Grunnskólarnir sveltir Hjördís Bára Gestsdóttir skrifar 14. apríl 2016 07:00 Stundum fær maður alveg nóg af „ástandinu”. Við kennarar eigum að bjarga öllu og ganga í öll hlutverk, segja „já” við öllum tillögum og viðbótum í starfinu og vera ekkert að hafa neitt allt of margar skoðanir á því sem fyrir okkur er lagt. Hingað og ekki lengra! Hvenær ætla þessir einstaklingar sem taka mikilvægustu ákvarðanirnar varðandi menntamál yngstu kynslóðarinnar að skilja hvað þarf að vera til staðar til að gera grunnstoðirnar sem styrkastar fyrir hvern og einn? Niðurskurður sérkennslu, fjölmennir og mikið getublandaðir bekkir með einn kennara er klárlega ekki málið. Þvílík hræsni að halda því fram að þetta sé bara „ekkert mál" að vera með fjölmennan bekk og allir fái nám við hæfi. Ég blæs á það sem á að kallast einstaklingsmiðað nám, þvílík fjarstæða að reyna að troða þessu inn eins og málin eru í dag.Ég segi að: í hverjum bekk eigi að vera færri nemendur en nú tíðkast ráða eigi inn fleiri vel menntaða og áhugasama kennara auka eigi við sérkennslukvótann og allan þann stuðning sem nemendur eiga kost/rétt á að fá gera eigi allt sem mögulegt er til þess að gera starfsumhverfi barnanna hvetjandi og skilvirkt. Ef heldur áfram sem horfir munu kennarar kulna í starfi löngu fyrir starfslokaaldur, veikindadagar og fjarvistir vegna veikinda ýmiss konar verða fleiri en þeir þyrftu að vera og óánægja starfsstéttarinnar mun aukast. Þetta myndi þá leiða til þess að æ færri sýndu kennaranáminu áhuga og færri útskrifast með bros á vör og spenntir fyrir því að taka til starfa eins og kannski áður var, því umræðan og upplifanir starfandi kennara nú á dögum eru ekki mikið á jákvæðu nótunum. Fyrir utan þessa örfáu þætti sem hér að framan eru ritaðir vil ég aðeins beina sjónum ykkar að náms- og starfsfræðslu. Margoft hefur það verið gefið út að æskilegur nemendafjöldi á hvert 100% stöðugildi náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum ætti að vera 300. Í mörgum skólum er þetta alls ekki raunin og sums staðar eru allt upp í 800 nemendur á einn náms- og starfsráðgjafa. Niðurstöður fjölmargra rannsókna á þessu viðfangsefni hafa sýnt það greinilega að með vandaðri og markvissri náms- og starfsfræðslu má draga verulega úr brottfalli nemenda úr framhaldsskóla. Hér er eitthvað mikið að í íslensku skólakerfi og þetta þarf að bæta, ekki skipa nefnd ofan á nefnd til að gera rannsóknir sem allar sýna svipaðar niðurstöður og gera svo ekkert í málunum. Hvernig væri að taka mark á niðurstöðunum og setja nefndarpeningana í eflingu náms- og starfsfræðslu við grunnskólana? Ráða inn fleiri. Ef virkilega yrði nú hlustað og úr þessu yrði stórbætt eins og að framan er lagt til þá myndi það án efa spara þjóðarbúinu stórfé til lengri tíma litið. Vaknið til lífsins og gerið betur, miklu betur. Verum saman í liði og stefnum fram á við með hagsmuni barnanna okkar að leiðarljósi. Í dag er forgangsröðunin mjög brengluð, tökum til og lögum þessi miklu mistök síðustu ára þar sem „niðurskurðargrafan“ hefur ráðið ríkjum svo um munar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Stundum fær maður alveg nóg af „ástandinu”. Við kennarar eigum að bjarga öllu og ganga í öll hlutverk, segja „já” við öllum tillögum og viðbótum í starfinu og vera ekkert að hafa neitt allt of margar skoðanir á því sem fyrir okkur er lagt. Hingað og ekki lengra! Hvenær ætla þessir einstaklingar sem taka mikilvægustu ákvarðanirnar varðandi menntamál yngstu kynslóðarinnar að skilja hvað þarf að vera til staðar til að gera grunnstoðirnar sem styrkastar fyrir hvern og einn? Niðurskurður sérkennslu, fjölmennir og mikið getublandaðir bekkir með einn kennara er klárlega ekki málið. Þvílík hræsni að halda því fram að þetta sé bara „ekkert mál" að vera með fjölmennan bekk og allir fái nám við hæfi. Ég blæs á það sem á að kallast einstaklingsmiðað nám, þvílík fjarstæða að reyna að troða þessu inn eins og málin eru í dag.Ég segi að: í hverjum bekk eigi að vera færri nemendur en nú tíðkast ráða eigi inn fleiri vel menntaða og áhugasama kennara auka eigi við sérkennslukvótann og allan þann stuðning sem nemendur eiga kost/rétt á að fá gera eigi allt sem mögulegt er til þess að gera starfsumhverfi barnanna hvetjandi og skilvirkt. Ef heldur áfram sem horfir munu kennarar kulna í starfi löngu fyrir starfslokaaldur, veikindadagar og fjarvistir vegna veikinda ýmiss konar verða fleiri en þeir þyrftu að vera og óánægja starfsstéttarinnar mun aukast. Þetta myndi þá leiða til þess að æ færri sýndu kennaranáminu áhuga og færri útskrifast með bros á vör og spenntir fyrir því að taka til starfa eins og kannski áður var, því umræðan og upplifanir starfandi kennara nú á dögum eru ekki mikið á jákvæðu nótunum. Fyrir utan þessa örfáu þætti sem hér að framan eru ritaðir vil ég aðeins beina sjónum ykkar að náms- og starfsfræðslu. Margoft hefur það verið gefið út að æskilegur nemendafjöldi á hvert 100% stöðugildi náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum ætti að vera 300. Í mörgum skólum er þetta alls ekki raunin og sums staðar eru allt upp í 800 nemendur á einn náms- og starfsráðgjafa. Niðurstöður fjölmargra rannsókna á þessu viðfangsefni hafa sýnt það greinilega að með vandaðri og markvissri náms- og starfsfræðslu má draga verulega úr brottfalli nemenda úr framhaldsskóla. Hér er eitthvað mikið að í íslensku skólakerfi og þetta þarf að bæta, ekki skipa nefnd ofan á nefnd til að gera rannsóknir sem allar sýna svipaðar niðurstöður og gera svo ekkert í málunum. Hvernig væri að taka mark á niðurstöðunum og setja nefndarpeningana í eflingu náms- og starfsfræðslu við grunnskólana? Ráða inn fleiri. Ef virkilega yrði nú hlustað og úr þessu yrði stórbætt eins og að framan er lagt til þá myndi það án efa spara þjóðarbúinu stórfé til lengri tíma litið. Vaknið til lífsins og gerið betur, miklu betur. Verum saman í liði og stefnum fram á við með hagsmuni barnanna okkar að leiðarljósi. Í dag er forgangsröðunin mjög brengluð, tökum til og lögum þessi miklu mistök síðustu ára þar sem „niðurskurðargrafan“ hefur ráðið ríkjum svo um munar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar