Öruggt og fjölbreytt framtíðarstarf Jóhanna Einarsdóttir skrifar 27. apríl 2016 07:00 Leikskólastigið er fyrsta skólastigið. Þar fer fram nám sem leggur grunn að framtíð barna og námi á öðrum skólastigum. Reynsla barna í leikskóla getur haft varanleg áhrif á námsferil þeirra og lífsgæði. Það er því mikilvægt að til starfa í leikskólum veljist vel menntað og hæft fólk. Auknar kröfur eru nú gerðar til leikskólakennara og er nám þeirra nú fimm ár eins og nám annarra kennara. Leikskólakennari er lögverndað starfsheiti sem krefst leyfisbréfs sem veitt er af mennta- og menningarmálaráðherra.Sveigjanlegt nám Við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er boðið upp á nokkrar leiðir til að stunda leikskólakennaranám. Í fyrsta lagi geta nemendur lokið fimm ára námi í leikskólakennarafræðum. Fyrstu nemendur í nýju fimm ára meistaranámi luku námi vorið 2014. Í öðru lagi geta þeir sem lokið hafa grunnnámi í öðrum háskólagreinum bætt við sig tveimur árum á meistarastigi og fengið réttindi sem leikskólakennarar. Þessi leið hefur notið aukinna vinsælda. Síðastliðið haust innrituðust t.d. 30 manns með fjölbreytta grunnmenntun í meistaranám í leikskólafræðum. Í þriðja lagi er hægt að ljúka náminu í áföngum. Byrja t.d. á tveggja ára diplómunámi eða þriggja ára B.Ed.-námi í leikskólafræði og byggja ofan á það nám þegar hverjum og einum hentar.Fjölgun nemenda Á síðasta ári fjölgaði nemendum í leikskólakennaranámi við Háskóla Íslands verulega, enda bíður fólks að námi loknu fjölbreytt framtíðarstarf þar sem atvinnuleysi þekkist ekki. Nú vantar um 1300 leikskólakennara í landinu. Námið er fjölbreytt og sveigjanlegt og geta nemendur stundað námið í staðnámi en einnig í fjarnámi sem gefur kost á að sækja námið með vinnu og ráða námshraðanum. Jafnframt eiga nemendur af landsbyggðinni og fólk búsett erlendis auðveldara með að sækja námið. Í leikskólakennaranámi býðst stúdentum tækifæri til að taka þátt í rannsóknum á leikskólastiginu og á þann hátt hafa áhrif á viðhorf og stefnumótun í málefnum barna.Framtíðarstarfið – Viltu verða leikskólakennari? Árið 2014 var hleypt af stokkunum kynningarátaki um eflingu leikskólastigsins undir heitinu „Framtíðarstarfið“. Auk Háskóla Íslands standa mennta- og menningarmálaráðuneytið, Háskólinn á Akureyri, Kennarasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga að átakinu sem hefur það að markmiði að fjölga vel menntuðum og hæfum leikskólakennurum. Á vefsíðu Framtíðarstarfsins (www.framtidarstarfid.is) er að finna ítarlegt fræðsluefni um leikskólakennarastarfið og er leitast við að sýna störf leikskólakennara í raunsæju ljósi með stuttum myndböndum og viðtölum við leikskólakennara og nemendur. Helstu skilaboð sem þar má finna eru þau að leikskólakennaranámið er fjölbreytt og sveigjanlegt og að námi loknu bjóðast fólki störf á sínu sérsviði. Leikskólakennarastarfið er áhugavert og gefandi og í störfum sínum hafa leikskólakennarar möguleika á að hafa áhrif á framtíð einstaklinga og mótun samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Leikskólastigið er fyrsta skólastigið. Þar fer fram nám sem leggur grunn að framtíð barna og námi á öðrum skólastigum. Reynsla barna í leikskóla getur haft varanleg áhrif á námsferil þeirra og lífsgæði. Það er því mikilvægt að til starfa í leikskólum veljist vel menntað og hæft fólk. Auknar kröfur eru nú gerðar til leikskólakennara og er nám þeirra nú fimm ár eins og nám annarra kennara. Leikskólakennari er lögverndað starfsheiti sem krefst leyfisbréfs sem veitt er af mennta- og menningarmálaráðherra.Sveigjanlegt nám Við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er boðið upp á nokkrar leiðir til að stunda leikskólakennaranám. Í fyrsta lagi geta nemendur lokið fimm ára námi í leikskólakennarafræðum. Fyrstu nemendur í nýju fimm ára meistaranámi luku námi vorið 2014. Í öðru lagi geta þeir sem lokið hafa grunnnámi í öðrum háskólagreinum bætt við sig tveimur árum á meistarastigi og fengið réttindi sem leikskólakennarar. Þessi leið hefur notið aukinna vinsælda. Síðastliðið haust innrituðust t.d. 30 manns með fjölbreytta grunnmenntun í meistaranám í leikskólafræðum. Í þriðja lagi er hægt að ljúka náminu í áföngum. Byrja t.d. á tveggja ára diplómunámi eða þriggja ára B.Ed.-námi í leikskólafræði og byggja ofan á það nám þegar hverjum og einum hentar.Fjölgun nemenda Á síðasta ári fjölgaði nemendum í leikskólakennaranámi við Háskóla Íslands verulega, enda bíður fólks að námi loknu fjölbreytt framtíðarstarf þar sem atvinnuleysi þekkist ekki. Nú vantar um 1300 leikskólakennara í landinu. Námið er fjölbreytt og sveigjanlegt og geta nemendur stundað námið í staðnámi en einnig í fjarnámi sem gefur kost á að sækja námið með vinnu og ráða námshraðanum. Jafnframt eiga nemendur af landsbyggðinni og fólk búsett erlendis auðveldara með að sækja námið. Í leikskólakennaranámi býðst stúdentum tækifæri til að taka þátt í rannsóknum á leikskólastiginu og á þann hátt hafa áhrif á viðhorf og stefnumótun í málefnum barna.Framtíðarstarfið – Viltu verða leikskólakennari? Árið 2014 var hleypt af stokkunum kynningarátaki um eflingu leikskólastigsins undir heitinu „Framtíðarstarfið“. Auk Háskóla Íslands standa mennta- og menningarmálaráðuneytið, Háskólinn á Akureyri, Kennarasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga að átakinu sem hefur það að markmiði að fjölga vel menntuðum og hæfum leikskólakennurum. Á vefsíðu Framtíðarstarfsins (www.framtidarstarfid.is) er að finna ítarlegt fræðsluefni um leikskólakennarastarfið og er leitast við að sýna störf leikskólakennara í raunsæju ljósi með stuttum myndböndum og viðtölum við leikskólakennara og nemendur. Helstu skilaboð sem þar má finna eru þau að leikskólakennaranámið er fjölbreytt og sveigjanlegt og að námi loknu bjóðast fólki störf á sínu sérsviði. Leikskólakennarastarfið er áhugavert og gefandi og í störfum sínum hafa leikskólakennarar möguleika á að hafa áhrif á framtíð einstaklinga og mótun samfélagsins.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar