Leiðin áfram er aukið norrænt samstarf Stjórn Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði skrifar 4. maí 2016 07:00 Í meira en 60 ár hefur Norðurlandaráð stuðlað að auknu samstarfi og samstöðu norrænu þjóðanna með þeim óumdeilda árangri að í dag eru samfélög Norðurlandanna allra talin einhver þau farsælustu í heiminum, hvort sem horft er til efnahags, umhverfis eða félagslegs réttlætis. Mikilvægur þáttur í þessum árangri hefur verið sameiginlegur vinnumarkaður landanna, náið samstarf stjórnvalda og stöðug vinna og viðleitni við að ryðja úr vegi öllum mögulegum hindrunum sem skapast vegna mismunandi löggjafar og landamæra þessara sjálfstæðu ríkja. Mismunandi viðbrögð Norðurlandanna við stórauknum fjölda flóttamanna hafa haft alvarlegri og neikvæðari áhrif á samstarf landanna í þessum efnum en áður hefur þekkst. Í fyrsta sinn í meira en 60 ár þurfa ríkisborgarar Norðurlandanna að framvísa vegabréfum á ferðum sínum innan Norðurlandanna.Samstarf um betri aðlögun Þessi alvarlega staða var til umræðu á fundi Norðurlandaráðs í Ósló í síðustu viku þar sem jafnaðarmenn lýstu þeirri eindregnu afstöðu sinni, að núverandi ástand væri óásættanlegt og úr því yrðu ríkisstjórnir landanna að greiða hið snarasta í anda þess góða samstarfs sem Norðurlöndin hafa haft um áratuga skeið. Jafnaðarmenn kölluðu einnig eftir stórauknu samstarfi um betri aðlögun innflytjenda og sameiginlegum aðgerðum Norðurlandanna, bæði á vettvangi Evrópusambandsins og Norðurlandanna, vegna aukins fjölda flóttamanna. Að mati jafnaðarmanna í Norðurlandaráði er slíkt náið samstarf ríkjanna eina raunhæfa leiðin til takast á við verkefnið með farsælum hætti. Hið sama á einnig við um baráttuna gegn félagslegum undirboðum á vinnumarkaði, skattaskjólum og skattaundanskotum, sem eru mál sem jafnaðarmenn lögðu áherslu á, á fundum Norðurlandaráðs í Ósló.Norðurlöndin fremst í baráttunni gegn skattaskjólum Velferðarsamfélög Norðurlanda byggja á samfélagslegri sátt um skattgreiðslur allra. Þannig hefur okkur tekist að byggja upp fyrirmyndarsamfélög þar sem stöðugleiki, öryggi og jöfnuður ríkir. Enn á ný hafa uppljóstranir á gögnum um alþjóðleg skattaskjól sýnt og sannað að fjöldi fyrirtækja og einstaklinga skýtur sér undan samfélagslegri ábyrgð og svíkur undan skatti. Panamaskjölin sem hlotið hafa verðskuldaða alþjóðlega athygli eru nýlegasta dæmið þar um. Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði telja mikilvægt að berjast gegn skattsvikum á heimsvísu. Við hvetjum ríkisstjórnir Norðurlandanna til að sameina krafta sína til að vinna gegn skattsvikum og til að leiða þá baráttu á alþjóðavettvangi.Norðurlandaráð gegn félagslegum undirboðum Á fundi sínum í Ósló samþykkti Norðurlandaráð að hvetja ríkisstjórnir Norðurlandanna til að gera úttekt á því hvort og þá hvernig breytt vinnuskilyrði í flugsamgöngum hefðu áhrif á öryggi í flugi. Jafnaðarmenn, sem lögðu fram tillögu um málið, telja að það ógni flugöryggi hvernig fleiri og fleiri flugfélög segja sig frá hefðbundnum ráðningarskilmálum og réttindum sem gilt hafa á vinnumarkaði á Norðurlöndum en ráði þess í stað ódýrt vinnuafl á verri kjörum.Sjö nýjar tillögur um aukið norrænt samstarf Á fundinum í Ósló kynntu jafnaðarmenn einnig sjö nýjar tillögur um aukið og nánara samstarf Norðurlandanna á ýmsum sviðum. Tillögurnar fjalla m.a. um samstarf landanna um aðgerðir til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum; aukið samstarf til að minnka matarsóun; samræmingu og samráð skóla um leiðir til að tryggja góða móttöku barna á flótta; sameiginlega stefnumótun í málefnum heyrnarskertra; samstarf um rannsóknir og aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni á vinnustöðum; og aukið vægi ungs fólks í starfi og stefnumótun Norðurlandaráðs. Nánari upplýsingar má nálgast um tillögurnar á heimasíðu jafnaðarmanna í Norðurlandaráði, www.s-norden.org Tillögurnar verða allar teknar til meðferðar á vettvangi Norðurlandaráðs á komandi vikum og mánuðum.Ólína Kjerulf Þorvarðardóttir, Phia Andersson, Svíþjóð; Sonja Mandt, Noregi;Henrik Dam Kristensen, Danmörku;Maarit Feldt-Ranta, Finnlandi;stjórn Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Í meira en 60 ár hefur Norðurlandaráð stuðlað að auknu samstarfi og samstöðu norrænu þjóðanna með þeim óumdeilda árangri að í dag eru samfélög Norðurlandanna allra talin einhver þau farsælustu í heiminum, hvort sem horft er til efnahags, umhverfis eða félagslegs réttlætis. Mikilvægur þáttur í þessum árangri hefur verið sameiginlegur vinnumarkaður landanna, náið samstarf stjórnvalda og stöðug vinna og viðleitni við að ryðja úr vegi öllum mögulegum hindrunum sem skapast vegna mismunandi löggjafar og landamæra þessara sjálfstæðu ríkja. Mismunandi viðbrögð Norðurlandanna við stórauknum fjölda flóttamanna hafa haft alvarlegri og neikvæðari áhrif á samstarf landanna í þessum efnum en áður hefur þekkst. Í fyrsta sinn í meira en 60 ár þurfa ríkisborgarar Norðurlandanna að framvísa vegabréfum á ferðum sínum innan Norðurlandanna.Samstarf um betri aðlögun Þessi alvarlega staða var til umræðu á fundi Norðurlandaráðs í Ósló í síðustu viku þar sem jafnaðarmenn lýstu þeirri eindregnu afstöðu sinni, að núverandi ástand væri óásættanlegt og úr því yrðu ríkisstjórnir landanna að greiða hið snarasta í anda þess góða samstarfs sem Norðurlöndin hafa haft um áratuga skeið. Jafnaðarmenn kölluðu einnig eftir stórauknu samstarfi um betri aðlögun innflytjenda og sameiginlegum aðgerðum Norðurlandanna, bæði á vettvangi Evrópusambandsins og Norðurlandanna, vegna aukins fjölda flóttamanna. Að mati jafnaðarmanna í Norðurlandaráði er slíkt náið samstarf ríkjanna eina raunhæfa leiðin til takast á við verkefnið með farsælum hætti. Hið sama á einnig við um baráttuna gegn félagslegum undirboðum á vinnumarkaði, skattaskjólum og skattaundanskotum, sem eru mál sem jafnaðarmenn lögðu áherslu á, á fundum Norðurlandaráðs í Ósló.Norðurlöndin fremst í baráttunni gegn skattaskjólum Velferðarsamfélög Norðurlanda byggja á samfélagslegri sátt um skattgreiðslur allra. Þannig hefur okkur tekist að byggja upp fyrirmyndarsamfélög þar sem stöðugleiki, öryggi og jöfnuður ríkir. Enn á ný hafa uppljóstranir á gögnum um alþjóðleg skattaskjól sýnt og sannað að fjöldi fyrirtækja og einstaklinga skýtur sér undan samfélagslegri ábyrgð og svíkur undan skatti. Panamaskjölin sem hlotið hafa verðskuldaða alþjóðlega athygli eru nýlegasta dæmið þar um. Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði telja mikilvægt að berjast gegn skattsvikum á heimsvísu. Við hvetjum ríkisstjórnir Norðurlandanna til að sameina krafta sína til að vinna gegn skattsvikum og til að leiða þá baráttu á alþjóðavettvangi.Norðurlandaráð gegn félagslegum undirboðum Á fundi sínum í Ósló samþykkti Norðurlandaráð að hvetja ríkisstjórnir Norðurlandanna til að gera úttekt á því hvort og þá hvernig breytt vinnuskilyrði í flugsamgöngum hefðu áhrif á öryggi í flugi. Jafnaðarmenn, sem lögðu fram tillögu um málið, telja að það ógni flugöryggi hvernig fleiri og fleiri flugfélög segja sig frá hefðbundnum ráðningarskilmálum og réttindum sem gilt hafa á vinnumarkaði á Norðurlöndum en ráði þess í stað ódýrt vinnuafl á verri kjörum.Sjö nýjar tillögur um aukið norrænt samstarf Á fundinum í Ósló kynntu jafnaðarmenn einnig sjö nýjar tillögur um aukið og nánara samstarf Norðurlandanna á ýmsum sviðum. Tillögurnar fjalla m.a. um samstarf landanna um aðgerðir til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum; aukið samstarf til að minnka matarsóun; samræmingu og samráð skóla um leiðir til að tryggja góða móttöku barna á flótta; sameiginlega stefnumótun í málefnum heyrnarskertra; samstarf um rannsóknir og aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni á vinnustöðum; og aukið vægi ungs fólks í starfi og stefnumótun Norðurlandaráðs. Nánari upplýsingar má nálgast um tillögurnar á heimasíðu jafnaðarmanna í Norðurlandaráði, www.s-norden.org Tillögurnar verða allar teknar til meðferðar á vettvangi Norðurlandaráðs á komandi vikum og mánuðum.Ólína Kjerulf Þorvarðardóttir, Phia Andersson, Svíþjóð; Sonja Mandt, Noregi;Henrik Dam Kristensen, Danmörku;Maarit Feldt-Ranta, Finnlandi;stjórn Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun