Fastir liðir eins og venjulega í úrslitakeppni kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2016 06:30 Úrvalslið Olís-deildar kvenna. Á myndina vantar Ramune Pekarskyte, leikmann Hauka. vísir/ernir Úrslitakeppnir handboltans fara af stað í vikunni og stelpurnar byrja í kvöld þegar allar fjórar viðureignir átta liða úrslitanna fara fram. Haukar og Grótta börðust um efsta sætið en það munaði síðan bara fjórum stigum á liðunum í næstu fjórum sætum. Það er því spenna fyrir úrslitakeppninni í svona jafnri deild. Stjarnan og Valur mætast í átta liða úrslitunum og rífa eflaust upp gömul sár eftir rosalegar rimmur undanfarin ár. Þetta verður fimmta árið í röð sem liðin mætast í úrslitakeppninni og undanfarin þrjú ár hefur einvígið unnist í oddaleik. Liðin unnu hvort innbyrðisleikinn sinn í deildinni og það má alveg fara að búa sig undir oddaleikinn. Fram mætir ÍBV í uppgjöri liðanna í 3. og 6. sæti en fyrir nokkru voru liðin í öfugri stöðu. Eyjakonur hafa hins vegar gefið mikið eftir að undanförnu og misstu frá sér heimavallarréttinn sem gæti reynst þeim dýrkeypt. Framkonur hafa meðbyrinn enda vann Framliðið (6) fjórum fleiri leiki í síðustu sjö umferðunum en ÍBV-liðið (2). Það búast flestir við að Haukar og Grótta vinni sín einvígi 2-0 á móti tveimur reynslulitlum liðum en þar leynast skeinuhættir andstæðingar. Deildarmeistarar Hauka mæta Fylki en liðin eiga það sameiginlegt að hafa hvorugt unnið leik í úrslitakeppni undanfarin þrjú ár. Það munar vissulega átta sætum á liðunum en Haukarnir unnu samt báða leikina með aðeins tveimur mörkum. Fylkisliðið fór alla leið í undanúrslit bikarsins í vetur og er sýnd veiði en ekki gefin. Íslandsmeistarar Gróttu hafa þegar misst deildarmeistaratitilinn til Hauka og bikarinn til Stjörnunnar og fyrsta skrefið í titilvörn þeirra á Íslandsmótinu er að mæta markadrottningunni Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur og félögum í Selfossi. Grótta vann báða innbyrðisleiki liðanna þrátt fyrir að Hrafnhildur skoraði samtals 22 mörk í þeim. Það er áhyggjuefni fyrir sóknarleik Gróttu að öll hin sjö liðin skoruðu fleiri mörk í deildarkeppninni. Varnarleikur Gróttuliðsins var aftur á móti í sérflokki og það mun alltaf skila liðinu langt í úrslitakeppninni. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Haukarnir eiga sex leikmenn af fjórtán í úrvalsliðum handboltans Haukar unnu deildarmeistaratitlana í karla- og kvennaflokki í Olís-deildunum í handbolta og Haukarnir söfnuðu líka að sér verðlaunum þegar deildarkeppnin var gerð upp. 12. apríl 2016 12:22 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
Úrslitakeppnir handboltans fara af stað í vikunni og stelpurnar byrja í kvöld þegar allar fjórar viðureignir átta liða úrslitanna fara fram. Haukar og Grótta börðust um efsta sætið en það munaði síðan bara fjórum stigum á liðunum í næstu fjórum sætum. Það er því spenna fyrir úrslitakeppninni í svona jafnri deild. Stjarnan og Valur mætast í átta liða úrslitunum og rífa eflaust upp gömul sár eftir rosalegar rimmur undanfarin ár. Þetta verður fimmta árið í röð sem liðin mætast í úrslitakeppninni og undanfarin þrjú ár hefur einvígið unnist í oddaleik. Liðin unnu hvort innbyrðisleikinn sinn í deildinni og það má alveg fara að búa sig undir oddaleikinn. Fram mætir ÍBV í uppgjöri liðanna í 3. og 6. sæti en fyrir nokkru voru liðin í öfugri stöðu. Eyjakonur hafa hins vegar gefið mikið eftir að undanförnu og misstu frá sér heimavallarréttinn sem gæti reynst þeim dýrkeypt. Framkonur hafa meðbyrinn enda vann Framliðið (6) fjórum fleiri leiki í síðustu sjö umferðunum en ÍBV-liðið (2). Það búast flestir við að Haukar og Grótta vinni sín einvígi 2-0 á móti tveimur reynslulitlum liðum en þar leynast skeinuhættir andstæðingar. Deildarmeistarar Hauka mæta Fylki en liðin eiga það sameiginlegt að hafa hvorugt unnið leik í úrslitakeppni undanfarin þrjú ár. Það munar vissulega átta sætum á liðunum en Haukarnir unnu samt báða leikina með aðeins tveimur mörkum. Fylkisliðið fór alla leið í undanúrslit bikarsins í vetur og er sýnd veiði en ekki gefin. Íslandsmeistarar Gróttu hafa þegar misst deildarmeistaratitilinn til Hauka og bikarinn til Stjörnunnar og fyrsta skrefið í titilvörn þeirra á Íslandsmótinu er að mæta markadrottningunni Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur og félögum í Selfossi. Grótta vann báða innbyrðisleiki liðanna þrátt fyrir að Hrafnhildur skoraði samtals 22 mörk í þeim. Það er áhyggjuefni fyrir sóknarleik Gróttu að öll hin sjö liðin skoruðu fleiri mörk í deildarkeppninni. Varnarleikur Gróttuliðsins var aftur á móti í sérflokki og það mun alltaf skila liðinu langt í úrslitakeppninni.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Haukarnir eiga sex leikmenn af fjórtán í úrvalsliðum handboltans Haukar unnu deildarmeistaratitlana í karla- og kvennaflokki í Olís-deildunum í handbolta og Haukarnir söfnuðu líka að sér verðlaunum þegar deildarkeppnin var gerð upp. 12. apríl 2016 12:22 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
Haukarnir eiga sex leikmenn af fjórtán í úrvalsliðum handboltans Haukar unnu deildarmeistaratitlana í karla- og kvennaflokki í Olís-deildunum í handbolta og Haukarnir söfnuðu líka að sér verðlaunum þegar deildarkeppnin var gerð upp. 12. apríl 2016 12:22