Lífið

Gula fílabindið gjöf frá Dorrit

Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson á blaðamannafundi sem fram fór á  Bessastaðum.
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson á blaðamannafundi sem fram fór á Bessastaðum. Vísir/Ernir.
Landbúnaðar- og matarhátíða Harpa Búnaðarþing 2016 Vísir/Vilhelm

Fílabindi sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands bar þegar hann tilkynnti aftur um framboð sitt til forseta á mánudaginn vakti heldur betur athygli. Fréttablaðið grennslaðist fyrir um gula bindið.

„Þetta bindi fékk ég í gjöf frá Dorrit,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, spurður út í gula fílabindið sem vakti heldur betur athygli á samskiptamiðlum eftir blaðamannafund á Bessastöðum á mánudaginn.Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ólafur skartar bindinu í hinum ýmsu erindagjörðum. Ætli bindið sé í miklu uppáhaldi hjá Ólafi?

„Bindið er í uppáhaldi hjá mér, ég hef notað það oft,“ segir Ólafur Ragnar,  en engan skal þó undra, að Dorrit hafi gefið honum bindið, enda er hún þekkt fyrir fágaða og fallega fatastíl og meðal annars verið valin best klædda kona landsins..   Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.