur gegnt breytilegu hlutverki frá upphafi byggðar og hefur mikið menningarsögulegt gildi. Á svæðinu hefur verið kirkjugarður, tilraunasvæði í garðrækt, einkagarður og almenningsgarður. Í dag hefur svæðið yfirbragð torgs í borg með steinlögðu yfirborði. Víkurgarður gegnir mikilvægu hlutverki sem almenningsrými í borginni.Lágt verðmætamat Staða Víkurgarðs nú er afleiðing úreltra og gamaldags viðhorfa - þar sem garðar eða hið ytra umhverfi hefur fengið lágt verðmætamat. Staðurinn hefur sannarlega gegnt margþættu hlutverki í gegnum aldirnar og er órjúfanleg tenging við upphaf byggðar í Reykjavík. Í Aðalstræti 16 á móts við garðinn eru varðveittar minjar landnámsbæjarins með sérstakri sýningu. Við kristnitökuna um árið 1000 bjó Þormóður allsherjargoði í Reykjavík og ber staðsetning kirkjugarðsins á hlaðinu við landnámsbæinn vitni um söguleg tengsl garðsins við landnám og síðar kristintöku. Þegar garðurinn var fullnýttur til greftrunar 1839 hófst nýtt mótunartímabil með tilraunaræktun nýs landlæknis í garðinum 1883. Þar fór fram mikil frumkvöðlastarfsemi á sviði garðyrkju á Íslandi og er silfurreynirinn gamli frá tíma ræktunartilrauna landlæknis og því eitt elsta tré Reykjavíkur. Vegna sögu sinnar og staðsetningar í hjarta byggðarinnar í Reykjavík er mikilvægt að Víkurgarður njóti ákveðinnar friðhelgi og að í allri meðferð á garðinum sé nærgætni og umhyggja fyrir sögu staðarins höfð í fyrirrúmi. Víkurgarður er einn merkasti staður höfuðborgarinnar – staður umvafinn byggðarsögu, táknrænn fyrir þá virðingu sem við berum fyrir hvíldarstað forfeðra okkar. Andi staðarins og saga má ekki týnast í skarkala stundarhagsmuna.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar