Hefur ekki lengur tölu á pörunum Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. apríl 2016 10:00 Sindri Páll Sigurðsson, iðnhönnuður og sneaker-safnari, rogast hér með brot úr safninu. Vísir/Vilhelm. „Það er engin ein ákvörðun að byrja að safna, þetta safnast í raun bara upp hjá manni. Ég hef alltaf haft tvö áhugamál síðan ég var lítill – hönnun og íþróttir og það sameinast hérna í þessu safni. Ég var í körfu og Michael Jordan var átrúnaðargoðið. Maður var mikið að spá í körfuboltasskónum og það var kappsmál að vera í nýjustu Jordans,“ segir Sindri Páll um það hvernig það kom til að hann byrjaði að safna strigaskóm. „Ég hef verið að sanka þessu að mér í 14 – 15 ár, líklega frá árinu 1998. Í raun síðan ég komst í stærðina mína sem ég geng í í dag.“ Til marks um umfang safnsins nefnir Sindri við mig að hann hafi verið að enda við flutninga og þá hafi hann verið í hálfgerðu sjokki yfir fjöldanum á skóm og þessi mikli fjöldi hafi í raun valdið honum nokkrum vandræðum. „Ég geng í öllum skónum mínum, það eina sem ég geng ekki í er eitthvað sem ég hef ekki komist í að taka upp úr kassanum.“Kobe 9Kobe 9 „Hérna snýr aftur þessi körfubolta hi top. Maður hefur ekki séð svona háan skó síðan á 10. áratugnum. En hérna bætist prjónatæknin við. Það eru líka skemmtilegir detailar á skónum: það eru níu saumar aftan á skónum, bæði af því að þetta er Kobe 9 og líka útaf því að þegar Kobe sleit hásin þurfti hann níu sauma til að tjasla henni aftur saman. Síðan var Kobe auðvitað að leggja skóna á hilluna á miðvikudaginn. Kobe hefur alltaf unnið náið með hönnuðum og verið kröfuharður á útlitið á sína skó.“Flyknit chukkaNike Lunar Flyknit Chukka „Ég fékk þá þegar ég fór í heimsókn í höfuðstöðvar Nike í Portland. Þar hitti ég Tinker Hatfield [hönnuður flestra Air Jordan skótýpanna] en guggnaði að fá mynd með honum, sem ég sé alltaf smá eftir. Þetta eru einir af fyrstu prjónuðu skónum sem koma út og með þessum botni sem er gerður úr Lunar efninu frá NASA. Þeir eru í funky litum, eru alveg ógeðslega þægilegir og eru þess vegna í miklu uppáhaldi.“Jordan 3Nike Air Jordan 3 „Þetta er svona hið heilaga gral. Jordan 3 er fyrsti Jordan skórinn sem að Tinker Hatfield hannar, frá árinu 1988. Þegar þessi skór kemur út þá er það á þeim tíma sem að Jordan verður ofurstjarna og er allsstaðar. Það verður að hafa hann með.“ Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira
„Það er engin ein ákvörðun að byrja að safna, þetta safnast í raun bara upp hjá manni. Ég hef alltaf haft tvö áhugamál síðan ég var lítill – hönnun og íþróttir og það sameinast hérna í þessu safni. Ég var í körfu og Michael Jordan var átrúnaðargoðið. Maður var mikið að spá í körfuboltasskónum og það var kappsmál að vera í nýjustu Jordans,“ segir Sindri Páll um það hvernig það kom til að hann byrjaði að safna strigaskóm. „Ég hef verið að sanka þessu að mér í 14 – 15 ár, líklega frá árinu 1998. Í raun síðan ég komst í stærðina mína sem ég geng í í dag.“ Til marks um umfang safnsins nefnir Sindri við mig að hann hafi verið að enda við flutninga og þá hafi hann verið í hálfgerðu sjokki yfir fjöldanum á skóm og þessi mikli fjöldi hafi í raun valdið honum nokkrum vandræðum. „Ég geng í öllum skónum mínum, það eina sem ég geng ekki í er eitthvað sem ég hef ekki komist í að taka upp úr kassanum.“Kobe 9Kobe 9 „Hérna snýr aftur þessi körfubolta hi top. Maður hefur ekki séð svona háan skó síðan á 10. áratugnum. En hérna bætist prjónatæknin við. Það eru líka skemmtilegir detailar á skónum: það eru níu saumar aftan á skónum, bæði af því að þetta er Kobe 9 og líka útaf því að þegar Kobe sleit hásin þurfti hann níu sauma til að tjasla henni aftur saman. Síðan var Kobe auðvitað að leggja skóna á hilluna á miðvikudaginn. Kobe hefur alltaf unnið náið með hönnuðum og verið kröfuharður á útlitið á sína skó.“Flyknit chukkaNike Lunar Flyknit Chukka „Ég fékk þá þegar ég fór í heimsókn í höfuðstöðvar Nike í Portland. Þar hitti ég Tinker Hatfield [hönnuður flestra Air Jordan skótýpanna] en guggnaði að fá mynd með honum, sem ég sé alltaf smá eftir. Þetta eru einir af fyrstu prjónuðu skónum sem koma út og með þessum botni sem er gerður úr Lunar efninu frá NASA. Þeir eru í funky litum, eru alveg ógeðslega þægilegir og eru þess vegna í miklu uppáhaldi.“Jordan 3Nike Air Jordan 3 „Þetta er svona hið heilaga gral. Jordan 3 er fyrsti Jordan skórinn sem að Tinker Hatfield hannar, frá árinu 1988. Þegar þessi skór kemur út þá er það á þeim tíma sem að Jordan verður ofurstjarna og er allsstaðar. Það verður að hafa hann með.“
Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira