Leiðin áfram er aukið norrænt samstarf Stjórn Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði skrifar 4. maí 2016 07:00 Í meira en 60 ár hefur Norðurlandaráð stuðlað að auknu samstarfi og samstöðu norrænu þjóðanna með þeim óumdeilda árangri að í dag eru samfélög Norðurlandanna allra talin einhver þau farsælustu í heiminum, hvort sem horft er til efnahags, umhverfis eða félagslegs réttlætis. Mikilvægur þáttur í þessum árangri hefur verið sameiginlegur vinnumarkaður landanna, náið samstarf stjórnvalda og stöðug vinna og viðleitni við að ryðja úr vegi öllum mögulegum hindrunum sem skapast vegna mismunandi löggjafar og landamæra þessara sjálfstæðu ríkja. Mismunandi viðbrögð Norðurlandanna við stórauknum fjölda flóttamanna hafa haft alvarlegri og neikvæðari áhrif á samstarf landanna í þessum efnum en áður hefur þekkst. Í fyrsta sinn í meira en 60 ár þurfa ríkisborgarar Norðurlandanna að framvísa vegabréfum á ferðum sínum innan Norðurlandanna.Samstarf um betri aðlögun Þessi alvarlega staða var til umræðu á fundi Norðurlandaráðs í Ósló í síðustu viku þar sem jafnaðarmenn lýstu þeirri eindregnu afstöðu sinni, að núverandi ástand væri óásættanlegt og úr því yrðu ríkisstjórnir landanna að greiða hið snarasta í anda þess góða samstarfs sem Norðurlöndin hafa haft um áratuga skeið. Jafnaðarmenn kölluðu einnig eftir stórauknu samstarfi um betri aðlögun innflytjenda og sameiginlegum aðgerðum Norðurlandanna, bæði á vettvangi Evrópusambandsins og Norðurlandanna, vegna aukins fjölda flóttamanna. Að mati jafnaðarmanna í Norðurlandaráði er slíkt náið samstarf ríkjanna eina raunhæfa leiðin til takast á við verkefnið með farsælum hætti. Hið sama á einnig við um baráttuna gegn félagslegum undirboðum á vinnumarkaði, skattaskjólum og skattaundanskotum, sem eru mál sem jafnaðarmenn lögðu áherslu á, á fundum Norðurlandaráðs í Ósló.Norðurlöndin fremst í baráttunni gegn skattaskjólum Velferðarsamfélög Norðurlanda byggja á samfélagslegri sátt um skattgreiðslur allra. Þannig hefur okkur tekist að byggja upp fyrirmyndarsamfélög þar sem stöðugleiki, öryggi og jöfnuður ríkir. Enn á ný hafa uppljóstranir á gögnum um alþjóðleg skattaskjól sýnt og sannað að fjöldi fyrirtækja og einstaklinga skýtur sér undan samfélagslegri ábyrgð og svíkur undan skatti. Panamaskjölin sem hlotið hafa verðskuldaða alþjóðlega athygli eru nýlegasta dæmið þar um. Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði telja mikilvægt að berjast gegn skattsvikum á heimsvísu. Við hvetjum ríkisstjórnir Norðurlandanna til að sameina krafta sína til að vinna gegn skattsvikum og til að leiða þá baráttu á alþjóðavettvangi.Norðurlandaráð gegn félagslegum undirboðum Á fundi sínum í Ósló samþykkti Norðurlandaráð að hvetja ríkisstjórnir Norðurlandanna til að gera úttekt á því hvort og þá hvernig breytt vinnuskilyrði í flugsamgöngum hefðu áhrif á öryggi í flugi. Jafnaðarmenn, sem lögðu fram tillögu um málið, telja að það ógni flugöryggi hvernig fleiri og fleiri flugfélög segja sig frá hefðbundnum ráðningarskilmálum og réttindum sem gilt hafa á vinnumarkaði á Norðurlöndum en ráði þess í stað ódýrt vinnuafl á verri kjörum.Sjö nýjar tillögur um aukið norrænt samstarf Á fundinum í Ósló kynntu jafnaðarmenn einnig sjö nýjar tillögur um aukið og nánara samstarf Norðurlandanna á ýmsum sviðum. Tillögurnar fjalla m.a. um samstarf landanna um aðgerðir til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum; aukið samstarf til að minnka matarsóun; samræmingu og samráð skóla um leiðir til að tryggja góða móttöku barna á flótta; sameiginlega stefnumótun í málefnum heyrnarskertra; samstarf um rannsóknir og aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni á vinnustöðum; og aukið vægi ungs fólks í starfi og stefnumótun Norðurlandaráðs. Nánari upplýsingar má nálgast um tillögurnar á heimasíðu jafnaðarmanna í Norðurlandaráði, www.s-norden.org Tillögurnar verða allar teknar til meðferðar á vettvangi Norðurlandaráðs á komandi vikum og mánuðum.Ólína Kjerulf Þorvarðardóttir, Phia Andersson, Svíþjóð; Sonja Mandt, Noregi;Henrik Dam Kristensen, Danmörku;Maarit Feldt-Ranta, Finnlandi;stjórn Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í meira en 60 ár hefur Norðurlandaráð stuðlað að auknu samstarfi og samstöðu norrænu þjóðanna með þeim óumdeilda árangri að í dag eru samfélög Norðurlandanna allra talin einhver þau farsælustu í heiminum, hvort sem horft er til efnahags, umhverfis eða félagslegs réttlætis. Mikilvægur þáttur í þessum árangri hefur verið sameiginlegur vinnumarkaður landanna, náið samstarf stjórnvalda og stöðug vinna og viðleitni við að ryðja úr vegi öllum mögulegum hindrunum sem skapast vegna mismunandi löggjafar og landamæra þessara sjálfstæðu ríkja. Mismunandi viðbrögð Norðurlandanna við stórauknum fjölda flóttamanna hafa haft alvarlegri og neikvæðari áhrif á samstarf landanna í þessum efnum en áður hefur þekkst. Í fyrsta sinn í meira en 60 ár þurfa ríkisborgarar Norðurlandanna að framvísa vegabréfum á ferðum sínum innan Norðurlandanna.Samstarf um betri aðlögun Þessi alvarlega staða var til umræðu á fundi Norðurlandaráðs í Ósló í síðustu viku þar sem jafnaðarmenn lýstu þeirri eindregnu afstöðu sinni, að núverandi ástand væri óásættanlegt og úr því yrðu ríkisstjórnir landanna að greiða hið snarasta í anda þess góða samstarfs sem Norðurlöndin hafa haft um áratuga skeið. Jafnaðarmenn kölluðu einnig eftir stórauknu samstarfi um betri aðlögun innflytjenda og sameiginlegum aðgerðum Norðurlandanna, bæði á vettvangi Evrópusambandsins og Norðurlandanna, vegna aukins fjölda flóttamanna. Að mati jafnaðarmanna í Norðurlandaráði er slíkt náið samstarf ríkjanna eina raunhæfa leiðin til takast á við verkefnið með farsælum hætti. Hið sama á einnig við um baráttuna gegn félagslegum undirboðum á vinnumarkaði, skattaskjólum og skattaundanskotum, sem eru mál sem jafnaðarmenn lögðu áherslu á, á fundum Norðurlandaráðs í Ósló.Norðurlöndin fremst í baráttunni gegn skattaskjólum Velferðarsamfélög Norðurlanda byggja á samfélagslegri sátt um skattgreiðslur allra. Þannig hefur okkur tekist að byggja upp fyrirmyndarsamfélög þar sem stöðugleiki, öryggi og jöfnuður ríkir. Enn á ný hafa uppljóstranir á gögnum um alþjóðleg skattaskjól sýnt og sannað að fjöldi fyrirtækja og einstaklinga skýtur sér undan samfélagslegri ábyrgð og svíkur undan skatti. Panamaskjölin sem hlotið hafa verðskuldaða alþjóðlega athygli eru nýlegasta dæmið þar um. Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði telja mikilvægt að berjast gegn skattsvikum á heimsvísu. Við hvetjum ríkisstjórnir Norðurlandanna til að sameina krafta sína til að vinna gegn skattsvikum og til að leiða þá baráttu á alþjóðavettvangi.Norðurlandaráð gegn félagslegum undirboðum Á fundi sínum í Ósló samþykkti Norðurlandaráð að hvetja ríkisstjórnir Norðurlandanna til að gera úttekt á því hvort og þá hvernig breytt vinnuskilyrði í flugsamgöngum hefðu áhrif á öryggi í flugi. Jafnaðarmenn, sem lögðu fram tillögu um málið, telja að það ógni flugöryggi hvernig fleiri og fleiri flugfélög segja sig frá hefðbundnum ráðningarskilmálum og réttindum sem gilt hafa á vinnumarkaði á Norðurlöndum en ráði þess í stað ódýrt vinnuafl á verri kjörum.Sjö nýjar tillögur um aukið norrænt samstarf Á fundinum í Ósló kynntu jafnaðarmenn einnig sjö nýjar tillögur um aukið og nánara samstarf Norðurlandanna á ýmsum sviðum. Tillögurnar fjalla m.a. um samstarf landanna um aðgerðir til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum; aukið samstarf til að minnka matarsóun; samræmingu og samráð skóla um leiðir til að tryggja góða móttöku barna á flótta; sameiginlega stefnumótun í málefnum heyrnarskertra; samstarf um rannsóknir og aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni á vinnustöðum; og aukið vægi ungs fólks í starfi og stefnumótun Norðurlandaráðs. Nánari upplýsingar má nálgast um tillögurnar á heimasíðu jafnaðarmanna í Norðurlandaráði, www.s-norden.org Tillögurnar verða allar teknar til meðferðar á vettvangi Norðurlandaráðs á komandi vikum og mánuðum.Ólína Kjerulf Þorvarðardóttir, Phia Andersson, Svíþjóð; Sonja Mandt, Noregi;Henrik Dam Kristensen, Danmörku;Maarit Feldt-Ranta, Finnlandi;stjórn Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun