Blaðamennska í fámenninu á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2016 14:46 Í byrjun aprílmánaðar árið 2016 hrökklaðist Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frá völdum með miklum ósköpum. Stuðningsmenn hans, og ríkisstjórnarflokkanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hafa reynt að skella skuldinni á fjölmiðla. Ágætt dæmi um það er grein sem Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttarlögmaður, skrifaði og birtist á vefmiðlinum Pressunni. Hann kallar grein sína „Aðför“ hvorki meira né minna og leggur út af viðtali sem birtist um heim allan, við Sigmund Davíð og þeir tóku Sven Bergman hjá Sænska sjónvarpinu og Jóhannes Kr. Kristjánsson hjá Reykjavík Media. Jón Steinar vill meina að þeir hafi ekki hagað sér sæmilega. En, aldrei þessu vant virðast þeir sem vilja koma Svarta-Pétrinum yfir á fjölmiðla ekki ætla að hafa erindi sem erfiði. Í því felast nokkur tíðindi. Og tilvalið að nota tækifærið nú til að tæpa á nokkrum atriðum sem snúa að blaðamennsku í fámennissamfélagi sem og Ísland er.Að vera í stríði við fjölmiðlaEitt er það sem Íslendingar ættu að hafa lært af atburðum undanfarinna daga sem er hversu samfélagslega skaðlegt það er að standa í stöðugu stríði við fjölmiðla; henda í þá skít, reyna að ata auri og vilja gera tortryggilega. Þetta þekkist hvergi nema á Íslandi og lýsir sjúkri meðvirkni. Ákaflega samfélagslega skaðlegt fyrirbæri. Annað sem ráðamenn ættu að hafa lært er hversu heimskulegt það er að standa í slíku stríði. Sigmundur Davíð tók að feta þá slóð um leið og hann varð forsætis með stefnumarkandi loftárásagrein sinni og við sjáum hvert það hefur leitt okkur -- hvað það hefur leitt yfir okkur. Við erum að athlægi um heim allan. Hafi ráðamenn einhvern tíma getað stjórnað umfjöllun um sig sjálfa, þá er það horfið með netinu; hliðvörslu fjölmiðla er lokið. Hvenær menn ætla svo að gera sér grein fyrir því er önnur saga. Fráfarandi utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson gerði sig sekan um átakanlegan heimóttarskap í þessu róti, hann reyndi að skamma heimspressuna fyrir að vera vondir við Sigmund Davíð, þar sem hann var spurður um forsætisráðherra í krísu þá staddur á Indlandi. Viðstaddir vissu ekkert hvað hann voru að tala um, störðu á hann eins og eitthvert fyrirbæri. Þetta eru auðvitað kunnuglegir taktar hér heima Íslandi. Svona yfirlæti þekkja allir á Íslandi og það hefur gengið ágætlega að gera út á það. En, í flestum vestrænum ríkjum þætti þetta fáheyrt.Að plata almenningNú ber ég mikla virðingu fyrir Jóni Steinari og rökvísi hans en í grein sinni fellur hann í þessa gryfju. Að reyna að klína sökinni á fjölmiðla. Það hefur svo oft gefist vel. Eins og honum sé ekki fullkunnugt um það, hafandi verið náinn samstarfsmaður Davíðs Oddssonar, nú ritstjóra Morgunblaðsins en áður valdamesta manns landsins, að hér hafa ráðamenn komist upp með þetta vafasama bragð að svara ekki sumum spurningum, láta aðra fjölmiðla ekki ná í sig, og snúa út úr á alla lund. Og vegna heimóttarskapar segja margir: Það sem hann Davíð tók helvítis blaðamanninn. Það er að renna upp fyrir fólki nú, vonandi sem flestum, að það er ekkert verið að taka helvítis blaðamanninn, það er verið að plata almenning.Hægt að fá hjálp við sjúklegri meðvirkni„Meðal þess sem vekur athygli er þáttur fjölmiðla í atburðarásinni og hvernig sumir þeirra virðast telja það hlutverk sitt að taka þátt í henni og hafa áhrif á framvindu mála. Hefur þjóðin þannig fylgst með því hvernig fjölmiðlamenn beita fyrir sig ósannindum og mikilli ósanngirni til að koma höggi á einstaka þátttakendur í stjórnmálum,“ segir Jón Steinar meðal annars í áðurnefndri grein sinni. Nú er rétt að hafa hugfast að í tengslum við einmitt þetta tiltekna mál lét Sigmundur Davíð ekki ná í sig í níu daga, að mig minnir. Saga Sigmundar Davíðs er sú að láta ekki fjölmiðla ná í sig þegar hentar og svara einungis völdum spurningum. Dólgur hans gagnvart fjölmiðlum, sem eru þó ekki að gera annað en sinna þeirri skyldu sinni að spyrja ráðamenn spurninga, nær út yfir alla þjófabálk. Og tilheyrir liðnum tíma. Ætlast Jón Steinar til þess að maður taki þessi orð hans alvarlega? Reyndar eru um vel á tvö þúsund manns búnir að læka pistilinn en, það er eiginlega ekki hægt annað en ráðleggja þeim að fara á Al-Anon fund eða leita sér hjálpar sérfræðinga við þessari sjúku meðvirkni. Ef röksemdafærsla Jóns Steinars á að standast, þegar hann talar um aðför, þá hlýtur hann að gera ráð fyrir því að ráðamenn eigi kröfu á því að vita fyrirfram um hvað þeir eru spurðir. Þeir dagar eru vonandi liðnir. Þá er þetta nokkuð „gott“ einnig, klausa úr ádrepu lögmanns: „Hlutur fréttamanna í þessu er ófagur. Það er augljóst að öll uppsetning málsins var hönnuð til að koma höggi á ráðherrann. Vanir menn á þeim bæ vissu vel að stór hluti almennings í landinu var tilbúinn til að fordæma ráðherrann fyrir það eitt að hafa „tengst“ félaginu á Tortola-eyjum, auk þess sem slíkir fordómar nærast á upplýsingum um að þetta fólk hafi vegna arftöku eiginkonunnar átt meira fé en gengur og gerist.“Að halda mikilvægum upplýsingum leyndum fyrir kjósendumHálfsannleikur oftast er óhrekjandi lygi. Ég held einmitt að almenningur upp til hópa fordæmi ekki fólk fyrir að eiga peninga, jafnvel ekki að slíkir vilji hafa féð sitt í útlandinu að teknu tilliti til fallvaltleika þessarar hlægilegu krónu okkar sem reyndar þeir hinir sömu keppast við að halda að almenningi. (Og þar er býr augljós mótsögn og hræsni.) Þetta snýst einfaldlega um að upplýsingunum var haldið leyndum. Mikilvægar upplýsingar sem setja hæfi Sigmundar Davíðs í fullkomið uppnám. Það snýst ekki um einhvern lagastaf. Það snýst um að ljúga sig til valda. Og ég bara skil ekki hvernig mönnum dettur í hug að reyna að verja slíkt. Hvernig í ósköpunum?Vafasamar aðferðirAlveg rétt, það má deila um hvort viðtöl á fölskum forsendum séu verjanleg sem og falin myndavél. Á slíkum aðferðum eru margvíslegir vafasamir fletir og umdeilanlegir og í ýmsum siðareglum og/eða verklagsreglum sem hafa verið skrifaðar fyrir fjölmiðla er lagt blátt bann við því að blaðamenn sigli undir fölsku flaggi. Gildar ástæður eru fyrir því, sem ekki verður farið nánar útí hér. En, þegar staðan er sú að það er ekki hægt að koma spurningum til ráðamanna og að með öðrum hætti, þá er þessi málflutningur Jóns Steinars vafasamur. Fyrir liggur að Sigmundur Davíð sagði fjölmiðlum stríð á hendur í upphafi síns ferils á valdastóli og hann hefur valið hvaða spurningum hann svarar og svarar ekki. Ég vona að almenningi fari að auðnast að standa með sínum blaðamönnum. Ekki vegna þess að ég sé svona viðkvæmur fyrir sjálfum mér. Ef ég væri það hefði ég fyrir löngu söðlað um á vinnumarkaði. Og, ég held að Jóhannes Kr. Kristjánsson hafi, með stórgóðri frammistöðu, lagt sitt af mörkum til að maður geti leyft sér að vonast eftir slíku. En, sannast sagna hefur maður með tímanum orðið vondaufur um að fólk vakni til vitundar um samfélagslegt mikilvægi þess.Hið einkennilega hugtak 4. valdiðÞær raddir heyrast sem sagt að viðtalið fræga áfellisdóm fyrir fjórða valdið. Fjórða valdið verði að hlíta reglum eins og aðrir. Og þeir hafi ekkert vald samkvæmt stjórnarskrá. Fjölmiðlamenn megi ekki seta sig á þann stall að þeim leyfist allt og að þeir séu ósnertanlegir og hafi alltaf rétt fyrir sér. Einmitt og nákvæmlega. Blaðamenn hafa ekki verið kosnir til eins né neins. Það þýðir að fólk á enga sérstaka lögformlega kröfu á hendur þeim, en þannig láta margir. Þetta verður að ganga í báðar áttir. Ef blaðamenn fara með staðlausa stafi, þá kemur það verst út fyrir þá sjálfa. Trúverðugleiki er dýrmætasta eign hvers fjölmiðils og hvaða agenda í ósköpunum ættu blaðamenn að hafa – að reyna að ljúga einhverju í lesendur? Uppá hvaða býtti? Ef aðhald almennings er vitrænt hlýtur það að vera versti bisness sem hægt er að hugsa sér. Lygi í fjölmiðlum opinberast alltaf sem slík. Þó 4. valds hugtakið sér kjánalegt er hægt er að setja putta á samfélagslegt hlutverk blaðamanna sem er þá það að veita valdhöfum aðhald. Um þetta þarf vart að deila. Hlutverk blaðamanna er að spyrja spurninga, fyrir hönd almennings og ráðamanna að svara. Undanbragðalaust. Er það virkilega eitthvað sem þarf að þrasa um? Þetta einkennilega 4. valds-hugtak elur á ranghugmyndum, og því miður virðast margir innan stéttar og akademíu, sem fjalla um fjölmiðla, halda lífi í því. Sennilega vegna hégóma. Annað sem er til þess fallið að brengla alla umræðu um fjölmiðla er svo staða Ríkisútvarpsins á markaði; stofnunin sú lýtur allt öðrum lögmálum. En, það er önnur saga.Umboð fjölmiðlaÍ umróti undanfarinna daga, og einmitt með aðkomu erlendra fjölmiðlamanna, hafa svo aðrir orðið til að tala um að íslenskir fjölmiðlar taki ráðamenn silkihönskum. Það leiði samanburður í ljós. Þetta er að einhverju leyti rétt, en hér er það sjúkdómurinn sjálfur sem skiptir máli en ekki sjúkdómsgreiningin: Ástæðan fyrir þessu. Sem er einmitt fámennið og meðvirknin. Fjölmiðlar eru nefnilega nokkurn veginn eins og fólk vill hafa þá. Það er eðli máls samkvæmt. Öðru vísi getur þetta ekki verið. Sé þeim ætlað að hafa vit fyrir fólki erum við að tala um Prövdu. Almenningur ætti að líta í spegil þegar hann lætur sér detta svona nokkuð í hug eins og það að bera aumingjaskap uppá blaðamenn, þegar hentar. Fjölmiðill getur ekki verið í stríði við almenning. Og athugist, ég hef beinlínis reynslu af því. Fjölmiðlar verða að hafa umboð almennings. Öðruvísi eru þeir án fúnksjónar. En, þessi sami almenningur lætur oft og umsvifalaust snúa sér og bræðin beinist auðveldlega að fjölmiðlunum.Hið eftirtektarverða DV-málÉg var í húsi og inni á ritstjórnarskrifstofu DV þegar reiðir mótmælendur mættu og hentu eggjum og úldnum ávöxtum í húsið. Einsdæmi í fjölmiðlasögunni. Slegið var met í undirskriftasöfnun þar sem farið var fram á að blaðið breytti um ritstjórnarstefnu! Þetta var í kjölfar þess að DV hafði vogað sér að greina frá því að kennari á Vestfjörðum hafi verið handtekinn og væri til rannsóknar vegna misnotkunar á piltum. Seinna kom á daginn að hann var sekur og fórnarlömbum voru dæmdar háar skaðabætur. Ekki að það skipti máli fyrir réttmæti þess að frá handtökunni hafi verið greint. Fjölmiðlar eru hvorki refsivöndur hins opinbera né dómsstóll. En, hver var sú ritstjórnarstefna sem fólk vildi mótmæla? Hefur einhver velt því fyrir sér? Og hvernig var atvikið vaxið sem setti allt í uppnám? Man það einhver? Jú, líklega en vill fólk gera það upp? Með lógískum hætti? Ég held að mjög margir hafi hreinlega engan áhuga á því að rifja þetta upp. Þetta nefnilega snýst um það að almenningur átti sig á sinni ábyrgð sem hlýtur að byggja á því að vera upplýstur. Gerir fólk sé almennt grein fyrir því að þessi ein stærsta undirskriftasöfnun sem farið hefur fram hér á landi, fyrir tíma undirskrifta á netinu, gegn ritstjórnarstefnu DV, var að undirlagi ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna?Aðhald almenningsFólk spyr hvort ekki sé ágætt að fjölmiðlar séu undir nálarauga almennings? Jú, og sannarlega eru þeir það. Íslendingar eru með fjölmiðla á heilanum og ég get nefnt ótal dæmi um það; einhvern veginn verða þeir oftar en ekki miðja umræðunnar. Aðhald almennings er fjölmiðlum lífsnauðsynlegt. Og víða er pottur brotinn varðandi eitt og annað sem snýr að fjölmiðlum. Sjálfur hef ég ekkert dregið af mér við að lýsa því og setja út á. En, það verður að vera vit í gagnrýninni. Hún verður að vera vitræn. Annars er hún stórskaðleg. Helftin af þeirri gagnrýni sem hvolfist yfir fjölmiðla byggist á ranghugmyndum og vanþekkingu. Fyrst og fremst vegna þess að fjölmiðlar hafa tekið að sér það hlutverk í samfélaginu að vera blóraböggull. Þessar ranghugmyndir grundvallast á meðvirkni. Ef ég segi frá því að bróðir þinn hafi stolið peningum, þá notar þú tækifærið, og allir sem þér tengjast til að móðgast fyrir hans hönd. Og yfirfæra þann sársauka sem tengist hrakförum hans yfir á fjölmiðla: Þetta kemur engum við. Þá blandast inní smæð samfélagsins og þetta margfaldast eins og korn á taflborði. Þú dregur ekkert af þér að lýsa viðbjóði þínum á fjölmiðlinum. Saga fjölmiðla sýnir að þeir sem hafa komið fram og eru gagnrýnir eiga ekki nema tiltekinn líftíma fyrir höndum. Pressan, Eintak, Morgunpósturinn, til dæmis ... sem voru náttúrlega kölluð götublöð, og það er vegna þessa. En, alltaf þegar maður reynir að benda á að ýmis „gagnrýni“, reyndar helftin því fólk þarf á fyrirbærinu að halda til að geta kennt um, standist ekki skoðun, þá er það umsvifalaust afgreitt þannig að maður sé svo ofursensetívur gagnvart sjálfum sér, að maður þoli ekki „gagnrýni“ – að blaðamannastéttin sé sú sjálfhverfasta sem um getur. Hversu oft höfum við heyrt þessar klisjur?SkaðræðisskepnurnarÞað er ekkert auðvelt að komast úr þessum hjólförum, og í sjálfu sér er stéttin í raun sjálfri sér verst. Og skipta má því fyrirbæri í grófum dráttum í þrennt. a) Gamlir sjálfhverfir fyrrverandi blaðamenn er algjörar skaðræðisskepnur í þessu samhengi. Þeir tala um vonda fjölmiðla, augljóslega til að gera sinn hlut í fortíðinni betri; en fjölmiðlar voru ekkert betri þá. Það er algjört rugl. En, auðvitað trúr fólk þessum fauskum, þeir hljóta að vita um hvað þeir eru að tala, ekki satt? b) Annað sem gerir þetta erfitt er stöðugur skotgrafarhernaður blaðamanna þá milli miðla. Samkeppni, sem oft virkar ágætlega er vond að þessu leyti til; menn eru stöðugt að koma höggi á samkeppnismiðlana og sést ekki fyrir. c) Svo eru það þessir menn innan stéttar sem hafa ofurháleit, í raun hátimbraðar, hugmyndir um samfélagslegt mikilvægi blaðamennsku, en þeir eru nú ekki betur áttaðari en svo að þeir kunna ekki einu sinni að greina á milli viðhorfspistla og fréttaflutnings. Blaðamennska er að sönnu mikilvæg, en hún er það í sjálfu sér með miðlun upplýsinga og þess umboðs sem blaðamenn þiggja frá almenningi sem felst í því að mega spyrja ráðamenn. Ráðamönnum ber að svara undabragðalaust og geri þeir það ekki ættu þeir að bera ábyrgð á því, ekki blaðamenn. Ef við ætlum að komast út úr þessari stórskaðlegu stöðu, sem samfélagið allt sýpur seyðið af, þarf að byrja heima og blaðamannastéttin verður að taka sig taki. Það felst engin niðurlæging í því að taka sönsum. Það felst hins vegar niðurlæging í hinu. Eftir að hafa fylgst með umræðu á samfélagsmiðlum nú árum saman hefur ég ekki komist hjá því að taka eftir alvarlegri brotalöm í þjóðarsálinni. Þó alhæfingar séu vitaskuld vafasamar þá eru Íslendingar upp til hópa þverir, móðgunargjarnir og telja niðurlægingu fólgna í því að þurfa að horfast í augu við að þeir hafi hugsanlega rangt fyrir sér. En, við ættum að hafa hugfast að efinn er faðir viskunnar, ekki þvermóðskan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í byrjun aprílmánaðar árið 2016 hrökklaðist Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frá völdum með miklum ósköpum. Stuðningsmenn hans, og ríkisstjórnarflokkanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hafa reynt að skella skuldinni á fjölmiðla. Ágætt dæmi um það er grein sem Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttarlögmaður, skrifaði og birtist á vefmiðlinum Pressunni. Hann kallar grein sína „Aðför“ hvorki meira né minna og leggur út af viðtali sem birtist um heim allan, við Sigmund Davíð og þeir tóku Sven Bergman hjá Sænska sjónvarpinu og Jóhannes Kr. Kristjánsson hjá Reykjavík Media. Jón Steinar vill meina að þeir hafi ekki hagað sér sæmilega. En, aldrei þessu vant virðast þeir sem vilja koma Svarta-Pétrinum yfir á fjölmiðla ekki ætla að hafa erindi sem erfiði. Í því felast nokkur tíðindi. Og tilvalið að nota tækifærið nú til að tæpa á nokkrum atriðum sem snúa að blaðamennsku í fámennissamfélagi sem og Ísland er.Að vera í stríði við fjölmiðlaEitt er það sem Íslendingar ættu að hafa lært af atburðum undanfarinna daga sem er hversu samfélagslega skaðlegt það er að standa í stöðugu stríði við fjölmiðla; henda í þá skít, reyna að ata auri og vilja gera tortryggilega. Þetta þekkist hvergi nema á Íslandi og lýsir sjúkri meðvirkni. Ákaflega samfélagslega skaðlegt fyrirbæri. Annað sem ráðamenn ættu að hafa lært er hversu heimskulegt það er að standa í slíku stríði. Sigmundur Davíð tók að feta þá slóð um leið og hann varð forsætis með stefnumarkandi loftárásagrein sinni og við sjáum hvert það hefur leitt okkur -- hvað það hefur leitt yfir okkur. Við erum að athlægi um heim allan. Hafi ráðamenn einhvern tíma getað stjórnað umfjöllun um sig sjálfa, þá er það horfið með netinu; hliðvörslu fjölmiðla er lokið. Hvenær menn ætla svo að gera sér grein fyrir því er önnur saga. Fráfarandi utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson gerði sig sekan um átakanlegan heimóttarskap í þessu róti, hann reyndi að skamma heimspressuna fyrir að vera vondir við Sigmund Davíð, þar sem hann var spurður um forsætisráðherra í krísu þá staddur á Indlandi. Viðstaddir vissu ekkert hvað hann voru að tala um, störðu á hann eins og eitthvert fyrirbæri. Þetta eru auðvitað kunnuglegir taktar hér heima Íslandi. Svona yfirlæti þekkja allir á Íslandi og það hefur gengið ágætlega að gera út á það. En, í flestum vestrænum ríkjum þætti þetta fáheyrt.Að plata almenningNú ber ég mikla virðingu fyrir Jóni Steinari og rökvísi hans en í grein sinni fellur hann í þessa gryfju. Að reyna að klína sökinni á fjölmiðla. Það hefur svo oft gefist vel. Eins og honum sé ekki fullkunnugt um það, hafandi verið náinn samstarfsmaður Davíðs Oddssonar, nú ritstjóra Morgunblaðsins en áður valdamesta manns landsins, að hér hafa ráðamenn komist upp með þetta vafasama bragð að svara ekki sumum spurningum, láta aðra fjölmiðla ekki ná í sig, og snúa út úr á alla lund. Og vegna heimóttarskapar segja margir: Það sem hann Davíð tók helvítis blaðamanninn. Það er að renna upp fyrir fólki nú, vonandi sem flestum, að það er ekkert verið að taka helvítis blaðamanninn, það er verið að plata almenning.Hægt að fá hjálp við sjúklegri meðvirkni„Meðal þess sem vekur athygli er þáttur fjölmiðla í atburðarásinni og hvernig sumir þeirra virðast telja það hlutverk sitt að taka þátt í henni og hafa áhrif á framvindu mála. Hefur þjóðin þannig fylgst með því hvernig fjölmiðlamenn beita fyrir sig ósannindum og mikilli ósanngirni til að koma höggi á einstaka þátttakendur í stjórnmálum,“ segir Jón Steinar meðal annars í áðurnefndri grein sinni. Nú er rétt að hafa hugfast að í tengslum við einmitt þetta tiltekna mál lét Sigmundur Davíð ekki ná í sig í níu daga, að mig minnir. Saga Sigmundar Davíðs er sú að láta ekki fjölmiðla ná í sig þegar hentar og svara einungis völdum spurningum. Dólgur hans gagnvart fjölmiðlum, sem eru þó ekki að gera annað en sinna þeirri skyldu sinni að spyrja ráðamenn spurninga, nær út yfir alla þjófabálk. Og tilheyrir liðnum tíma. Ætlast Jón Steinar til þess að maður taki þessi orð hans alvarlega? Reyndar eru um vel á tvö þúsund manns búnir að læka pistilinn en, það er eiginlega ekki hægt annað en ráðleggja þeim að fara á Al-Anon fund eða leita sér hjálpar sérfræðinga við þessari sjúku meðvirkni. Ef röksemdafærsla Jóns Steinars á að standast, þegar hann talar um aðför, þá hlýtur hann að gera ráð fyrir því að ráðamenn eigi kröfu á því að vita fyrirfram um hvað þeir eru spurðir. Þeir dagar eru vonandi liðnir. Þá er þetta nokkuð „gott“ einnig, klausa úr ádrepu lögmanns: „Hlutur fréttamanna í þessu er ófagur. Það er augljóst að öll uppsetning málsins var hönnuð til að koma höggi á ráðherrann. Vanir menn á þeim bæ vissu vel að stór hluti almennings í landinu var tilbúinn til að fordæma ráðherrann fyrir það eitt að hafa „tengst“ félaginu á Tortola-eyjum, auk þess sem slíkir fordómar nærast á upplýsingum um að þetta fólk hafi vegna arftöku eiginkonunnar átt meira fé en gengur og gerist.“Að halda mikilvægum upplýsingum leyndum fyrir kjósendumHálfsannleikur oftast er óhrekjandi lygi. Ég held einmitt að almenningur upp til hópa fordæmi ekki fólk fyrir að eiga peninga, jafnvel ekki að slíkir vilji hafa féð sitt í útlandinu að teknu tilliti til fallvaltleika þessarar hlægilegu krónu okkar sem reyndar þeir hinir sömu keppast við að halda að almenningi. (Og þar er býr augljós mótsögn og hræsni.) Þetta snýst einfaldlega um að upplýsingunum var haldið leyndum. Mikilvægar upplýsingar sem setja hæfi Sigmundar Davíðs í fullkomið uppnám. Það snýst ekki um einhvern lagastaf. Það snýst um að ljúga sig til valda. Og ég bara skil ekki hvernig mönnum dettur í hug að reyna að verja slíkt. Hvernig í ósköpunum?Vafasamar aðferðirAlveg rétt, það má deila um hvort viðtöl á fölskum forsendum séu verjanleg sem og falin myndavél. Á slíkum aðferðum eru margvíslegir vafasamir fletir og umdeilanlegir og í ýmsum siðareglum og/eða verklagsreglum sem hafa verið skrifaðar fyrir fjölmiðla er lagt blátt bann við því að blaðamenn sigli undir fölsku flaggi. Gildar ástæður eru fyrir því, sem ekki verður farið nánar útí hér. En, þegar staðan er sú að það er ekki hægt að koma spurningum til ráðamanna og að með öðrum hætti, þá er þessi málflutningur Jóns Steinars vafasamur. Fyrir liggur að Sigmundur Davíð sagði fjölmiðlum stríð á hendur í upphafi síns ferils á valdastóli og hann hefur valið hvaða spurningum hann svarar og svarar ekki. Ég vona að almenningi fari að auðnast að standa með sínum blaðamönnum. Ekki vegna þess að ég sé svona viðkvæmur fyrir sjálfum mér. Ef ég væri það hefði ég fyrir löngu söðlað um á vinnumarkaði. Og, ég held að Jóhannes Kr. Kristjánsson hafi, með stórgóðri frammistöðu, lagt sitt af mörkum til að maður geti leyft sér að vonast eftir slíku. En, sannast sagna hefur maður með tímanum orðið vondaufur um að fólk vakni til vitundar um samfélagslegt mikilvægi þess.Hið einkennilega hugtak 4. valdiðÞær raddir heyrast sem sagt að viðtalið fræga áfellisdóm fyrir fjórða valdið. Fjórða valdið verði að hlíta reglum eins og aðrir. Og þeir hafi ekkert vald samkvæmt stjórnarskrá. Fjölmiðlamenn megi ekki seta sig á þann stall að þeim leyfist allt og að þeir séu ósnertanlegir og hafi alltaf rétt fyrir sér. Einmitt og nákvæmlega. Blaðamenn hafa ekki verið kosnir til eins né neins. Það þýðir að fólk á enga sérstaka lögformlega kröfu á hendur þeim, en þannig láta margir. Þetta verður að ganga í báðar áttir. Ef blaðamenn fara með staðlausa stafi, þá kemur það verst út fyrir þá sjálfa. Trúverðugleiki er dýrmætasta eign hvers fjölmiðils og hvaða agenda í ósköpunum ættu blaðamenn að hafa – að reyna að ljúga einhverju í lesendur? Uppá hvaða býtti? Ef aðhald almennings er vitrænt hlýtur það að vera versti bisness sem hægt er að hugsa sér. Lygi í fjölmiðlum opinberast alltaf sem slík. Þó 4. valds hugtakið sér kjánalegt er hægt er að setja putta á samfélagslegt hlutverk blaðamanna sem er þá það að veita valdhöfum aðhald. Um þetta þarf vart að deila. Hlutverk blaðamanna er að spyrja spurninga, fyrir hönd almennings og ráðamanna að svara. Undanbragðalaust. Er það virkilega eitthvað sem þarf að þrasa um? Þetta einkennilega 4. valds-hugtak elur á ranghugmyndum, og því miður virðast margir innan stéttar og akademíu, sem fjalla um fjölmiðla, halda lífi í því. Sennilega vegna hégóma. Annað sem er til þess fallið að brengla alla umræðu um fjölmiðla er svo staða Ríkisútvarpsins á markaði; stofnunin sú lýtur allt öðrum lögmálum. En, það er önnur saga.Umboð fjölmiðlaÍ umróti undanfarinna daga, og einmitt með aðkomu erlendra fjölmiðlamanna, hafa svo aðrir orðið til að tala um að íslenskir fjölmiðlar taki ráðamenn silkihönskum. Það leiði samanburður í ljós. Þetta er að einhverju leyti rétt, en hér er það sjúkdómurinn sjálfur sem skiptir máli en ekki sjúkdómsgreiningin: Ástæðan fyrir þessu. Sem er einmitt fámennið og meðvirknin. Fjölmiðlar eru nefnilega nokkurn veginn eins og fólk vill hafa þá. Það er eðli máls samkvæmt. Öðru vísi getur þetta ekki verið. Sé þeim ætlað að hafa vit fyrir fólki erum við að tala um Prövdu. Almenningur ætti að líta í spegil þegar hann lætur sér detta svona nokkuð í hug eins og það að bera aumingjaskap uppá blaðamenn, þegar hentar. Fjölmiðill getur ekki verið í stríði við almenning. Og athugist, ég hef beinlínis reynslu af því. Fjölmiðlar verða að hafa umboð almennings. Öðruvísi eru þeir án fúnksjónar. En, þessi sami almenningur lætur oft og umsvifalaust snúa sér og bræðin beinist auðveldlega að fjölmiðlunum.Hið eftirtektarverða DV-málÉg var í húsi og inni á ritstjórnarskrifstofu DV þegar reiðir mótmælendur mættu og hentu eggjum og úldnum ávöxtum í húsið. Einsdæmi í fjölmiðlasögunni. Slegið var met í undirskriftasöfnun þar sem farið var fram á að blaðið breytti um ritstjórnarstefnu! Þetta var í kjölfar þess að DV hafði vogað sér að greina frá því að kennari á Vestfjörðum hafi verið handtekinn og væri til rannsóknar vegna misnotkunar á piltum. Seinna kom á daginn að hann var sekur og fórnarlömbum voru dæmdar háar skaðabætur. Ekki að það skipti máli fyrir réttmæti þess að frá handtökunni hafi verið greint. Fjölmiðlar eru hvorki refsivöndur hins opinbera né dómsstóll. En, hver var sú ritstjórnarstefna sem fólk vildi mótmæla? Hefur einhver velt því fyrir sér? Og hvernig var atvikið vaxið sem setti allt í uppnám? Man það einhver? Jú, líklega en vill fólk gera það upp? Með lógískum hætti? Ég held að mjög margir hafi hreinlega engan áhuga á því að rifja þetta upp. Þetta nefnilega snýst um það að almenningur átti sig á sinni ábyrgð sem hlýtur að byggja á því að vera upplýstur. Gerir fólk sé almennt grein fyrir því að þessi ein stærsta undirskriftasöfnun sem farið hefur fram hér á landi, fyrir tíma undirskrifta á netinu, gegn ritstjórnarstefnu DV, var að undirlagi ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna?Aðhald almenningsFólk spyr hvort ekki sé ágætt að fjölmiðlar séu undir nálarauga almennings? Jú, og sannarlega eru þeir það. Íslendingar eru með fjölmiðla á heilanum og ég get nefnt ótal dæmi um það; einhvern veginn verða þeir oftar en ekki miðja umræðunnar. Aðhald almennings er fjölmiðlum lífsnauðsynlegt. Og víða er pottur brotinn varðandi eitt og annað sem snýr að fjölmiðlum. Sjálfur hef ég ekkert dregið af mér við að lýsa því og setja út á. En, það verður að vera vit í gagnrýninni. Hún verður að vera vitræn. Annars er hún stórskaðleg. Helftin af þeirri gagnrýni sem hvolfist yfir fjölmiðla byggist á ranghugmyndum og vanþekkingu. Fyrst og fremst vegna þess að fjölmiðlar hafa tekið að sér það hlutverk í samfélaginu að vera blóraböggull. Þessar ranghugmyndir grundvallast á meðvirkni. Ef ég segi frá því að bróðir þinn hafi stolið peningum, þá notar þú tækifærið, og allir sem þér tengjast til að móðgast fyrir hans hönd. Og yfirfæra þann sársauka sem tengist hrakförum hans yfir á fjölmiðla: Þetta kemur engum við. Þá blandast inní smæð samfélagsins og þetta margfaldast eins og korn á taflborði. Þú dregur ekkert af þér að lýsa viðbjóði þínum á fjölmiðlinum. Saga fjölmiðla sýnir að þeir sem hafa komið fram og eru gagnrýnir eiga ekki nema tiltekinn líftíma fyrir höndum. Pressan, Eintak, Morgunpósturinn, til dæmis ... sem voru náttúrlega kölluð götublöð, og það er vegna þessa. En, alltaf þegar maður reynir að benda á að ýmis „gagnrýni“, reyndar helftin því fólk þarf á fyrirbærinu að halda til að geta kennt um, standist ekki skoðun, þá er það umsvifalaust afgreitt þannig að maður sé svo ofursensetívur gagnvart sjálfum sér, að maður þoli ekki „gagnrýni“ – að blaðamannastéttin sé sú sjálfhverfasta sem um getur. Hversu oft höfum við heyrt þessar klisjur?SkaðræðisskepnurnarÞað er ekkert auðvelt að komast úr þessum hjólförum, og í sjálfu sér er stéttin í raun sjálfri sér verst. Og skipta má því fyrirbæri í grófum dráttum í þrennt. a) Gamlir sjálfhverfir fyrrverandi blaðamenn er algjörar skaðræðisskepnur í þessu samhengi. Þeir tala um vonda fjölmiðla, augljóslega til að gera sinn hlut í fortíðinni betri; en fjölmiðlar voru ekkert betri þá. Það er algjört rugl. En, auðvitað trúr fólk þessum fauskum, þeir hljóta að vita um hvað þeir eru að tala, ekki satt? b) Annað sem gerir þetta erfitt er stöðugur skotgrafarhernaður blaðamanna þá milli miðla. Samkeppni, sem oft virkar ágætlega er vond að þessu leyti til; menn eru stöðugt að koma höggi á samkeppnismiðlana og sést ekki fyrir. c) Svo eru það þessir menn innan stéttar sem hafa ofurháleit, í raun hátimbraðar, hugmyndir um samfélagslegt mikilvægi blaðamennsku, en þeir eru nú ekki betur áttaðari en svo að þeir kunna ekki einu sinni að greina á milli viðhorfspistla og fréttaflutnings. Blaðamennska er að sönnu mikilvæg, en hún er það í sjálfu sér með miðlun upplýsinga og þess umboðs sem blaðamenn þiggja frá almenningi sem felst í því að mega spyrja ráðamenn. Ráðamönnum ber að svara undabragðalaust og geri þeir það ekki ættu þeir að bera ábyrgð á því, ekki blaðamenn. Ef við ætlum að komast út úr þessari stórskaðlegu stöðu, sem samfélagið allt sýpur seyðið af, þarf að byrja heima og blaðamannastéttin verður að taka sig taki. Það felst engin niðurlæging í því að taka sönsum. Það felst hins vegar niðurlæging í hinu. Eftir að hafa fylgst með umræðu á samfélagsmiðlum nú árum saman hefur ég ekki komist hjá því að taka eftir alvarlegri brotalöm í þjóðarsálinni. Þó alhæfingar séu vitaskuld vafasamar þá eru Íslendingar upp til hópa þverir, móðgunargjarnir og telja niðurlægingu fólgna í því að þurfa að horfast í augu við að þeir hafi hugsanlega rangt fyrir sér. En, við ættum að hafa hugfast að efinn er faðir viskunnar, ekki þvermóðskan.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar