Ráðherra segir ekkert rangt við að græða Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. apríl 2016 07:00 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, heldur til þings í gær þar sem hann brást við gagnrýni. Nordicphotos/AFP David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, brást við uppljóstrunum úr Panamaskjölunum í gær með því að boða strangari reglur um skattsvik. Jafnframt stóð hann fast á því að það geti ekki verið glæpur að eignast auðæfi: „Við eigum að verja rétt allra breskra ríkisborgara til þess að græða peninga,“ sagði hann á þingi, þar sem hann svaraði gagnrýni vegna tengsla við aflandsfyrirtæki föður síns. Hann segist sjálfur hafa selt öll hlutabréf sín árið 2010, þegar hann tók við embætti forsætisráðherra. Ástæðan hafi verið sú að hann hafi viljað tryggja að enginn hagsmunaárekstur gæti orðið: „Einfaldasta og skýrasta leiðin til að gera það var að selja öll hlutabréfin mín.“ Cameron birti um helgina yfirlitstölur úr skattframtali sínu. Hann sagði þetta nauðsynlegt en fordæmalaust. Hins vegar eigi ekki að vera nauðsynlegt að allir þingmenn fylgi þessu fordæmi, en sterk rök séu fyrir því að bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra, ásamt leiðtoga stjórnarandstöðunnar og fjármálaráðherra skuggastjórnar stjórnarandstöðunnar eigi að birta opinberlega upplýsingar úr skattframtölum sínum. Í gær kom í ljós að Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hafði skilað skattskýrslu sinni viku eftir að skilafrestur rann út þann 31. janúar síðastliðinn, og þurfti að greiða hundrað pund í sekt fyrir vikið. Corbyn birti svo afrit af skattskýrslu sinni í gær, meðan Cameron var í ræðustól. David Osborne, fjármálaráðherra í ríkisstjórn Camerons, birti einnig tölur úr skattframtali sínu í gær. Á morgun koma embættismenn frá nærri 50 löndum saman í París á vegum OECD til að ræða hvernig bregðast eigi við uppljóstrunum úr Panamaskjölunum. Ætlunin er að efla samstarf gegn skattsvikum og auðvelda skipti á upplýsingum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl Tengdar fréttir David Cameron boðar rannsóknarnefnd um skattaskjól og peningaþvætti Rannsóknarnefnd á vegum ríkisskattstjóra rannsaki skattaskjól í kjölfar Panama-skjalanna. 11. apríl 2016 16:18 Cameron ræðir mál sín í þinginu David Cameron forsætisráðherra Breta á erfiðan dag fyrir höndum þegar hann mætir í þingið í fyrsta sinn frá því upp komst að hann hafi hagnast á aflandsfélagi sem var í eigu föður hans sem nú er látinn. Cameron ætlar í dag að skýra frá fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar sem miða að því að refsa fyrirtækjum sem hvetja til skattaundandskota eða hjálpa starfsfólki sínu við að stunda slíkt. 11. apríl 2016 08:05 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, brást við uppljóstrunum úr Panamaskjölunum í gær með því að boða strangari reglur um skattsvik. Jafnframt stóð hann fast á því að það geti ekki verið glæpur að eignast auðæfi: „Við eigum að verja rétt allra breskra ríkisborgara til þess að græða peninga,“ sagði hann á þingi, þar sem hann svaraði gagnrýni vegna tengsla við aflandsfyrirtæki föður síns. Hann segist sjálfur hafa selt öll hlutabréf sín árið 2010, þegar hann tók við embætti forsætisráðherra. Ástæðan hafi verið sú að hann hafi viljað tryggja að enginn hagsmunaárekstur gæti orðið: „Einfaldasta og skýrasta leiðin til að gera það var að selja öll hlutabréfin mín.“ Cameron birti um helgina yfirlitstölur úr skattframtali sínu. Hann sagði þetta nauðsynlegt en fordæmalaust. Hins vegar eigi ekki að vera nauðsynlegt að allir þingmenn fylgi þessu fordæmi, en sterk rök séu fyrir því að bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra, ásamt leiðtoga stjórnarandstöðunnar og fjármálaráðherra skuggastjórnar stjórnarandstöðunnar eigi að birta opinberlega upplýsingar úr skattframtölum sínum. Í gær kom í ljós að Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hafði skilað skattskýrslu sinni viku eftir að skilafrestur rann út þann 31. janúar síðastliðinn, og þurfti að greiða hundrað pund í sekt fyrir vikið. Corbyn birti svo afrit af skattskýrslu sinni í gær, meðan Cameron var í ræðustól. David Osborne, fjármálaráðherra í ríkisstjórn Camerons, birti einnig tölur úr skattframtali sínu í gær. Á morgun koma embættismenn frá nærri 50 löndum saman í París á vegum OECD til að ræða hvernig bregðast eigi við uppljóstrunum úr Panamaskjölunum. Ætlunin er að efla samstarf gegn skattsvikum og auðvelda skipti á upplýsingum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl
Tengdar fréttir David Cameron boðar rannsóknarnefnd um skattaskjól og peningaþvætti Rannsóknarnefnd á vegum ríkisskattstjóra rannsaki skattaskjól í kjölfar Panama-skjalanna. 11. apríl 2016 16:18 Cameron ræðir mál sín í þinginu David Cameron forsætisráðherra Breta á erfiðan dag fyrir höndum þegar hann mætir í þingið í fyrsta sinn frá því upp komst að hann hafi hagnast á aflandsfélagi sem var í eigu föður hans sem nú er látinn. Cameron ætlar í dag að skýra frá fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar sem miða að því að refsa fyrirtækjum sem hvetja til skattaundandskota eða hjálpa starfsfólki sínu við að stunda slíkt. 11. apríl 2016 08:05 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Sjá meira
David Cameron boðar rannsóknarnefnd um skattaskjól og peningaþvætti Rannsóknarnefnd á vegum ríkisskattstjóra rannsaki skattaskjól í kjölfar Panama-skjalanna. 11. apríl 2016 16:18
Cameron ræðir mál sín í þinginu David Cameron forsætisráðherra Breta á erfiðan dag fyrir höndum þegar hann mætir í þingið í fyrsta sinn frá því upp komst að hann hafi hagnast á aflandsfélagi sem var í eigu föður hans sem nú er látinn. Cameron ætlar í dag að skýra frá fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar sem miða að því að refsa fyrirtækjum sem hvetja til skattaundandskota eða hjálpa starfsfólki sínu við að stunda slíkt. 11. apríl 2016 08:05