Niqab eða ekki niqab? Anna Lára Steindal skrifar 4. maí 2016 12:57 Á dögunum vísaði framhaldsskóli í Lyngby í Danmörku sex stúlkum úr skóla fyrir að klæðast niqab – svörtum kufli sem hylur frá toppi til táar, þar á meðal andlit. Eftir sem áður geta þær stúlkur sem klæðast slíkum fatnaði stundað fjarnám við skólann. Rökin voru þau að í kennslu skipti samskipti höfuðmáli – og erfitt sé að eiga samskipti við þá sem hylja andlit sitt. Þessi tíðindi fengu mig til að hugsa enn á ný um mikilvægi þess að Íslendingar setjist niður og spái í þessa hluti áður en til þess kemur að við þurfum að banna eitthvað sem fólk er þegar að gera sem óhjákvæmilega er líklegra til að hafa árekstra og leiðindi í för með sér en ef fólk veit að hverju það gengur um leið og það sest hér að. Og nei, þetta hefur ekkert með fordóma gagnvart íslam eða trú Múslima að gera heldur þær grunnforsendur sem íslenskt samfélag hvílir á. Kannski kæmumst við, að þeirri niðurstöðu að það sé ekkert að því að klæðast niqab á Íslandi. En sú niðurstaða þyrfti að mínum dómi að grundvallast á skynsamlegri samræðu. Á rökum og skiliningi en ekki tilfinningum og ótta. Og sem flestir sem málið varða þyrftu að eiga aðgengi að þeirri samræðu. Undanfarin ár hef ég unnið mikið með Múslimum á Íslandi og veit þess vegna að þeir vilja búa sér líf í sátt við samfélagið – það er þeim ekkert kappsmál að ástunda hefðir sem eru á skjön við reglur og hefðina á Íslandi. Alls ekki og þvert á móti vilja þau vanda sig við að lifa í sátt. Plan um samræðu En til þess að geta lifað saman án ágreinings þurfum við að hafa skýra sýn og plan um hvernig við ætlum að gera það. Við þurfum að læra af mistökum annarra – í Danmörku og víðast í Evrópu var farið of seint af stað í þessa umræðu. Hún var ad hoc - viðbrögð við ástandi sem þurfti að bregðast við og það sem verra er, á sér staða á krísutímum þar sem á stundum skortir á yfirvegun og yfirsýn og traust milli þeirra aðila sem takast á um hugmyndir Á Íslandi höfum við tækfifæri til að gera þetta öðruvísi – leggja línurnar áður en til ágreinings kemur. Ef við ekki hefjum hreinskipta samræðu, leggjum miklu meiri áherslu á aðlögunarplan sem virkar í báðar áttir og er niðurstaða samtals og samvinnu, þá mun þessi ágreiningur koma upp á Íslandi líka. Það er bara spurning um tíma. Reyndar hefur margvíslegur ágreiningur þegar komið upp – ég hef sjálf tekið þátt í því í einhverjum tilvikum að leysa hann. Það var satt að segja frekar auðvelt og þess vegna veit ég að þetta er hægt. En við þurfum plan – þurfum að ástunda samræðuna en ekki bara bregðast við einangruðum ativkum. Undanfarnar vikur og mánuði hef ég verið á ferðinni að vekja athygli á því hvað okkur – sem samfélagi - er tamt að setja ábyrgðina á því hvernig fjölmenningarsamfélagið á Íslandi þróast á innflytjendur – þeir bera ábyrgð á því að tileinka sér réttu hugmyndirnar, gildin og viðhorfin. En hvernig geta þeir staðið undir þeim væntingum ef við skýrum ekki hvaða kröfur við gerum til þeirra og leitumst ekki við að útskýra hvers vegna það er mikilvægt að leggja sig fram við að standa undir þeim? Þeir sem koma nýjir inn í samfélagið okkar þekkja ekki alltaf þær hefðir, gildi, siði og reglur sem eru við hæfi - til þess að geta axlað ábyrgð á eigin aðlögun og farsælu lífi á Íslandi þurfa innflytjendur á samræðunni að halda, við þurfum að útskýra og skilgreina grunnforsendurnar sem samfélagið á Íslandi hvílir á. Í gegnum samtalið og rökræðuna getum við búið okkur sameiginlega sýn, talað okkur niður á sameiginlegan útgangspunkt sem veitir ólíkum einstaklingum svigrúm til að sníða sér tilveru í samræmi við trú og lífsskoðanir, en greiðir á sama tíma fyrir góðum samskiptum og sambýli í fjölbreytti samfélagi. Í þessu felst listin að lifa saman. Þetta er hægt – ef við einsetjum okkur að gera það og kosta til þess því sem til þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum vísaði framhaldsskóli í Lyngby í Danmörku sex stúlkum úr skóla fyrir að klæðast niqab – svörtum kufli sem hylur frá toppi til táar, þar á meðal andlit. Eftir sem áður geta þær stúlkur sem klæðast slíkum fatnaði stundað fjarnám við skólann. Rökin voru þau að í kennslu skipti samskipti höfuðmáli – og erfitt sé að eiga samskipti við þá sem hylja andlit sitt. Þessi tíðindi fengu mig til að hugsa enn á ný um mikilvægi þess að Íslendingar setjist niður og spái í þessa hluti áður en til þess kemur að við þurfum að banna eitthvað sem fólk er þegar að gera sem óhjákvæmilega er líklegra til að hafa árekstra og leiðindi í för með sér en ef fólk veit að hverju það gengur um leið og það sest hér að. Og nei, þetta hefur ekkert með fordóma gagnvart íslam eða trú Múslima að gera heldur þær grunnforsendur sem íslenskt samfélag hvílir á. Kannski kæmumst við, að þeirri niðurstöðu að það sé ekkert að því að klæðast niqab á Íslandi. En sú niðurstaða þyrfti að mínum dómi að grundvallast á skynsamlegri samræðu. Á rökum og skiliningi en ekki tilfinningum og ótta. Og sem flestir sem málið varða þyrftu að eiga aðgengi að þeirri samræðu. Undanfarin ár hef ég unnið mikið með Múslimum á Íslandi og veit þess vegna að þeir vilja búa sér líf í sátt við samfélagið – það er þeim ekkert kappsmál að ástunda hefðir sem eru á skjön við reglur og hefðina á Íslandi. Alls ekki og þvert á móti vilja þau vanda sig við að lifa í sátt. Plan um samræðu En til þess að geta lifað saman án ágreinings þurfum við að hafa skýra sýn og plan um hvernig við ætlum að gera það. Við þurfum að læra af mistökum annarra – í Danmörku og víðast í Evrópu var farið of seint af stað í þessa umræðu. Hún var ad hoc - viðbrögð við ástandi sem þurfti að bregðast við og það sem verra er, á sér staða á krísutímum þar sem á stundum skortir á yfirvegun og yfirsýn og traust milli þeirra aðila sem takast á um hugmyndir Á Íslandi höfum við tækfifæri til að gera þetta öðruvísi – leggja línurnar áður en til ágreinings kemur. Ef við ekki hefjum hreinskipta samræðu, leggjum miklu meiri áherslu á aðlögunarplan sem virkar í báðar áttir og er niðurstaða samtals og samvinnu, þá mun þessi ágreiningur koma upp á Íslandi líka. Það er bara spurning um tíma. Reyndar hefur margvíslegur ágreiningur þegar komið upp – ég hef sjálf tekið þátt í því í einhverjum tilvikum að leysa hann. Það var satt að segja frekar auðvelt og þess vegna veit ég að þetta er hægt. En við þurfum plan – þurfum að ástunda samræðuna en ekki bara bregðast við einangruðum ativkum. Undanfarnar vikur og mánuði hef ég verið á ferðinni að vekja athygli á því hvað okkur – sem samfélagi - er tamt að setja ábyrgðina á því hvernig fjölmenningarsamfélagið á Íslandi þróast á innflytjendur – þeir bera ábyrgð á því að tileinka sér réttu hugmyndirnar, gildin og viðhorfin. En hvernig geta þeir staðið undir þeim væntingum ef við skýrum ekki hvaða kröfur við gerum til þeirra og leitumst ekki við að útskýra hvers vegna það er mikilvægt að leggja sig fram við að standa undir þeim? Þeir sem koma nýjir inn í samfélagið okkar þekkja ekki alltaf þær hefðir, gildi, siði og reglur sem eru við hæfi - til þess að geta axlað ábyrgð á eigin aðlögun og farsælu lífi á Íslandi þurfa innflytjendur á samræðunni að halda, við þurfum að útskýra og skilgreina grunnforsendurnar sem samfélagið á Íslandi hvílir á. Í gegnum samtalið og rökræðuna getum við búið okkur sameiginlega sýn, talað okkur niður á sameiginlegan útgangspunkt sem veitir ólíkum einstaklingum svigrúm til að sníða sér tilveru í samræmi við trú og lífsskoðanir, en greiðir á sama tíma fyrir góðum samskiptum og sambýli í fjölbreytti samfélagi. Í þessu felst listin að lifa saman. Þetta er hægt – ef við einsetjum okkur að gera það og kosta til þess því sem til þarf.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar