Formúla 1

Honda einbeitir sér nú að afli í stað áreiðanleika

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Jenson Button og Stoffel Vandoorne á brautinni í Bahrein.
Jenson Button og Stoffel Vandoorne á brautinni í Bahrein. Vísir/Getty
Japanski vélaframleiðandinn sem skaffar McLaren liðinu vélar hefur nú fært áhersluna frá áreiðanleika og yfir á að auka afl vélarinnar.

Honda skipti tíma sínum í vetur á milli þess að finna afl og bæta áreiðanleika vélarinnar. Undir lok síðasta tímabils voru ökumenn McLaren-Honda iðulega aftastir á ráslínu. Ástæðan var einna helst léleg ending vélarinnar og þeir þurfti því að nota talsvert mikið fleiri vélar en heimilt var.

Yusuke Hasegawa, yfirmaður Formúlu 1 deildar Honda segir að áreiðanleikinn sé nú kominn.

„Við einbeittum okkur að áreiðanleikanum fyrst og við teljum að við séum komin vel á veg þar, þrátt fyrir vandræði í Bahrein,“ sagði Hasegawa og vísaði til þess að Jenson Button þurfti að hætta keppni vegna bilana í rafal.

„Núna munum við einbeita á bætta frammistöðu vélarinnar. Eins og við vitum er vélin ekki nógu góð til að komast í þriðju lotu tímatökunnar,“ bætti Hasegawa við.

Honda á enn 14 uppfærsluskammta eftir, líklega munu sumir þeirra koma til góðs fyrir fyrsta kappaksturinn í Evrópu sem er á Spáni um miðjan maí.


Tengdar fréttir

Formúla 1 hverfur aftur til fortíðar, til framtíðar

Formúla 1 mun snúa aftur til baka í gamla tímatökufyrirkomulagið. Þessi lending liðsstjóranna í málinu á að standa til framtíðar. Breytingin tekur strax gildi í kínverksa kappakstrinum.

Nico Rosberg vann í Bahrein

Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstrinum í Bahrein. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Lewis Hamitlon varð þriðji á Mercedes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×