LSD veldur aukinni virkni í heila Birgir Örn Steinarsson skrifar 12. apríl 2016 15:47 Skammtar af LSD eru oft seldir í litríku formi á svarta markaðnum. Vísir Nýleg rannsókn á ofskynjunarlyfinu LSD gefur vísbendingar um það að lyfið auki verkun á milli heilasvæða á þann hátt að svæði sem venjulega séu lítið virk við tiltekna hegðun virkist svipað mikið og þau svæði sem virkjast venjulega hjá þeim sem ekki eru undir áhrifum lyfsins. Til dæmis virki sjónáreiti mun fleiri heilasvæði hjá þeim sem eru undir áhrifum LSD en hjá þeim sem eru það ekki. Talið er því að LSD valdi því að fleiri heilasvæði í einu bregðist við ýmis konar áreitum undir áhrifum lyfsins. Hugmyndin er því sú að fólk noti meira af heilanum til þess að vinna úr upplýsingum undir áhrifum LSD en ekki. Þetta kemur fram í rannsókn Imperial College í London á efninu en rannsóknin er leidd af taugasálfræðingnum David Nutt sem starfaði áður sem eiturlyfjaráðgjafi fyrir bresku ríkisstjórnina. Rannsóknin var gerð á 20 einstaklingum sem samþykktu að láta sprauta 0.075 milligrömmum af efninu í blóðrás sína. Einn daginn fengu þátttakendur staðleysulyf en smá skammt af LSD þann næsta. Báða daganna voru þeir settir í segulómna (fMRI) heilaskanna og hin ýmsu áreiti prófuð á þeim. Í ljós kom að heilar þeirra sýndu mun meiri og dreifðari virkni eftir lyfjagjöfina en áður. Það sem kom mest á óvart var að heilasvæði sem venjulega virkjast lítið við tiltekin áreiti sýndu nú mikla virkni.Tvo daga í röð voru þátttakendur látnir gera sama hlutinn. Seinni daginn voru þeir undir áhrifum LSD.Vísir/Imperial CollegeHiggs-boson taugavísindannaAnnar hluti rannsóknarinnar sýndi svo að virkni á milli heilasvæði sem vinna venjulega saman úr upplýsingum minnkaði. Það var í samræmi við þá lýsingu þeirra sem tóku lyfið að þeim liði sem þeir væru í „betri tengslum við alheiminn“ og finndu minna fyrir eigin sjálfi. „Þetta er fyrir taugavísindi það sem Higgs-boson var fyrir örvísindi“, segir Nutt en hann og félagar hans túlka niðurstöður rannsóknarinnar á þann veg að LSD losi heilann frá þeim „vinnu“-mynstrum sem hann tileinki sér á milli barnæsku og fullorðinsára. Hann er því bjartsýnn um að rannsóknin geti hjálpað til við að skilja það þroskaferli heilans sem eigi sér stað á uppvaxtarárum. Þetta verði til þess að maðurinn muni öðlast enn betri skilning á sjálfri meðvitundinni (consciousness) sem og bjóða upp á nýjar læknismeðferðir fyrir ýmsa andlega kvilla á borð við þunglyndi.Vefur The Guardian fjallar ítarlega um málið.Hér fyrir neðan má sjá myndband The Guardian um rannsóknina. Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Sjá meira
Nýleg rannsókn á ofskynjunarlyfinu LSD gefur vísbendingar um það að lyfið auki verkun á milli heilasvæða á þann hátt að svæði sem venjulega séu lítið virk við tiltekna hegðun virkist svipað mikið og þau svæði sem virkjast venjulega hjá þeim sem ekki eru undir áhrifum lyfsins. Til dæmis virki sjónáreiti mun fleiri heilasvæði hjá þeim sem eru undir áhrifum LSD en hjá þeim sem eru það ekki. Talið er því að LSD valdi því að fleiri heilasvæði í einu bregðist við ýmis konar áreitum undir áhrifum lyfsins. Hugmyndin er því sú að fólk noti meira af heilanum til þess að vinna úr upplýsingum undir áhrifum LSD en ekki. Þetta kemur fram í rannsókn Imperial College í London á efninu en rannsóknin er leidd af taugasálfræðingnum David Nutt sem starfaði áður sem eiturlyfjaráðgjafi fyrir bresku ríkisstjórnina. Rannsóknin var gerð á 20 einstaklingum sem samþykktu að láta sprauta 0.075 milligrömmum af efninu í blóðrás sína. Einn daginn fengu þátttakendur staðleysulyf en smá skammt af LSD þann næsta. Báða daganna voru þeir settir í segulómna (fMRI) heilaskanna og hin ýmsu áreiti prófuð á þeim. Í ljós kom að heilar þeirra sýndu mun meiri og dreifðari virkni eftir lyfjagjöfina en áður. Það sem kom mest á óvart var að heilasvæði sem venjulega virkjast lítið við tiltekin áreiti sýndu nú mikla virkni.Tvo daga í röð voru þátttakendur látnir gera sama hlutinn. Seinni daginn voru þeir undir áhrifum LSD.Vísir/Imperial CollegeHiggs-boson taugavísindannaAnnar hluti rannsóknarinnar sýndi svo að virkni á milli heilasvæði sem vinna venjulega saman úr upplýsingum minnkaði. Það var í samræmi við þá lýsingu þeirra sem tóku lyfið að þeim liði sem þeir væru í „betri tengslum við alheiminn“ og finndu minna fyrir eigin sjálfi. „Þetta er fyrir taugavísindi það sem Higgs-boson var fyrir örvísindi“, segir Nutt en hann og félagar hans túlka niðurstöður rannsóknarinnar á þann veg að LSD losi heilann frá þeim „vinnu“-mynstrum sem hann tileinki sér á milli barnæsku og fullorðinsára. Hann er því bjartsýnn um að rannsóknin geti hjálpað til við að skilja það þroskaferli heilans sem eigi sér stað á uppvaxtarárum. Þetta verði til þess að maðurinn muni öðlast enn betri skilning á sjálfri meðvitundinni (consciousness) sem og bjóða upp á nýjar læknismeðferðir fyrir ýmsa andlega kvilla á borð við þunglyndi.Vefur The Guardian fjallar ítarlega um málið.Hér fyrir neðan má sjá myndband The Guardian um rannsóknina.
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Sjá meira