Lífið

Leiða saman fjölskyldur landsins í gleði og leik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegur leikur í gangi.
Skemmtilegur leikur í gangi. vísir
Fjölskylduleikurinn FAGNIÐ er verkefni sem var þróað af MPM-nemum við Háskólann í Reykjavík fyrir sumardaginn fyrsta. Markmið verkefnisins er að leiða saman fjölskyldur landsins í gleði, leik og vekja athygli á mikilvægi samverustunda fjölskyldunnar á þessum skemmtilega degi.

Leikurinn samanstendur af margvíslegum þrautum sem fjölskyldan þarf að leysa í sameiningu á morgun. 

Hægt er að leysa þrautirnar sér til skemmtunar, eða fara skrefinu lengra og deila myndum/myndböndum af þátttöku á Instagram með myllumerkinu #fagniðsumri og eiga þannig möguleika á að vinna glæsilega vinninga. Einnig er hægt að senda inn myndir hér.

Þrautirnar eru 30 talsins og eru glæsilegir vinningar í boði m.a. ævintýraferð í Efstadal (gisting og morgunmatur), gisting á sveitahótelinu Hraunsnefi, Kayakferðir ofl. en alls eru 49 vinningar.

Hér má kynna sér ítarlegar upplýsingar um leikinn, fyrirkomulagið, vinningana og þrautirnar er að finna hér.

Hugmyndin var þróuð í samstarfi við Skátana og Securitas sem gerir FAGNINU kleift að ná til sem flestra landsmanna. Fjöldi fyrirtækja hafa lagt verkefninu lið með því að gefa glæsilega vinninga til þátttakenda. 

Að baki FAGNINU stendur þverfaglegur nemendahópur sem fékk það hlutverk, undir handleiðslu Dr. Helga Þórs Ingasonar, að skipuleggja raunhæft verkefni sem hefur jákvæð áhrif á samfélagið á einhvern hátt.  Meðlimir hópsins eru: Ásta Lára Jónsdóttir, Börkur Brynjarsson, Íris Anna Groeneweg, Kristrún Anna Konráðsdóttir og Sigríður Ósk Fanndal. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.