Allir undir grun eða allt upp á borðið Rósa Guðmundsdóttir skrifar 30. apríl 2016 07:00 Við hjá Reykjavik Media leitum eftir aðstoð fólks sem býr yfir upplýsingum um aflandsfélög fyrirtækja og einstaklinga sem tengjast íslenskum sjávarútvegi.“ Svona hljómar ósk hins prýðilega fjölmiðlamanns Jóhannesar Kr. Kristjánssonar þessa dagana og boðuð er umfjöllun um aflandsfélög og sjávarútveg. Nú skulum við hafa það á hreinu að ég vil að saknæmt athæfi komist upp. Hagsmunir almennings felast í því að mál fái eðlilegan framgang innan réttarkerfisins og séu til lykta leidd fyrir dómstólum. Hins vegar finnst mér erfitt að sætta mig við að allir þeir sem starfa við, nú eða tengjast, heilli atvinnugrein þurfi að sætta sig við að hafa stöðu grunaðra hjá fjölmiðlum og almenningi um óákveðinn tíma. Hvað þá að alhæft sé um stóran atvinnuveg vegna einhverra sem kunna að hafa starfað við hann eða tengst honum og gert eitthvað misjafnt. Ég er stolt af því að starfa í sjávarútvegi. Í starfi mínu sem framleiðslustjóri sjávarútvegsfyrirtækis geri ég mitt allra besta alla daga. Ég vil framleiða góða vöru, að starfsfólkinu líði vel og fyrirtækið standi vel. Satt best að segja held ég að mér hafi tekist ágætlega upp. G.Run í Grundarfirði fær góð verð fyrir vörur sínar, íslenskur sjávarútvegur þykir hvarvetna erlendis til fyrirmyndar þegar kemur að sjálfbærni og tekjustreymi til samfélagsins. Sjávarútvegur er mjög stór atvinnuvegur á Íslandi. Það fólk sem ég þekki í greininni á það sammerkt að vera stolt af því sem það gerir, tekur ábyrgð sína alvarlega og vill vinna af heilindum að hverju sem það tekur sér fyrir hendur. Vitanlega get ég ekki talað fyrir alla; ekki frekar en framkvæmdastjóri tæknifyrirtækja getur talað fyrir öll fyrirtæki. Þess vegna finnst mér líka ósanngjarnt að ég og annað fólk sem ekkert hefur til saka unnið þurfi sífellt að sæta dylgjum um svik, pretti, aflandsfélög, arðrán og þaðan af verra. Oft á grundvelli gamalla kjaftasagna um útgerðir og útgerðarmenn sem eru ekki einu sinni lengur til. Hafi fólk selt sig úr greininni og grætt á því peninga ætla ég að af hagnaðnum hafi verið greiddur tekjuskattur og veiðiheimildirnar séu nú í eigu fyrirtækja í rekstri hjá fólki sem hefur keypt heimildirnar í von um að reka fyrirtæki sín með sóma í alþjóðlegri samkeppni. Ég er á móti skattaskjólum, tek hlutverk mitt sem stjórnandi alvarlega og vil að sjávarútvegurinn skili áfram miklum tekjum til samfélags okkar. Ég er reyndar afskaplega stolt af því að hvergi í heiminum virðist hann skila samfélaginu jafn miklum tekjum samkvæmt greiningum OECD. Erindi mitt með þessu bréfi er að biðla til fólks um að vera heiðarlegt en um leið að dylgja ekki um annað fólk eða alhæfa um heilar atvinnugreinar út frá einstaka fólki eða kjaftasögum. Ég hvet því fjölmiðlamenn og aðra sem kunna að hafa gögn um saknæmt athæfi, eins og skattsvik í fórum sínum, að gera lögreglu viðvart um málið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Við hjá Reykjavik Media leitum eftir aðstoð fólks sem býr yfir upplýsingum um aflandsfélög fyrirtækja og einstaklinga sem tengjast íslenskum sjávarútvegi.“ Svona hljómar ósk hins prýðilega fjölmiðlamanns Jóhannesar Kr. Kristjánssonar þessa dagana og boðuð er umfjöllun um aflandsfélög og sjávarútveg. Nú skulum við hafa það á hreinu að ég vil að saknæmt athæfi komist upp. Hagsmunir almennings felast í því að mál fái eðlilegan framgang innan réttarkerfisins og séu til lykta leidd fyrir dómstólum. Hins vegar finnst mér erfitt að sætta mig við að allir þeir sem starfa við, nú eða tengjast, heilli atvinnugrein þurfi að sætta sig við að hafa stöðu grunaðra hjá fjölmiðlum og almenningi um óákveðinn tíma. Hvað þá að alhæft sé um stóran atvinnuveg vegna einhverra sem kunna að hafa starfað við hann eða tengst honum og gert eitthvað misjafnt. Ég er stolt af því að starfa í sjávarútvegi. Í starfi mínu sem framleiðslustjóri sjávarútvegsfyrirtækis geri ég mitt allra besta alla daga. Ég vil framleiða góða vöru, að starfsfólkinu líði vel og fyrirtækið standi vel. Satt best að segja held ég að mér hafi tekist ágætlega upp. G.Run í Grundarfirði fær góð verð fyrir vörur sínar, íslenskur sjávarútvegur þykir hvarvetna erlendis til fyrirmyndar þegar kemur að sjálfbærni og tekjustreymi til samfélagsins. Sjávarútvegur er mjög stór atvinnuvegur á Íslandi. Það fólk sem ég þekki í greininni á það sammerkt að vera stolt af því sem það gerir, tekur ábyrgð sína alvarlega og vill vinna af heilindum að hverju sem það tekur sér fyrir hendur. Vitanlega get ég ekki talað fyrir alla; ekki frekar en framkvæmdastjóri tæknifyrirtækja getur talað fyrir öll fyrirtæki. Þess vegna finnst mér líka ósanngjarnt að ég og annað fólk sem ekkert hefur til saka unnið þurfi sífellt að sæta dylgjum um svik, pretti, aflandsfélög, arðrán og þaðan af verra. Oft á grundvelli gamalla kjaftasagna um útgerðir og útgerðarmenn sem eru ekki einu sinni lengur til. Hafi fólk selt sig úr greininni og grætt á því peninga ætla ég að af hagnaðnum hafi verið greiddur tekjuskattur og veiðiheimildirnar séu nú í eigu fyrirtækja í rekstri hjá fólki sem hefur keypt heimildirnar í von um að reka fyrirtæki sín með sóma í alþjóðlegri samkeppni. Ég er á móti skattaskjólum, tek hlutverk mitt sem stjórnandi alvarlega og vil að sjávarútvegurinn skili áfram miklum tekjum til samfélags okkar. Ég er reyndar afskaplega stolt af því að hvergi í heiminum virðist hann skila samfélaginu jafn miklum tekjum samkvæmt greiningum OECD. Erindi mitt með þessu bréfi er að biðla til fólks um að vera heiðarlegt en um leið að dylgja ekki um annað fólk eða alhæfa um heilar atvinnugreinar út frá einstaka fólki eða kjaftasögum. Ég hvet því fjölmiðlamenn og aðra sem kunna að hafa gögn um saknæmt athæfi, eins og skattsvik í fórum sínum, að gera lögreglu viðvart um málið.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar