Réttlæti læknamafíunnar Árni Richard Árnason skrifar 5. maí 2016 07:00 Haustið 2007 gekkst ég undir krossbandsaðgerð í Orkuhúsinu þar sem voru teknar sinar frá tveimur vöðvum í aftanverðu lærinu. Seinna kom í ljós að krossbandið var rangt staðsett og slitnaði af þeim sökum. Einnig slitnuðu fyrrgreindir vöðvar. Ég gekkst undir tvær nýjar hnéaðgerðir til að laga krossbandið og borgaði fyrir þær um tvær milljónir krónur. Einnig gekkst ég undir yfir tíu aðgerðir á vöðvunum og borgaði fyrir þær yfir tíu milljón krónur, auk tekjutaps. Því miður tókst aðeins að bjarga öðrum vöðvanum. Það tók mig mörg ár að fá viðurkenndan skaða á krossbandi og vöðvum. Landlæknisembættið fékk meðeiganda læknastöðvar Orkuhússins til að gefa umsögn, en hann hélt því fram að skaði á krossbandi og vöðvum væri ekki afleiðing aðgerðarinnar. Í stjórnsýslukæru til heilbrigðisráðuneytisins reyndi landlæknisembættið með öllum ráðum að verja val sitt á umsagnaraðila. Hélt embættið fram að læknastöð Orkuhússins væri bara húsfélag og eignatengsl ættu því ekki að leiða til vanhæfis. Eftir áralangt kæruferli var málinu aftur vísað til landlæknisembættisins. Fengnir voru tveir nýir umsagnaraðilar sem báðir staðfestu að skaði á krossbandi og vöðvum væru afleiðing aðgerðarinnar. Í framhaldi af því viðurkenndu tryggingarfélög læknanna skaðabótaábyrgð í sjúklingatryggingu.Hlunnfarinn í örorkumati Við tók örorkumatsferli til að meta skaða minn. Ég réði mér lögmann til að verja hagsmuni mína í ferlinu. Ég hafði hug á að klára örorkumatið og halda áfram meðferð að því loknu. Örorkumatsmenn voru upplýstir um þetta og samþykktu að klára örorkumatið innan tveggja mánaða frá örorkumatsfundi með orðunum „það verður ekkert mál að ljúka vel fyrir þann tíma“. En örorkumatsmenn sviku loforð sín með þeim rökstuðningi að meðferð væri ekki lokið. Um 14 mánuðum eftir fyrsta örorkumatsfund fóru þeir fram á nýjan fund. Örorkumatsskýrslu var ekki lokið fyrr en einu og hálfu ári eftir fyrsta örorkumatsfund. Niðurstaða örorkumatsins var sú að skaði á vöðvum væri ekki „bein afleiðing“ af aðgerðinni og því fékk ég engar bætur fyrir skaða á vöðvum! Það var því engin ástæða til að fresta örorkumatinu eða kalla til nýjan fund þar sem meðferðin gat ekki haft áhrif á matið! Í matinu var hvergi sagt frá sinatökunni eða þeirri staðreynd að sömu vöðvar slitnuðu. Að halda því fram að vöðvarnir hefðu slitnað ef sinatakan hefði ekki átt sér stað er absúrd. Óréttlætið er ógeðslegt. Það kom fram að mistök voru gerð í krossbandsaðgerðinni en ekki hvaða mistök. Tryggingarfélögin neituðu að lokum að greiða kostnað við lagfæringu á krossbandi með þeim rökstuðningi að hann væri fyrndur. Og ég sem hafði barist svo mikið, svo lengi, fyrir þessum bótum.Féflettur af lögmönnum Það var ekki nóg með það heldur tóku lögmenn mínir sér 3,8 milljónir króna af bótunum mínum í þóknun. Þeir höfðu m.a. varið tæpum fjórum heilum dögum í að lesa yfir málsgögn, átta tímum í að lesa yfir 20 blaðsíðna örorkumatsskýrslu, og tíu tímum í að skrifa kröfu upp á rúma eina blaðsíðu. Svo vörðu þeir 32 tímum í einhverja óskilgreinda vinnu sem ekkert kom úr, m.a. í að lesa fyrri dóma. Þóknun lögmannanna var tæplega sexfalt hærri en hagsmunatengd greiðsla fyrir lögmannskostnaði. Lögmennirnir vöruðu mig aldrei við háum kostnaði miðað við hagsmuni málsins eins og siðareglur lögmanna segja til um. Örorkumatsmenn hafa valdið meira en tveggja ára seinkun á málinu og nú hef ég hef aðeins eitt og hálft ár til stefnu þangað til mál mitt fyrnist tíu árum eftir meðferð. Í réttlátu þjóðfélagi væri örorkumatslæknirinn útilokaður frá því að gefa út fleiri örorkumöt. Í gegnum allt kvörtunarferlið hef ég ráðið lögmenn hjá sex mismunandi lögmannsstofum og ég hef ekki enn fundið lögmann sem ég get treyst. Núna er ég kominn aftur á byrjunarpunkt og þarf að sækja um yfirmat til að fá viðurkenndan skaða minn. Til þess þarf ég að borga 180.000 króna gjald. Ég virðist ekki hafa nokkra möguleika á að sækja rétt minn. Það er í boði læknamafíunnar. Mitt ráð til þín er að sækja alla heilbrigðisþjónustu til útlanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Haustið 2007 gekkst ég undir krossbandsaðgerð í Orkuhúsinu þar sem voru teknar sinar frá tveimur vöðvum í aftanverðu lærinu. Seinna kom í ljós að krossbandið var rangt staðsett og slitnaði af þeim sökum. Einnig slitnuðu fyrrgreindir vöðvar. Ég gekkst undir tvær nýjar hnéaðgerðir til að laga krossbandið og borgaði fyrir þær um tvær milljónir krónur. Einnig gekkst ég undir yfir tíu aðgerðir á vöðvunum og borgaði fyrir þær yfir tíu milljón krónur, auk tekjutaps. Því miður tókst aðeins að bjarga öðrum vöðvanum. Það tók mig mörg ár að fá viðurkenndan skaða á krossbandi og vöðvum. Landlæknisembættið fékk meðeiganda læknastöðvar Orkuhússins til að gefa umsögn, en hann hélt því fram að skaði á krossbandi og vöðvum væri ekki afleiðing aðgerðarinnar. Í stjórnsýslukæru til heilbrigðisráðuneytisins reyndi landlæknisembættið með öllum ráðum að verja val sitt á umsagnaraðila. Hélt embættið fram að læknastöð Orkuhússins væri bara húsfélag og eignatengsl ættu því ekki að leiða til vanhæfis. Eftir áralangt kæruferli var málinu aftur vísað til landlæknisembættisins. Fengnir voru tveir nýir umsagnaraðilar sem báðir staðfestu að skaði á krossbandi og vöðvum væru afleiðing aðgerðarinnar. Í framhaldi af því viðurkenndu tryggingarfélög læknanna skaðabótaábyrgð í sjúklingatryggingu.Hlunnfarinn í örorkumati Við tók örorkumatsferli til að meta skaða minn. Ég réði mér lögmann til að verja hagsmuni mína í ferlinu. Ég hafði hug á að klára örorkumatið og halda áfram meðferð að því loknu. Örorkumatsmenn voru upplýstir um þetta og samþykktu að klára örorkumatið innan tveggja mánaða frá örorkumatsfundi með orðunum „það verður ekkert mál að ljúka vel fyrir þann tíma“. En örorkumatsmenn sviku loforð sín með þeim rökstuðningi að meðferð væri ekki lokið. Um 14 mánuðum eftir fyrsta örorkumatsfund fóru þeir fram á nýjan fund. Örorkumatsskýrslu var ekki lokið fyrr en einu og hálfu ári eftir fyrsta örorkumatsfund. Niðurstaða örorkumatsins var sú að skaði á vöðvum væri ekki „bein afleiðing“ af aðgerðinni og því fékk ég engar bætur fyrir skaða á vöðvum! Það var því engin ástæða til að fresta örorkumatinu eða kalla til nýjan fund þar sem meðferðin gat ekki haft áhrif á matið! Í matinu var hvergi sagt frá sinatökunni eða þeirri staðreynd að sömu vöðvar slitnuðu. Að halda því fram að vöðvarnir hefðu slitnað ef sinatakan hefði ekki átt sér stað er absúrd. Óréttlætið er ógeðslegt. Það kom fram að mistök voru gerð í krossbandsaðgerðinni en ekki hvaða mistök. Tryggingarfélögin neituðu að lokum að greiða kostnað við lagfæringu á krossbandi með þeim rökstuðningi að hann væri fyrndur. Og ég sem hafði barist svo mikið, svo lengi, fyrir þessum bótum.Féflettur af lögmönnum Það var ekki nóg með það heldur tóku lögmenn mínir sér 3,8 milljónir króna af bótunum mínum í þóknun. Þeir höfðu m.a. varið tæpum fjórum heilum dögum í að lesa yfir málsgögn, átta tímum í að lesa yfir 20 blaðsíðna örorkumatsskýrslu, og tíu tímum í að skrifa kröfu upp á rúma eina blaðsíðu. Svo vörðu þeir 32 tímum í einhverja óskilgreinda vinnu sem ekkert kom úr, m.a. í að lesa fyrri dóma. Þóknun lögmannanna var tæplega sexfalt hærri en hagsmunatengd greiðsla fyrir lögmannskostnaði. Lögmennirnir vöruðu mig aldrei við háum kostnaði miðað við hagsmuni málsins eins og siðareglur lögmanna segja til um. Örorkumatsmenn hafa valdið meira en tveggja ára seinkun á málinu og nú hef ég hef aðeins eitt og hálft ár til stefnu þangað til mál mitt fyrnist tíu árum eftir meðferð. Í réttlátu þjóðfélagi væri örorkumatslæknirinn útilokaður frá því að gefa út fleiri örorkumöt. Í gegnum allt kvörtunarferlið hef ég ráðið lögmenn hjá sex mismunandi lögmannsstofum og ég hef ekki enn fundið lögmann sem ég get treyst. Núna er ég kominn aftur á byrjunarpunkt og þarf að sækja um yfirmat til að fá viðurkenndan skaða minn. Til þess þarf ég að borga 180.000 króna gjald. Ég virðist ekki hafa nokkra möguleika á að sækja rétt minn. Það er í boði læknamafíunnar. Mitt ráð til þín er að sækja alla heilbrigðisþjónustu til útlanda.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar