Ár frá jarðskjálftanum í Nepal Samúel Karl Ólason skrifar 25. apríl 2016 13:15 Með hjálp fólks um allan heim útvegaði UNICEF sjúkrahústjöld þar sem meðal annars voru gerðar skurðaðgerðir. Myndir/UNICEF Eitt ár er nú liðið frá því að mannskæður jarðskjálfti reið yfir Nepal. Nærri því níu þúsund manns létu lífið í skjálftanum og var um þriðjungur þeirra börn. Skjálftinn mældist 7,8 stig og urðu mörg héröð landsins illa úti. Í tilkynningu frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, segir að samtökin hafi brugðist hratt við. UNICEF hafði þegar verið í Nepal í meira en fjóra áratugi og gat því strax dreift lífsnauðsynlegum hjálpargögnum um landið. „Það var gríðarlega mikilvægt að geta brugðist strax við. Miklu skiptir hversu vel fólk um allan heim tók við sér. Hér á landi styrktu þúsundir manna neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir Nepal, auk þess sem heimsforeldrar studdu neyðaraðgerðirnar. Þetta er ómetanlegt og við erum afar þakklát fyrir þennan mikla stuðning,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Meðal þess sem samtökin hafa gert er hjálpa til við að reisa 1.793 tímabudin skólarými og útvega nærri 900 þúsund börnum námsgögn. Þá hefur náðst að bólusetja 3,6 milljónir barna við mænusótt og að tryggja 1,3 milljón manna aðgang að hreinu vatni. „Þrátt fyrir öflugt hjálparstarf frá fyrsta degi er ljóst að umfangsmikil uppbygging er enn framundan, enda var eyðileggingin gríðarleg,“ segir í tilkynningunni. „Ennþá á eftir að tryggja mörgum fjölskyldum varanlegt húsnæði í stað neyðarskýlanna sem þær hafast við í. Mörg börn stunda enn nám í óöruggum og illa búnum byggingum. Í flestum héruðum sem verst urðu úti fer heilsugæsla enn fram í tjöldum sem komið var upp strax eftir skjálftann. Aðgengi að vatni er víða vandamál.“Fjölmörg börn fæddust daginn sem skjálftinn varð og dagana á eftir. UNICEF kom upp sérstökum skýlum í 11 héruðum fyrir ófrískar konur, nýbura og konur með börn á brjósti. Þúsundir Íslendinga studdu neyðaraðgerðir UNICEF í Nepal, auk þess sem heimsforeldrar hafa veitt mikilvægan stuðning.Börn leika sér í þorpinu Barpak í Ghorka þar sem gríðarlegar skemmdir urðu í skjálftanum fyrir einu ári. UNICEF hefur unnið nótt sem nýtan dag við neyðaraðgerðir og uppbyggingarstarf síðan hamfararnir urðu.Hress strákur lærir í einum af þeim fjölmörgu tímabundnu skólum sem UNICEF kom á laggirnar eftir skjálftann. Mikilvægt er að tryggja börnum áframhaldandi menntun þegar hamfarir verða.Sumitra Poudel heldur á nýfæddu barni sínu fyrir utan neyðarskýli UNICEF í Manthali. Þær mæðgur fengu þar mikilvæga aðstoð.Þessi skóli í þorpinu Gairmudi í Dolakha fór mjög illa í jarðskjálftanum.UNICEF og samstarfsaðilar komu upp tímabundinni aðstöðu í staðinn.Ang Dolker er fimm ára og stendur hér ásamt mömmu sinni fyrir utan heimili þeirra sem eyðilagðist í skjálftanum. Þær hafa fengið aðstoð frá UNICEF.Fremst á myndinni má aftur sjá hina fimm ára gömlu Ang Dolker. Móðir hennar, Daati, er ekkja og á fjögur önnur börn. Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Eitt ár er nú liðið frá því að mannskæður jarðskjálfti reið yfir Nepal. Nærri því níu þúsund manns létu lífið í skjálftanum og var um þriðjungur þeirra börn. Skjálftinn mældist 7,8 stig og urðu mörg héröð landsins illa úti. Í tilkynningu frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, segir að samtökin hafi brugðist hratt við. UNICEF hafði þegar verið í Nepal í meira en fjóra áratugi og gat því strax dreift lífsnauðsynlegum hjálpargögnum um landið. „Það var gríðarlega mikilvægt að geta brugðist strax við. Miklu skiptir hversu vel fólk um allan heim tók við sér. Hér á landi styrktu þúsundir manna neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir Nepal, auk þess sem heimsforeldrar studdu neyðaraðgerðirnar. Þetta er ómetanlegt og við erum afar þakklát fyrir þennan mikla stuðning,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Meðal þess sem samtökin hafa gert er hjálpa til við að reisa 1.793 tímabudin skólarými og útvega nærri 900 þúsund börnum námsgögn. Þá hefur náðst að bólusetja 3,6 milljónir barna við mænusótt og að tryggja 1,3 milljón manna aðgang að hreinu vatni. „Þrátt fyrir öflugt hjálparstarf frá fyrsta degi er ljóst að umfangsmikil uppbygging er enn framundan, enda var eyðileggingin gríðarleg,“ segir í tilkynningunni. „Ennþá á eftir að tryggja mörgum fjölskyldum varanlegt húsnæði í stað neyðarskýlanna sem þær hafast við í. Mörg börn stunda enn nám í óöruggum og illa búnum byggingum. Í flestum héruðum sem verst urðu úti fer heilsugæsla enn fram í tjöldum sem komið var upp strax eftir skjálftann. Aðgengi að vatni er víða vandamál.“Fjölmörg börn fæddust daginn sem skjálftinn varð og dagana á eftir. UNICEF kom upp sérstökum skýlum í 11 héruðum fyrir ófrískar konur, nýbura og konur með börn á brjósti. Þúsundir Íslendinga studdu neyðaraðgerðir UNICEF í Nepal, auk þess sem heimsforeldrar hafa veitt mikilvægan stuðning.Börn leika sér í þorpinu Barpak í Ghorka þar sem gríðarlegar skemmdir urðu í skjálftanum fyrir einu ári. UNICEF hefur unnið nótt sem nýtan dag við neyðaraðgerðir og uppbyggingarstarf síðan hamfararnir urðu.Hress strákur lærir í einum af þeim fjölmörgu tímabundnu skólum sem UNICEF kom á laggirnar eftir skjálftann. Mikilvægt er að tryggja börnum áframhaldandi menntun þegar hamfarir verða.Sumitra Poudel heldur á nýfæddu barni sínu fyrir utan neyðarskýli UNICEF í Manthali. Þær mæðgur fengu þar mikilvæga aðstoð.Þessi skóli í þorpinu Gairmudi í Dolakha fór mjög illa í jarðskjálftanum.UNICEF og samstarfsaðilar komu upp tímabundinni aðstöðu í staðinn.Ang Dolker er fimm ára og stendur hér ásamt mömmu sinni fyrir utan heimili þeirra sem eyðilagðist í skjálftanum. Þær hafa fengið aðstoð frá UNICEF.Fremst á myndinni má aftur sjá hina fimm ára gömlu Ang Dolker. Móðir hennar, Daati, er ekkja og á fjögur önnur börn.
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira