Grunnskólarnir sveltir Hjördís Bára Gestsdóttir skrifar 14. apríl 2016 07:00 Stundum fær maður alveg nóg af „ástandinu”. Við kennarar eigum að bjarga öllu og ganga í öll hlutverk, segja „já” við öllum tillögum og viðbótum í starfinu og vera ekkert að hafa neitt allt of margar skoðanir á því sem fyrir okkur er lagt. Hingað og ekki lengra! Hvenær ætla þessir einstaklingar sem taka mikilvægustu ákvarðanirnar varðandi menntamál yngstu kynslóðarinnar að skilja hvað þarf að vera til staðar til að gera grunnstoðirnar sem styrkastar fyrir hvern og einn? Niðurskurður sérkennslu, fjölmennir og mikið getublandaðir bekkir með einn kennara er klárlega ekki málið. Þvílík hræsni að halda því fram að þetta sé bara „ekkert mál" að vera með fjölmennan bekk og allir fái nám við hæfi. Ég blæs á það sem á að kallast einstaklingsmiðað nám, þvílík fjarstæða að reyna að troða þessu inn eins og málin eru í dag.Ég segi að: í hverjum bekk eigi að vera færri nemendur en nú tíðkast ráða eigi inn fleiri vel menntaða og áhugasama kennara auka eigi við sérkennslukvótann og allan þann stuðning sem nemendur eiga kost/rétt á að fá gera eigi allt sem mögulegt er til þess að gera starfsumhverfi barnanna hvetjandi og skilvirkt. Ef heldur áfram sem horfir munu kennarar kulna í starfi löngu fyrir starfslokaaldur, veikindadagar og fjarvistir vegna veikinda ýmiss konar verða fleiri en þeir þyrftu að vera og óánægja starfsstéttarinnar mun aukast. Þetta myndi þá leiða til þess að æ færri sýndu kennaranáminu áhuga og færri útskrifast með bros á vör og spenntir fyrir því að taka til starfa eins og kannski áður var, því umræðan og upplifanir starfandi kennara nú á dögum eru ekki mikið á jákvæðu nótunum. Fyrir utan þessa örfáu þætti sem hér að framan eru ritaðir vil ég aðeins beina sjónum ykkar að náms- og starfsfræðslu. Margoft hefur það verið gefið út að æskilegur nemendafjöldi á hvert 100% stöðugildi náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum ætti að vera 300. Í mörgum skólum er þetta alls ekki raunin og sums staðar eru allt upp í 800 nemendur á einn náms- og starfsráðgjafa. Niðurstöður fjölmargra rannsókna á þessu viðfangsefni hafa sýnt það greinilega að með vandaðri og markvissri náms- og starfsfræðslu má draga verulega úr brottfalli nemenda úr framhaldsskóla. Hér er eitthvað mikið að í íslensku skólakerfi og þetta þarf að bæta, ekki skipa nefnd ofan á nefnd til að gera rannsóknir sem allar sýna svipaðar niðurstöður og gera svo ekkert í málunum. Hvernig væri að taka mark á niðurstöðunum og setja nefndarpeningana í eflingu náms- og starfsfræðslu við grunnskólana? Ráða inn fleiri. Ef virkilega yrði nú hlustað og úr þessu yrði stórbætt eins og að framan er lagt til þá myndi það án efa spara þjóðarbúinu stórfé til lengri tíma litið. Vaknið til lífsins og gerið betur, miklu betur. Verum saman í liði og stefnum fram á við með hagsmuni barnanna okkar að leiðarljósi. Í dag er forgangsröðunin mjög brengluð, tökum til og lögum þessi miklu mistök síðustu ára þar sem „niðurskurðargrafan“ hefur ráðið ríkjum svo um munar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stundum fær maður alveg nóg af „ástandinu”. Við kennarar eigum að bjarga öllu og ganga í öll hlutverk, segja „já” við öllum tillögum og viðbótum í starfinu og vera ekkert að hafa neitt allt of margar skoðanir á því sem fyrir okkur er lagt. Hingað og ekki lengra! Hvenær ætla þessir einstaklingar sem taka mikilvægustu ákvarðanirnar varðandi menntamál yngstu kynslóðarinnar að skilja hvað þarf að vera til staðar til að gera grunnstoðirnar sem styrkastar fyrir hvern og einn? Niðurskurður sérkennslu, fjölmennir og mikið getublandaðir bekkir með einn kennara er klárlega ekki málið. Þvílík hræsni að halda því fram að þetta sé bara „ekkert mál" að vera með fjölmennan bekk og allir fái nám við hæfi. Ég blæs á það sem á að kallast einstaklingsmiðað nám, þvílík fjarstæða að reyna að troða þessu inn eins og málin eru í dag.Ég segi að: í hverjum bekk eigi að vera færri nemendur en nú tíðkast ráða eigi inn fleiri vel menntaða og áhugasama kennara auka eigi við sérkennslukvótann og allan þann stuðning sem nemendur eiga kost/rétt á að fá gera eigi allt sem mögulegt er til þess að gera starfsumhverfi barnanna hvetjandi og skilvirkt. Ef heldur áfram sem horfir munu kennarar kulna í starfi löngu fyrir starfslokaaldur, veikindadagar og fjarvistir vegna veikinda ýmiss konar verða fleiri en þeir þyrftu að vera og óánægja starfsstéttarinnar mun aukast. Þetta myndi þá leiða til þess að æ færri sýndu kennaranáminu áhuga og færri útskrifast með bros á vör og spenntir fyrir því að taka til starfa eins og kannski áður var, því umræðan og upplifanir starfandi kennara nú á dögum eru ekki mikið á jákvæðu nótunum. Fyrir utan þessa örfáu þætti sem hér að framan eru ritaðir vil ég aðeins beina sjónum ykkar að náms- og starfsfræðslu. Margoft hefur það verið gefið út að æskilegur nemendafjöldi á hvert 100% stöðugildi náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum ætti að vera 300. Í mörgum skólum er þetta alls ekki raunin og sums staðar eru allt upp í 800 nemendur á einn náms- og starfsráðgjafa. Niðurstöður fjölmargra rannsókna á þessu viðfangsefni hafa sýnt það greinilega að með vandaðri og markvissri náms- og starfsfræðslu má draga verulega úr brottfalli nemenda úr framhaldsskóla. Hér er eitthvað mikið að í íslensku skólakerfi og þetta þarf að bæta, ekki skipa nefnd ofan á nefnd til að gera rannsóknir sem allar sýna svipaðar niðurstöður og gera svo ekkert í málunum. Hvernig væri að taka mark á niðurstöðunum og setja nefndarpeningana í eflingu náms- og starfsfræðslu við grunnskólana? Ráða inn fleiri. Ef virkilega yrði nú hlustað og úr þessu yrði stórbætt eins og að framan er lagt til þá myndi það án efa spara þjóðarbúinu stórfé til lengri tíma litið. Vaknið til lífsins og gerið betur, miklu betur. Verum saman í liði og stefnum fram á við með hagsmuni barnanna okkar að leiðarljósi. Í dag er forgangsröðunin mjög brengluð, tökum til og lögum þessi miklu mistök síðustu ára þar sem „niðurskurðargrafan“ hefur ráðið ríkjum svo um munar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar