Vorið 2016 Magnús Orri Schram skrifar 29. apríl 2016 07:00 Á Íslandi getur fátækt fólk ekki leitað til læknis vegna kostnaðar. Skorið er niður þriðja árið í röð til námsmanna erlendis. Framhaldsskólar berjast í bökkum. Landspítalinn er með sjúkrastofur í bílskúrum og lækna í gámum. Áherslan er á gamla atvinnupólitík. Unga menntaða fólkið flykkist til útlanda því ekki er nægt framboð af störfum fyrir háskólamenntaða. Mikill skortur er hins vegar á fólki til að sinna láglaunastörfum. Hagkerfi auðlindanýtingar bólgnar þannig út á kostnað hagkerfis nýsköpunar og hugvits. Stærstu fyrirtækin starfa í erlendri mynt. Fá þannig betri kjör og lægri vexti. Vilja ekki vera í krónunni. Almenningur er hins vegar fastur innan hafta og verðtryggingar. Fær ekki einu sinni að skoða aðra möguleika. Á sama tíma fá útvaldir að hagnast gríðarlega. Í landinu er ríkisstjórn sem hefur lækkað skatta á þá ríkustu. Sumir fá að kaupa fyrirtæki út úr bönkum. Aðrir nýta pólitísk tengsl til að sölsa undir sig sameiginlegar auðlindir. Peningar renna til stjórnmálamanna til að passa að kerfinu sé ekki breytt. Á sama tíma bólgnar ríkissjóður út vegna túrista og banka. Útgerðin hefur aldrei verið ríkari. Mulið er undir ríkasta fólkið sem eykur auð sinn. Peningarnir geymdir í skattaskjólum enda krónan frekar léleg og leyndin ákjósanleg. Þar liggur líklega stór hluti hagnaðar af nýtingu auðlinda þjóðarinnar. Stjórnmálamenn þykjast koma af fjöllum. Fara undan í flæmingi og vilja ekkert gera. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að traust á stjórnmálum sé í lágmarki. Næsta haust fær þjóðin tækifæri til að breyta. Þá verður hægt að leggja nýjar áherslur í mennta- og heilbrigðismálum. Móta nýja atvinnustefnu og greiða atkvæði um umsókn að ESB. Þá verður hægt að hækka skatta á ríkasta fólkið og hækka veiðileyfagjaldið. Breyta kvótakerfinu. Færa peninga frá forréttindahópum til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Innleiða ný vinnubrögð í stjórnmálum og ljúka gerð stjórnarskrár. Vonandi verðum við haustið 2016 komin með nýja ríkisstjórn með nýtt fólk, ný vinnubrögð og nýjar áherslur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi getur fátækt fólk ekki leitað til læknis vegna kostnaðar. Skorið er niður þriðja árið í röð til námsmanna erlendis. Framhaldsskólar berjast í bökkum. Landspítalinn er með sjúkrastofur í bílskúrum og lækna í gámum. Áherslan er á gamla atvinnupólitík. Unga menntaða fólkið flykkist til útlanda því ekki er nægt framboð af störfum fyrir háskólamenntaða. Mikill skortur er hins vegar á fólki til að sinna láglaunastörfum. Hagkerfi auðlindanýtingar bólgnar þannig út á kostnað hagkerfis nýsköpunar og hugvits. Stærstu fyrirtækin starfa í erlendri mynt. Fá þannig betri kjör og lægri vexti. Vilja ekki vera í krónunni. Almenningur er hins vegar fastur innan hafta og verðtryggingar. Fær ekki einu sinni að skoða aðra möguleika. Á sama tíma fá útvaldir að hagnast gríðarlega. Í landinu er ríkisstjórn sem hefur lækkað skatta á þá ríkustu. Sumir fá að kaupa fyrirtæki út úr bönkum. Aðrir nýta pólitísk tengsl til að sölsa undir sig sameiginlegar auðlindir. Peningar renna til stjórnmálamanna til að passa að kerfinu sé ekki breytt. Á sama tíma bólgnar ríkissjóður út vegna túrista og banka. Útgerðin hefur aldrei verið ríkari. Mulið er undir ríkasta fólkið sem eykur auð sinn. Peningarnir geymdir í skattaskjólum enda krónan frekar léleg og leyndin ákjósanleg. Þar liggur líklega stór hluti hagnaðar af nýtingu auðlinda þjóðarinnar. Stjórnmálamenn þykjast koma af fjöllum. Fara undan í flæmingi og vilja ekkert gera. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að traust á stjórnmálum sé í lágmarki. Næsta haust fær þjóðin tækifæri til að breyta. Þá verður hægt að leggja nýjar áherslur í mennta- og heilbrigðismálum. Móta nýja atvinnustefnu og greiða atkvæði um umsókn að ESB. Þá verður hægt að hækka skatta á ríkasta fólkið og hækka veiðileyfagjaldið. Breyta kvótakerfinu. Færa peninga frá forréttindahópum til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Innleiða ný vinnubrögð í stjórnmálum og ljúka gerð stjórnarskrár. Vonandi verðum við haustið 2016 komin með nýja ríkisstjórn með nýtt fólk, ný vinnubrögð og nýjar áherslur.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun