Formúla 1

Pirelli fær 25 prófunardaga á ári

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Pirelli fékk ósk sína um meiri prófanir uppfyllta.
Pirelli fékk ósk sína um meiri prófanir uppfyllta. Vísir/Getty
Alþjóðlega akstursíþróttaráðið hefur samþykkt að dekkjaframleiðandinn Pirelli fái 25 daga prófanir á nýjum dekkjum með nýjustu Formúlu 1 bílunum hverju sinni.

Breytingin mun gilda út árið 2018. Pirelli hefur áður verið að nota aðallega eldri bíla til að þróa dekk. Nú hins vegar má vænta töluverðra framfara í hraða bílanna og þá er skysamlegast að mati Pirelli og Ráðsins að nota keppnisbílana hverju sinni.

Í yfirlýsingu frá FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandinu) vegna breytinganna sagði meðal annars: „Breytingarnar hafa það markmið að veita dekkjabirgjanum tækifæri til að prófa dekk sem eru í undirbúningi fyrir árið 2017.“

„Breytingarnar heimila að 25 dagar af prófunum fari fram með þáverandi kappakstursbílum með 2017 gerðum af dekkjum árin 2016, 2017 og 2018. Að auki verður tækifæri til að prófa frumgerð 2017 dekkjanna, í sömu stærðum og 2016 dekkin á bílum frá 2013 og 2014 - prófanirnar með eldri bílunum munu einungis fara fram á árinu 2016.


Tengdar fréttir

Bílskúrinn: Keisarinn í Kína

Nico Rosberg vann sjöttu keppnina í röð í Formúlu 1 kappakstrinum í Kína. Rosber var sannkallaður keisar í Kína. Hann var einn og yfirgefinn í forystunni alla keppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×