Erasmus Student Network á Íslandi Sigurjón Arnórsson skrifar 25. apríl 2016 10:55 Þegar ég skrifa þetta sit ég í menningar- og vísindahöllinni í Varsjá ásamt u.þ.b 1000 háskólanemendum frá 40 mismunandi evrópskum ríkjum. Ég ásamt 5 öðrum Íslendingum tökum þátt í „The Erasmus Student Network Annual General Meeting“. Við höfum tekið þátt í 10 klukkutíma fundum og mikilvægum félagslegum atburðum. Þegar ráðstefnurnar standa yfir er ekki mikill tími til að sofa en stemningin og fagmennskan sem er gífurleg heldur manni gangandi. Síðan ég var kosinn fulltrúi Íslands hjá ESN hef ég ferðast til margra Evrópulanda á ráðstefnur. Allt frá Búlgaríu til Finnlands og núna til Póllands. Ég hef tekið þátt í mörgum nefndum, starfshópum og verkefnum og unnið með framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og fjölda alþjóðlegra menntastofnanna. Áður fyrr vissi ég ekki hvað „Erasmus Student Network“ eða ESN var. Þegar fólk talaði um ESN hugsaði ég um „pop quiz“ og skiptinema að skipuleggja spilakvöld. Ég veit núna að ESN er evrópskt samstarf sem yfir 500 háskólar og 160,000 nemendur taka þátt í. ESN starfar á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Innanlands er hlutverk ESN að skipuleggja atburði, ferðir og almennt aðstoða alþjóðlega nemendur. Til dæmis höfum við skipulagt vel sóttar árlegar ferðir í Þórsmörk, skíðaferð til Akureyrar og flúðarsiglingarferð. Einnig bjóðum við skiptinemum okkar uppá allskonar menningarviðburði, eins og prjónaklúbbinn „Super snilld “, umhverfisvæna atburði eins og að búa til eigin kerti, sem og að veita þeim tækifæri til að taka þátt í íslenskum hátíðardögum eins og bolludag eða þorrablóti. Þannig gefum við þeim tækifæri til þess að kynnast samfélaginu og heimamönnum betur. Á alþjóðlegum vettvangi sér ESN um fjölmargar nefndir, verkefni, „strategíska“ samstarfsaðila, starfsnema prógramm og styrkjar prógrömm. Fulltrúar og sendinefndir frá ESN þjóðunum hittast oft til þess að samræma aðgerðir og greiða atkvæði um ýmis málefni. Höfuðstöðvar ESN eru í Brussel. Þar er fimm manna alþjóðleg stjórn sem er kosinn árlega og hefur fjölda skrifstofa ásamt tenglum sem halda utan um og fylgjast með allri starfsemi ESN. Í flestum löndum eru háskólar með ESN deildir sem samanstanda af stjórn og fjölda sjálfboðaliða, t.d. er Þýskaland með yfir 30 deildir. Einu sinni á ári senda deildirnar fulltrúa á landsfund til þess að kjósa stjórn fyrir allt landið. Í flestum ESN löndum er samkeppnin í þessar stjórnunarstöður gríðarleg. Í Evrópu er þetta starf vel þekkt og talið mjög flott fyrir ferliskrána. Þrátt fyrir að Ísland hafi hundruð skipti- og alþjóðlega nemendur, þá hefur því miður oft verið erfitt að fá fólk til þess að taka þátt í starfi ESN. Þetta má líklegast rekja til vanþekkingar um starf ESN og þau tækifæri sem það býður upp á. ESN er stærsta og þekktasta nemendasamtök Evrópu. Metnaðarfullir og áhugasamir nemendur ættu ekki sleppa því tækifæri að taka þátt í þessu áhugaverða starfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Þegar ég skrifa þetta sit ég í menningar- og vísindahöllinni í Varsjá ásamt u.þ.b 1000 háskólanemendum frá 40 mismunandi evrópskum ríkjum. Ég ásamt 5 öðrum Íslendingum tökum þátt í „The Erasmus Student Network Annual General Meeting“. Við höfum tekið þátt í 10 klukkutíma fundum og mikilvægum félagslegum atburðum. Þegar ráðstefnurnar standa yfir er ekki mikill tími til að sofa en stemningin og fagmennskan sem er gífurleg heldur manni gangandi. Síðan ég var kosinn fulltrúi Íslands hjá ESN hef ég ferðast til margra Evrópulanda á ráðstefnur. Allt frá Búlgaríu til Finnlands og núna til Póllands. Ég hef tekið þátt í mörgum nefndum, starfshópum og verkefnum og unnið með framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og fjölda alþjóðlegra menntastofnanna. Áður fyrr vissi ég ekki hvað „Erasmus Student Network“ eða ESN var. Þegar fólk talaði um ESN hugsaði ég um „pop quiz“ og skiptinema að skipuleggja spilakvöld. Ég veit núna að ESN er evrópskt samstarf sem yfir 500 háskólar og 160,000 nemendur taka þátt í. ESN starfar á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Innanlands er hlutverk ESN að skipuleggja atburði, ferðir og almennt aðstoða alþjóðlega nemendur. Til dæmis höfum við skipulagt vel sóttar árlegar ferðir í Þórsmörk, skíðaferð til Akureyrar og flúðarsiglingarferð. Einnig bjóðum við skiptinemum okkar uppá allskonar menningarviðburði, eins og prjónaklúbbinn „Super snilld “, umhverfisvæna atburði eins og að búa til eigin kerti, sem og að veita þeim tækifæri til að taka þátt í íslenskum hátíðardögum eins og bolludag eða þorrablóti. Þannig gefum við þeim tækifæri til þess að kynnast samfélaginu og heimamönnum betur. Á alþjóðlegum vettvangi sér ESN um fjölmargar nefndir, verkefni, „strategíska“ samstarfsaðila, starfsnema prógramm og styrkjar prógrömm. Fulltrúar og sendinefndir frá ESN þjóðunum hittast oft til þess að samræma aðgerðir og greiða atkvæði um ýmis málefni. Höfuðstöðvar ESN eru í Brussel. Þar er fimm manna alþjóðleg stjórn sem er kosinn árlega og hefur fjölda skrifstofa ásamt tenglum sem halda utan um og fylgjast með allri starfsemi ESN. Í flestum löndum eru háskólar með ESN deildir sem samanstanda af stjórn og fjölda sjálfboðaliða, t.d. er Þýskaland með yfir 30 deildir. Einu sinni á ári senda deildirnar fulltrúa á landsfund til þess að kjósa stjórn fyrir allt landið. Í flestum ESN löndum er samkeppnin í þessar stjórnunarstöður gríðarleg. Í Evrópu er þetta starf vel þekkt og talið mjög flott fyrir ferliskrána. Þrátt fyrir að Ísland hafi hundruð skipti- og alþjóðlega nemendur, þá hefur því miður oft verið erfitt að fá fólk til þess að taka þátt í starfi ESN. Þetta má líklegast rekja til vanþekkingar um starf ESN og þau tækifæri sem það býður upp á. ESN er stærsta og þekktasta nemendasamtök Evrópu. Metnaðarfullir og áhugasamir nemendur ættu ekki sleppa því tækifæri að taka þátt í þessu áhugaverða starfi.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar