Þýddi leikrit eftir Pinter og setur upp afmælissýningu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. maí 2016 11:45 "Það verður gaman að hittast og gleðjast saman,“ segir Valgeir sem heldur afmælisfagnað í Iðnó á morgun. Vísir/Vilhelm „Mér finnst algert rugl að ég sé að verða sextugur,“ segir Valgeir Skagfjörð leikari sem samkvæmt kirkjubókum á sextugsafmæli á morgun. „Mér líður ekki þannig og þegar ég lít í spegil finnst mér ég heldur ekki líta þannig út. En það sýnir vonandi bara að mér finnist gaman að lifa.“ Valgeir er fjöllistamaður og kveðst vera að gera allan fjandann. „Ég er alltaf að starfa í mínum fögum, er að búa til músík, kenna og skrifa leikrit og handrit. Svo tók ég mig til og ákvað að halda upp á afmælið mitt með þeim hætti að bjóða afmælisgestunum í leikús svo ég æfði upp leikrit og úthlutaði sjálfum mér aðalhlutverkinu! Ætla bara að leika fyrir mannskapinn niðri í Iðnó.“ Bara þessi eina sýning er fyrirhuguð að sögn Valgeirs sem er búinn að leggja talsverða vinnu í hana. „Í stað þess að gefa mér afmælisgjöf leggja gestirnir bara í púkk upp í kostnaðinn,“ segir hann glaðlega. Skyldi hann hafa samið leikritið sjálfur? „Nei, það er eftir Harold Pinter en ég gerði nýja þýðingu á því á íslensku til að gera það að mínu. Ég kalla það Einn að lokum sem getur bæði þýtt einn drykk að lokum og einnig eru fleiri merkingar.“ Hann er ekki einn á sviðinu. „Ég fæ lánaða tvo pilta úr leiklistardeild Listaháskólans. Þeir eru skólafélagar yngstu dóttur minnar sem hóf nám þar síðasta haust,“ segir Valgeir sem á fjórar dætur, þær verða allar hjá honum á afmælinu. „Ein þeirra kemur frá New York, hún er búin með leiklistarnám. Svo er dóttursonur minn í slíku námi í Kaupmannahöfn, svo hún er lífseig baktería þessi leiklist,“ segir hann. Sýningin er stutt, kannski 30-40 mínútur að sögn Valgeirs. „Ég er ekkert að kvelja fólk of lengi. Það verður að komast í tertuna og aðrar veitingar. Svo verður líka alls konar upptroðelsi, býst ég við.“ Valgeir kveðst hafa byrjað að læra á píanó sjö ára. „Tónlistin er í blóðinu og kemur úr báðum áttum,“ útskýrir hann. Leiklistina nam hann í Leiklistarskóla Íslands á sínum tíma og auk þess er hann menntaður framhaldsskólakennari og markþjálfi. Hann hlakkar til morgundagsins. „Það verður gaman að hittast og gleðjast með afkomendum, vinum og ættingjum. Suma þeirra sem ég er blóðskyldur hef ég ekki séð í mörg ár og mun sjaldnar en marga af vinum mínum, en svo stendur einhvers staðar að blóð sé þykkara en vatn.“ Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
„Mér finnst algert rugl að ég sé að verða sextugur,“ segir Valgeir Skagfjörð leikari sem samkvæmt kirkjubókum á sextugsafmæli á morgun. „Mér líður ekki þannig og þegar ég lít í spegil finnst mér ég heldur ekki líta þannig út. En það sýnir vonandi bara að mér finnist gaman að lifa.“ Valgeir er fjöllistamaður og kveðst vera að gera allan fjandann. „Ég er alltaf að starfa í mínum fögum, er að búa til músík, kenna og skrifa leikrit og handrit. Svo tók ég mig til og ákvað að halda upp á afmælið mitt með þeim hætti að bjóða afmælisgestunum í leikús svo ég æfði upp leikrit og úthlutaði sjálfum mér aðalhlutverkinu! Ætla bara að leika fyrir mannskapinn niðri í Iðnó.“ Bara þessi eina sýning er fyrirhuguð að sögn Valgeirs sem er búinn að leggja talsverða vinnu í hana. „Í stað þess að gefa mér afmælisgjöf leggja gestirnir bara í púkk upp í kostnaðinn,“ segir hann glaðlega. Skyldi hann hafa samið leikritið sjálfur? „Nei, það er eftir Harold Pinter en ég gerði nýja þýðingu á því á íslensku til að gera það að mínu. Ég kalla það Einn að lokum sem getur bæði þýtt einn drykk að lokum og einnig eru fleiri merkingar.“ Hann er ekki einn á sviðinu. „Ég fæ lánaða tvo pilta úr leiklistardeild Listaháskólans. Þeir eru skólafélagar yngstu dóttur minnar sem hóf nám þar síðasta haust,“ segir Valgeir sem á fjórar dætur, þær verða allar hjá honum á afmælinu. „Ein þeirra kemur frá New York, hún er búin með leiklistarnám. Svo er dóttursonur minn í slíku námi í Kaupmannahöfn, svo hún er lífseig baktería þessi leiklist,“ segir hann. Sýningin er stutt, kannski 30-40 mínútur að sögn Valgeirs. „Ég er ekkert að kvelja fólk of lengi. Það verður að komast í tertuna og aðrar veitingar. Svo verður líka alls konar upptroðelsi, býst ég við.“ Valgeir kveðst hafa byrjað að læra á píanó sjö ára. „Tónlistin er í blóðinu og kemur úr báðum áttum,“ útskýrir hann. Leiklistina nam hann í Leiklistarskóla Íslands á sínum tíma og auk þess er hann menntaður framhaldsskólakennari og markþjálfi. Hann hlakkar til morgundagsins. „Það verður gaman að hittast og gleðjast með afkomendum, vinum og ættingjum. Suma þeirra sem ég er blóðskyldur hef ég ekki séð í mörg ár og mun sjaldnar en marga af vinum mínum, en svo stendur einhvers staðar að blóð sé þykkara en vatn.“
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira