Sádi-Arabar ætla sér að verða óháðir olíusölu Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. apríl 2016 05:00 Mohammed bin Salman, prins í Sádi-Arabíu. Vísir/EPA „Frá árinu 2020 getum við lifað án olíu,“ sagði Mohammed bin Salman, prins í Sádi-Arabíu, í viðtali við sádiarabísku sjónvarpsfréttastöðina Al Arabiya. Hann kynnti þar nýja og harla róttæka efnahagsáætlun stjórnar landsins, þar sem ótrautt er stefnt að því að gera Sádi-Arabíu óháða olíuútflutningi. Meðal annars stendur til að selja ríkisolíufyrirtækið Aramco, sem er stærsta olíufyrirtæki heims og talið verðmætasta fyrirtæki heims. Salman segist telja að fyrirtækið verði metið á 2.500 milljarða dala þegar það fer í sölu. Hann sagði einnig að Sádi-Arabía ætlaði að hrista af sér afturhaldsímyndina og opna landið fyrir ferðafólki frá öllum heimshornum. Til þessa hafa einungis pílagrímar fengið vegabréfsáritun sem ferðamenn til Sádi-Arabíu. Olíuverð hefur hríðlækkað á heimsmarkaði síðustu misserin. Olíutunnan kostar nú rúma 43 dali en hafði kostað í kringum hundrað dali í nokkur ár. Þetta verðhrun hefur bitnað á olíuframleiðsluríkjum eins og Sádi-Arabíu, en um það bil sjötíu til áttatíu prósent af tekjum Sádi-Arabíu hafa komið frá olíusölu. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa fyrir vikið þurft að grípa til niðurskurðar, skuldabréfaútgáfu og erlendrar lántöku upp á tíu milljarða dala, að því er fram kemur í frásögn dagblaðsins The Wall Street Journal. Þá hefur verið gengið á gjaldeyrisvaraforða landsins, þannig að hann hefur minnkað um sextán prósent. Í sjónvarpsviðtalinu sagði Salman prins að þessi viðbrögð á árunum 2015 og 2016 geti talist bráðabirgðalausnir, en á næsta ári verði farið út í grundvallaruppstokkun á efnahagslífi landsins. Auka eigi fjölbreytni í hagkerfinu með það fyrir augum að fjárfestingar knýi efnahagslífið frekar en olía. Meðal annars eigi að opna fyrir fjárfestingar í námuvinnslu auk þess sem framleiðsla á vopnabúnaði verði stórefld. Þá verði landflótta múslimum og aröbum í fyrsta sinn gert heimilt að starfa til langframa í Sádi-Arabíu. Jafnframt efnahagsumbótum er stefnt á að verulegar breytingar verði á menntakerfi Sádi-Arabíu. Ahmed bin Mohammed al Issa, menntamálaráðherra landsins, skýrði frá þessu þegar hann var í heimsókn í Egyptalandi fyrir skömmu. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
„Frá árinu 2020 getum við lifað án olíu,“ sagði Mohammed bin Salman, prins í Sádi-Arabíu, í viðtali við sádiarabísku sjónvarpsfréttastöðina Al Arabiya. Hann kynnti þar nýja og harla róttæka efnahagsáætlun stjórnar landsins, þar sem ótrautt er stefnt að því að gera Sádi-Arabíu óháða olíuútflutningi. Meðal annars stendur til að selja ríkisolíufyrirtækið Aramco, sem er stærsta olíufyrirtæki heims og talið verðmætasta fyrirtæki heims. Salman segist telja að fyrirtækið verði metið á 2.500 milljarða dala þegar það fer í sölu. Hann sagði einnig að Sádi-Arabía ætlaði að hrista af sér afturhaldsímyndina og opna landið fyrir ferðafólki frá öllum heimshornum. Til þessa hafa einungis pílagrímar fengið vegabréfsáritun sem ferðamenn til Sádi-Arabíu. Olíuverð hefur hríðlækkað á heimsmarkaði síðustu misserin. Olíutunnan kostar nú rúma 43 dali en hafði kostað í kringum hundrað dali í nokkur ár. Þetta verðhrun hefur bitnað á olíuframleiðsluríkjum eins og Sádi-Arabíu, en um það bil sjötíu til áttatíu prósent af tekjum Sádi-Arabíu hafa komið frá olíusölu. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa fyrir vikið þurft að grípa til niðurskurðar, skuldabréfaútgáfu og erlendrar lántöku upp á tíu milljarða dala, að því er fram kemur í frásögn dagblaðsins The Wall Street Journal. Þá hefur verið gengið á gjaldeyrisvaraforða landsins, þannig að hann hefur minnkað um sextán prósent. Í sjónvarpsviðtalinu sagði Salman prins að þessi viðbrögð á árunum 2015 og 2016 geti talist bráðabirgðalausnir, en á næsta ári verði farið út í grundvallaruppstokkun á efnahagslífi landsins. Auka eigi fjölbreytni í hagkerfinu með það fyrir augum að fjárfestingar knýi efnahagslífið frekar en olía. Meðal annars eigi að opna fyrir fjárfestingar í námuvinnslu auk þess sem framleiðsla á vopnabúnaði verði stórefld. Þá verði landflótta múslimum og aröbum í fyrsta sinn gert heimilt að starfa til langframa í Sádi-Arabíu. Jafnframt efnahagsumbótum er stefnt á að verulegar breytingar verði á menntakerfi Sádi-Arabíu. Ahmed bin Mohammed al Issa, menntamálaráðherra landsins, skýrði frá þessu þegar hann var í heimsókn í Egyptalandi fyrir skömmu.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira