Ný stjórnmál Magnús Orri Schram skrifar 11. apríl 2016 00:00 Stjórnmálamenningin skrapaði botninn í síðustu viku en líklega eru betri tímar fram undan. Í fyrsta lagi er krafa almennings um breytingar skýr. Í öðru lagi held ég að ný stjórnarskrá muni hjálpa mikið til að taka íslensk stjórnmál uppá næsta stig. Hún verður táknrænn samfélagssáttmáli um ný vinnubrögð. Í þriðja lagi sýnist mér sífellt fleiri stjórnmálamenn vera að nálgast stjórnmálin með öðrum hætti en áður. Það verður áhugavert að sjá hvernig flokkur jafnaðarmanna bregst við þessum breytingum og hvort hann ætlar hann sér að verða hluti af nýrri stjórnmálamenningu.Almenningur krefst breytinga Það hefur ekki farið fram hjá neinum að almenningur vill nýja gerð af stjórnmálum. Honum ofbýður tvöfeldnin, lítilsvirðing gagnvart siðareglum, blind flokkshollusta, valdafýsnin og skortur á iðrun og yfirbót. Traust er í lágmarki vegna háttalags einstakra manna og meðvirkni félaganna.Nútímastjórnmálamaður Stjórnmálamenn eiga að vera auðmjúkir gagnvart ábyrgð sinni og tala af virðingu hver við annan. Starfa fyrir opnum tjöldum. Stjórnmálamaður má viðurkenna mistök. Hann stendur sterkari eftir. Stjórnmál eru ekki kappleikur þar sem allt snýst um að klekkja á andstæðingnum. Fólk er búið að fá nóg af slíku. Stjórnmál í sinni bestu mynd eru samtal og samvinnuverkefni þar sem rökræðan leiðir fram bestu niðurstöðuna. Í stjórnmálum á meirihluti að bera virðingu fyrir minnihluta. Ný stjórnmál eiga að leyfa þér að fagna góðum hugmyndum þótt þær komi frá öðrum. Það sýnir styrk en ekki veikleika. Fólk vill hugrakka stjórnmálamenn sem láta ekki blindast af flokkshollustu og foringjadýrkun.Samfylkingin Þar sem ég er í formannskjöri í Samfylkingunni langar mig að lokum að segja þetta: Ég vona að flokkur jafnaðarmanna eigi eftir að vera talsmaður þessara breytinga. Kyndilberi nýrra stjórnmála. Verða hluti af siðvæðingunni og umbótaafl breytinga. Vera heiðarlegur gagnvart fólki og auðmjúkur gagnvart hlutverki sínu. Í fararbroddi samvinnustjórnmála. Það krefst hugrekkis, og endurmats á starfsemi og vinnulagi. En takist verkefnið, geta jafnaðarmenn gegnt veigamiklu hlutverki í nýjum stjórnmálum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenningin skrapaði botninn í síðustu viku en líklega eru betri tímar fram undan. Í fyrsta lagi er krafa almennings um breytingar skýr. Í öðru lagi held ég að ný stjórnarskrá muni hjálpa mikið til að taka íslensk stjórnmál uppá næsta stig. Hún verður táknrænn samfélagssáttmáli um ný vinnubrögð. Í þriðja lagi sýnist mér sífellt fleiri stjórnmálamenn vera að nálgast stjórnmálin með öðrum hætti en áður. Það verður áhugavert að sjá hvernig flokkur jafnaðarmanna bregst við þessum breytingum og hvort hann ætlar hann sér að verða hluti af nýrri stjórnmálamenningu.Almenningur krefst breytinga Það hefur ekki farið fram hjá neinum að almenningur vill nýja gerð af stjórnmálum. Honum ofbýður tvöfeldnin, lítilsvirðing gagnvart siðareglum, blind flokkshollusta, valdafýsnin og skortur á iðrun og yfirbót. Traust er í lágmarki vegna háttalags einstakra manna og meðvirkni félaganna.Nútímastjórnmálamaður Stjórnmálamenn eiga að vera auðmjúkir gagnvart ábyrgð sinni og tala af virðingu hver við annan. Starfa fyrir opnum tjöldum. Stjórnmálamaður má viðurkenna mistök. Hann stendur sterkari eftir. Stjórnmál eru ekki kappleikur þar sem allt snýst um að klekkja á andstæðingnum. Fólk er búið að fá nóg af slíku. Stjórnmál í sinni bestu mynd eru samtal og samvinnuverkefni þar sem rökræðan leiðir fram bestu niðurstöðuna. Í stjórnmálum á meirihluti að bera virðingu fyrir minnihluta. Ný stjórnmál eiga að leyfa þér að fagna góðum hugmyndum þótt þær komi frá öðrum. Það sýnir styrk en ekki veikleika. Fólk vill hugrakka stjórnmálamenn sem láta ekki blindast af flokkshollustu og foringjadýrkun.Samfylkingin Þar sem ég er í formannskjöri í Samfylkingunni langar mig að lokum að segja þetta: Ég vona að flokkur jafnaðarmanna eigi eftir að vera talsmaður þessara breytinga. Kyndilberi nýrra stjórnmála. Verða hluti af siðvæðingunni og umbótaafl breytinga. Vera heiðarlegur gagnvart fólki og auðmjúkur gagnvart hlutverki sínu. Í fararbroddi samvinnustjórnmála. Það krefst hugrekkis, og endurmats á starfsemi og vinnulagi. En takist verkefnið, geta jafnaðarmenn gegnt veigamiklu hlutverki í nýjum stjórnmálum á Íslandi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar