Sádi-Arabar ætla sér að verða óháðir olíusölu Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. apríl 2016 05:00 Mohammed bin Salman, prins í Sádi-Arabíu. Vísir/EPA „Frá árinu 2020 getum við lifað án olíu,“ sagði Mohammed bin Salman, prins í Sádi-Arabíu, í viðtali við sádiarabísku sjónvarpsfréttastöðina Al Arabiya. Hann kynnti þar nýja og harla róttæka efnahagsáætlun stjórnar landsins, þar sem ótrautt er stefnt að því að gera Sádi-Arabíu óháða olíuútflutningi. Meðal annars stendur til að selja ríkisolíufyrirtækið Aramco, sem er stærsta olíufyrirtæki heims og talið verðmætasta fyrirtæki heims. Salman segist telja að fyrirtækið verði metið á 2.500 milljarða dala þegar það fer í sölu. Hann sagði einnig að Sádi-Arabía ætlaði að hrista af sér afturhaldsímyndina og opna landið fyrir ferðafólki frá öllum heimshornum. Til þessa hafa einungis pílagrímar fengið vegabréfsáritun sem ferðamenn til Sádi-Arabíu. Olíuverð hefur hríðlækkað á heimsmarkaði síðustu misserin. Olíutunnan kostar nú rúma 43 dali en hafði kostað í kringum hundrað dali í nokkur ár. Þetta verðhrun hefur bitnað á olíuframleiðsluríkjum eins og Sádi-Arabíu, en um það bil sjötíu til áttatíu prósent af tekjum Sádi-Arabíu hafa komið frá olíusölu. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa fyrir vikið þurft að grípa til niðurskurðar, skuldabréfaútgáfu og erlendrar lántöku upp á tíu milljarða dala, að því er fram kemur í frásögn dagblaðsins The Wall Street Journal. Þá hefur verið gengið á gjaldeyrisvaraforða landsins, þannig að hann hefur minnkað um sextán prósent. Í sjónvarpsviðtalinu sagði Salman prins að þessi viðbrögð á árunum 2015 og 2016 geti talist bráðabirgðalausnir, en á næsta ári verði farið út í grundvallaruppstokkun á efnahagslífi landsins. Auka eigi fjölbreytni í hagkerfinu með það fyrir augum að fjárfestingar knýi efnahagslífið frekar en olía. Meðal annars eigi að opna fyrir fjárfestingar í námuvinnslu auk þess sem framleiðsla á vopnabúnaði verði stórefld. Þá verði landflótta múslimum og aröbum í fyrsta sinn gert heimilt að starfa til langframa í Sádi-Arabíu. Jafnframt efnahagsumbótum er stefnt á að verulegar breytingar verði á menntakerfi Sádi-Arabíu. Ahmed bin Mohammed al Issa, menntamálaráðherra landsins, skýrði frá þessu þegar hann var í heimsókn í Egyptalandi fyrir skömmu. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
„Frá árinu 2020 getum við lifað án olíu,“ sagði Mohammed bin Salman, prins í Sádi-Arabíu, í viðtali við sádiarabísku sjónvarpsfréttastöðina Al Arabiya. Hann kynnti þar nýja og harla róttæka efnahagsáætlun stjórnar landsins, þar sem ótrautt er stefnt að því að gera Sádi-Arabíu óháða olíuútflutningi. Meðal annars stendur til að selja ríkisolíufyrirtækið Aramco, sem er stærsta olíufyrirtæki heims og talið verðmætasta fyrirtæki heims. Salman segist telja að fyrirtækið verði metið á 2.500 milljarða dala þegar það fer í sölu. Hann sagði einnig að Sádi-Arabía ætlaði að hrista af sér afturhaldsímyndina og opna landið fyrir ferðafólki frá öllum heimshornum. Til þessa hafa einungis pílagrímar fengið vegabréfsáritun sem ferðamenn til Sádi-Arabíu. Olíuverð hefur hríðlækkað á heimsmarkaði síðustu misserin. Olíutunnan kostar nú rúma 43 dali en hafði kostað í kringum hundrað dali í nokkur ár. Þetta verðhrun hefur bitnað á olíuframleiðsluríkjum eins og Sádi-Arabíu, en um það bil sjötíu til áttatíu prósent af tekjum Sádi-Arabíu hafa komið frá olíusölu. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa fyrir vikið þurft að grípa til niðurskurðar, skuldabréfaútgáfu og erlendrar lántöku upp á tíu milljarða dala, að því er fram kemur í frásögn dagblaðsins The Wall Street Journal. Þá hefur verið gengið á gjaldeyrisvaraforða landsins, þannig að hann hefur minnkað um sextán prósent. Í sjónvarpsviðtalinu sagði Salman prins að þessi viðbrögð á árunum 2015 og 2016 geti talist bráðabirgðalausnir, en á næsta ári verði farið út í grundvallaruppstokkun á efnahagslífi landsins. Auka eigi fjölbreytni í hagkerfinu með það fyrir augum að fjárfestingar knýi efnahagslífið frekar en olía. Meðal annars eigi að opna fyrir fjárfestingar í námuvinnslu auk þess sem framleiðsla á vopnabúnaði verði stórefld. Þá verði landflótta múslimum og aröbum í fyrsta sinn gert heimilt að starfa til langframa í Sádi-Arabíu. Jafnframt efnahagsumbótum er stefnt á að verulegar breytingar verði á menntakerfi Sádi-Arabíu. Ahmed bin Mohammed al Issa, menntamálaráðherra landsins, skýrði frá þessu þegar hann var í heimsókn í Egyptalandi fyrir skömmu.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira