Ráðherra segir ekkert rangt við að græða Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. apríl 2016 07:00 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, heldur til þings í gær þar sem hann brást við gagnrýni. Nordicphotos/AFP David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, brást við uppljóstrunum úr Panamaskjölunum í gær með því að boða strangari reglur um skattsvik. Jafnframt stóð hann fast á því að það geti ekki verið glæpur að eignast auðæfi: „Við eigum að verja rétt allra breskra ríkisborgara til þess að græða peninga,“ sagði hann á þingi, þar sem hann svaraði gagnrýni vegna tengsla við aflandsfyrirtæki föður síns. Hann segist sjálfur hafa selt öll hlutabréf sín árið 2010, þegar hann tók við embætti forsætisráðherra. Ástæðan hafi verið sú að hann hafi viljað tryggja að enginn hagsmunaárekstur gæti orðið: „Einfaldasta og skýrasta leiðin til að gera það var að selja öll hlutabréfin mín.“ Cameron birti um helgina yfirlitstölur úr skattframtali sínu. Hann sagði þetta nauðsynlegt en fordæmalaust. Hins vegar eigi ekki að vera nauðsynlegt að allir þingmenn fylgi þessu fordæmi, en sterk rök séu fyrir því að bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra, ásamt leiðtoga stjórnarandstöðunnar og fjármálaráðherra skuggastjórnar stjórnarandstöðunnar eigi að birta opinberlega upplýsingar úr skattframtölum sínum. Í gær kom í ljós að Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hafði skilað skattskýrslu sinni viku eftir að skilafrestur rann út þann 31. janúar síðastliðinn, og þurfti að greiða hundrað pund í sekt fyrir vikið. Corbyn birti svo afrit af skattskýrslu sinni í gær, meðan Cameron var í ræðustól. David Osborne, fjármálaráðherra í ríkisstjórn Camerons, birti einnig tölur úr skattframtali sínu í gær. Á morgun koma embættismenn frá nærri 50 löndum saman í París á vegum OECD til að ræða hvernig bregðast eigi við uppljóstrunum úr Panamaskjölunum. Ætlunin er að efla samstarf gegn skattsvikum og auðvelda skipti á upplýsingum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl Tengdar fréttir David Cameron boðar rannsóknarnefnd um skattaskjól og peningaþvætti Rannsóknarnefnd á vegum ríkisskattstjóra rannsaki skattaskjól í kjölfar Panama-skjalanna. 11. apríl 2016 16:18 Cameron ræðir mál sín í þinginu David Cameron forsætisráðherra Breta á erfiðan dag fyrir höndum þegar hann mætir í þingið í fyrsta sinn frá því upp komst að hann hafi hagnast á aflandsfélagi sem var í eigu föður hans sem nú er látinn. Cameron ætlar í dag að skýra frá fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar sem miða að því að refsa fyrirtækjum sem hvetja til skattaundandskota eða hjálpa starfsfólki sínu við að stunda slíkt. 11. apríl 2016 08:05 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, brást við uppljóstrunum úr Panamaskjölunum í gær með því að boða strangari reglur um skattsvik. Jafnframt stóð hann fast á því að það geti ekki verið glæpur að eignast auðæfi: „Við eigum að verja rétt allra breskra ríkisborgara til þess að græða peninga,“ sagði hann á þingi, þar sem hann svaraði gagnrýni vegna tengsla við aflandsfyrirtæki föður síns. Hann segist sjálfur hafa selt öll hlutabréf sín árið 2010, þegar hann tók við embætti forsætisráðherra. Ástæðan hafi verið sú að hann hafi viljað tryggja að enginn hagsmunaárekstur gæti orðið: „Einfaldasta og skýrasta leiðin til að gera það var að selja öll hlutabréfin mín.“ Cameron birti um helgina yfirlitstölur úr skattframtali sínu. Hann sagði þetta nauðsynlegt en fordæmalaust. Hins vegar eigi ekki að vera nauðsynlegt að allir þingmenn fylgi þessu fordæmi, en sterk rök séu fyrir því að bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra, ásamt leiðtoga stjórnarandstöðunnar og fjármálaráðherra skuggastjórnar stjórnarandstöðunnar eigi að birta opinberlega upplýsingar úr skattframtölum sínum. Í gær kom í ljós að Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hafði skilað skattskýrslu sinni viku eftir að skilafrestur rann út þann 31. janúar síðastliðinn, og þurfti að greiða hundrað pund í sekt fyrir vikið. Corbyn birti svo afrit af skattskýrslu sinni í gær, meðan Cameron var í ræðustól. David Osborne, fjármálaráðherra í ríkisstjórn Camerons, birti einnig tölur úr skattframtali sínu í gær. Á morgun koma embættismenn frá nærri 50 löndum saman í París á vegum OECD til að ræða hvernig bregðast eigi við uppljóstrunum úr Panamaskjölunum. Ætlunin er að efla samstarf gegn skattsvikum og auðvelda skipti á upplýsingum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl
Tengdar fréttir David Cameron boðar rannsóknarnefnd um skattaskjól og peningaþvætti Rannsóknarnefnd á vegum ríkisskattstjóra rannsaki skattaskjól í kjölfar Panama-skjalanna. 11. apríl 2016 16:18 Cameron ræðir mál sín í þinginu David Cameron forsætisráðherra Breta á erfiðan dag fyrir höndum þegar hann mætir í þingið í fyrsta sinn frá því upp komst að hann hafi hagnast á aflandsfélagi sem var í eigu föður hans sem nú er látinn. Cameron ætlar í dag að skýra frá fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar sem miða að því að refsa fyrirtækjum sem hvetja til skattaundandskota eða hjálpa starfsfólki sínu við að stunda slíkt. 11. apríl 2016 08:05 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira
David Cameron boðar rannsóknarnefnd um skattaskjól og peningaþvætti Rannsóknarnefnd á vegum ríkisskattstjóra rannsaki skattaskjól í kjölfar Panama-skjalanna. 11. apríl 2016 16:18
Cameron ræðir mál sín í þinginu David Cameron forsætisráðherra Breta á erfiðan dag fyrir höndum þegar hann mætir í þingið í fyrsta sinn frá því upp komst að hann hafi hagnast á aflandsfélagi sem var í eigu föður hans sem nú er látinn. Cameron ætlar í dag að skýra frá fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar sem miða að því að refsa fyrirtækjum sem hvetja til skattaundandskota eða hjálpa starfsfólki sínu við að stunda slíkt. 11. apríl 2016 08:05