Er bylting framundan í auðæfasköpun Íslendinga? Tryggvi Hjaltason skrifar 15. apríl 2016 11:31 Ísland var alla tuttugustu öldina fáþætt auðlindahagkerfi, en einkenni slíkra hagkerfa er t.a.m. há tíðni ófyrirsjáanlegra efnahagssveiflna eins og auðkennt hefur íslenska hagsögu. Hraður uppgangur hugverkaiðnaðarins í að verða fjórða stoðin í hagkerfinu til viðbótar við ferðaþjónustu, stóriðju og sjávarútveg býður Íslendingum hinsvegar upp á þann möguleika í fyrsta sinn að hér byggist upp stoð sem verður ekki háð takmörkuðum auðlindum. Stoð sem í eðli sínu flytur inn og býr til þekkingu og eftirsóknarverð hálaunastörf með framleiðsluvörum sem hafa eina hæstu virðisaukningu sem þekkist. Fyrir þremur árum lagðist ég í umfangsmikla rannsókn á rekstraumhverfi hugbúnaðar- og sprotafyrirtækja á Íslandi fyrir meistararitgerð í fjármálum hjá Háskóla Íslands. Ég réðst í rannsóknina því að í ljós hafði komið að nokkur af efnilegri sprotafyrirtækjum okkar höfðu flutt að hluta til eða öllu leyti úr landi og mig langaði að skilja hvers vegna. Rannsóknin, sem hófst sem hefðbundið meistararaverkefni, vatt upp á sig þegar ég hóf að taka viðtöl við aðila úr þessu umhverfi þar sem hver frásögn var áhugaverðari en sú síðasta. Rannsóknin stækkaði og stækkaði og tók á endanum eitt og hálft ár og var mér boðið að gera hana að doktorsverkefni, svo umfangsmikill var efniviðurinn orðinn. Að lokum hafði ég rætt við mikinn fjölda aðila á öllum þeim stigum sem hafa einhvern snertiflöt við hinn svokallaða hugverkageira á Íslandi þ.e.a.s. sú stoð sem býr til nýjar vörur og tækifæri í gegnum hugvit. Ég ræddi við frumkvöðla, alþingismenn, ráðuneytisfólk, stjórnendur lífeyrissjóða og fjárfestingarsjóða, lögfræðinga, endurskoðendur, aðstandendur sprotakeppna, fjárfesta, stjórnendur okkar stærstu hugverkafyrirtækja og áfram má telja. Ég kolféll fyrir þessum iðnaði og því sem ég kynntist. Á þessu tímabili starfaði ég mjög hamingjusamur fyrir ríkið í mjög skipulögðu umhverfi þar sem kassi var kassi, boðleiðir voru skýrar og það var ætlast til að menn færu ekki út fyrir þann ramma sem þeir voru ráðnir inn í. Heimurinn sem ég kynntist við rannsókn mína var eins frábrugðin þessu og hægt var. Sköpunarkrafturinn var áþreifanlegur og ég kynntist dýnamík sem ég hafði aldrei áður séð eða tengt við atvinnurekstur eða launaða vinnu. Það heillaði mig líka alveg rosalega hvernig allir voru í sama liðinu í þessum geira og að velgengni eins var brauð annars með tilheyrandi tengslum, verðmætri kynningu og þekkingarmargföldun inn í okkar litla hagkerfi. Niðurstöður á styrkleikum og veikleikum rekstrarumhverfis hugverkageirans á Íslandi voru ótrúlega afgerandi og viðmælendur nær á einu máli um hvað væri gott hér og hvað þyrfti alvarlega að færa til betri vegar. Þessar niðurstöður voru síðan bornar saman við alþjóðlegar mælingar og fordæmi annarra ríkja skoðað á þeim sviðum þar sem upp á vantaði hjá okkur. Það kom mér á óvart að læra að Ísland er með innbyggt samkeppnisforskot á nokkrum sviðum sem henta uppbyggingu hugverkaiðnaðar einstaklega vel og mun alltaf verða erfitt ef ekki ómögulegt fyrir önnur ríki að sækja á. Eitt af þessum atriðum er sú staðreynd að Ísland er hinn fullkomni prufumarkaður fyrir nýsköpun og tækni þar sem hér er heilt örhagkerfi í þróuðu ríki með hátt menntastig sem skorar t.a.m. nær alltaf hæst allra ríkja í alþjóðlegum mælingum á innleiðingu tækni. Hægt og bítandi fór ég að átta mig á því að Ísland væri í einstakri stöðu til að skapa sér sérstöðu á ótrúlega eftirsóknarverðum vettvangi, hugverkaþróun. Í dag keppast vestræn ríki um að ná til sín leiðandi fyrirtækjum og frumkvöðlum á þessum vettvangi því að margfeldisáhrifin af því að vera í fremstu línu í því sem kallað er fjórða iðnbyltingin eru ómetanleg, hvort sem litið er til efnahagsþátta eða virðisaukningu í þeim iðnaði sem þegar er til staðar. Ísland hefur ekki aðeins fjöldan allan af þessum innbyggðu samkeppnisforskotum, viðeigandi menningu og vel tengdan og samstíga hugverkaiðnað heldur eru nær allir þeir veikleikar sem helst snúa að viðskiptaumhverfinu í þessum geira eitthvað sem fremur auðsótt er að færa til betri vegar sé pólitískur vilji fyrir hendi. Mín upplifun í gegnum rannsóknina var sú að pólitískur vilji væri svo sannarlega til staðar, þvert á flokka, en vandamálið væri mun frekar skortur á þekkingu og að margir góðir aðilar væru að vinna að sérlausnum í mörgum hornum. Nú hinsvegar virðast stjórnvöld hafa ákveðið að færa á einu bretti til betri vegar fjöldan allan af þeim atriðum sem nauðsynlegt er að efla á Íslandi svo að við séum samkeppnishæf á þeim sviðum þar sem löggjöf getur um jafnað. Enda skilar samkeppnisforskot sér ekki ef lagaumhverfi er eftirbátur annarra ríkja. Fyrir liggur á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að styðja við fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti. Lagt er til að auðvelda einstaklingum að fjárfesta í nýsköpunarverkefnum með því að bjóða þeim skattaafslátt séu þeir reiðubúnir að ráðast í slíkar fjárfestingar, jafnvel þótt lágar séu. Lagt er til að efla stuðningsumhverfi við rannsóknir og þróun með hagkvæmari skattlagningu. Breyting sem er jafn mikilvæg fyrir risafyrirtæki eins og Össur og CCP þegar þau ákveða hvort eða hvernig fjárfestingar eigi að ráðast í er varða rannsóknir og þróun á Íslandi eins og nýsköpunarfyrirtæki sem samanstendur af þremur nýútskrifuðum verkfræðingum úr háskólanum sem ætla að byggja upp nýtt tækniundur á Íslandi. Þá eru áríðandi breytingar á skattalöggjöf sem rýmka fyrir notkun mikilvægra upphafsfjármögnunartóla sprotafyrirtækja eins og umbreytanlegra skuldabréfa og kaupréttar og skattlagning þeirra þar færð í farveg sem rímar betur við það sem tíðkast í viðmiðunarríkjum. Vinnum saman að því að draga til okkar arðbærustu hlekki framleiðslukeðjunnar, þar sem mestur virðisauki liggur. Þessir þættir framleiðslukeðjunnar eru t.d. hönnun og þróun vöru, myndun vörumerkis og dreifing og sala inn á neytendamarkað, allir þeir þættir sem einkenna hugverkaiðnaðinn. Í framangreindum hlekkjum framleiðslukeðjunnar er mesti arðurinn, hæstu launin greidd og hæstu skatttekjurnar innheimtar. Hugverkaiðnaðurinn skapar stórkostlegt tækifæri fyrir ungt fólk til að koma með gjaldeyri inn í hagkerfið á eigin forsendum og tryggja aðgang að fjölbreyttari störfum en áður. Frumvarpið sem nú liggur fyrir þingi er mikilvægt skref í að koma Íslandi í þá stöðu að vera einstaklega eftirsóknarverður staðar til að byggja upp hugverkaundur framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ísland var alla tuttugustu öldina fáþætt auðlindahagkerfi, en einkenni slíkra hagkerfa er t.a.m. há tíðni ófyrirsjáanlegra efnahagssveiflna eins og auðkennt hefur íslenska hagsögu. Hraður uppgangur hugverkaiðnaðarins í að verða fjórða stoðin í hagkerfinu til viðbótar við ferðaþjónustu, stóriðju og sjávarútveg býður Íslendingum hinsvegar upp á þann möguleika í fyrsta sinn að hér byggist upp stoð sem verður ekki háð takmörkuðum auðlindum. Stoð sem í eðli sínu flytur inn og býr til þekkingu og eftirsóknarverð hálaunastörf með framleiðsluvörum sem hafa eina hæstu virðisaukningu sem þekkist. Fyrir þremur árum lagðist ég í umfangsmikla rannsókn á rekstraumhverfi hugbúnaðar- og sprotafyrirtækja á Íslandi fyrir meistararitgerð í fjármálum hjá Háskóla Íslands. Ég réðst í rannsóknina því að í ljós hafði komið að nokkur af efnilegri sprotafyrirtækjum okkar höfðu flutt að hluta til eða öllu leyti úr landi og mig langaði að skilja hvers vegna. Rannsóknin, sem hófst sem hefðbundið meistararaverkefni, vatt upp á sig þegar ég hóf að taka viðtöl við aðila úr þessu umhverfi þar sem hver frásögn var áhugaverðari en sú síðasta. Rannsóknin stækkaði og stækkaði og tók á endanum eitt og hálft ár og var mér boðið að gera hana að doktorsverkefni, svo umfangsmikill var efniviðurinn orðinn. Að lokum hafði ég rætt við mikinn fjölda aðila á öllum þeim stigum sem hafa einhvern snertiflöt við hinn svokallaða hugverkageira á Íslandi þ.e.a.s. sú stoð sem býr til nýjar vörur og tækifæri í gegnum hugvit. Ég ræddi við frumkvöðla, alþingismenn, ráðuneytisfólk, stjórnendur lífeyrissjóða og fjárfestingarsjóða, lögfræðinga, endurskoðendur, aðstandendur sprotakeppna, fjárfesta, stjórnendur okkar stærstu hugverkafyrirtækja og áfram má telja. Ég kolféll fyrir þessum iðnaði og því sem ég kynntist. Á þessu tímabili starfaði ég mjög hamingjusamur fyrir ríkið í mjög skipulögðu umhverfi þar sem kassi var kassi, boðleiðir voru skýrar og það var ætlast til að menn færu ekki út fyrir þann ramma sem þeir voru ráðnir inn í. Heimurinn sem ég kynntist við rannsókn mína var eins frábrugðin þessu og hægt var. Sköpunarkrafturinn var áþreifanlegur og ég kynntist dýnamík sem ég hafði aldrei áður séð eða tengt við atvinnurekstur eða launaða vinnu. Það heillaði mig líka alveg rosalega hvernig allir voru í sama liðinu í þessum geira og að velgengni eins var brauð annars með tilheyrandi tengslum, verðmætri kynningu og þekkingarmargföldun inn í okkar litla hagkerfi. Niðurstöður á styrkleikum og veikleikum rekstrarumhverfis hugverkageirans á Íslandi voru ótrúlega afgerandi og viðmælendur nær á einu máli um hvað væri gott hér og hvað þyrfti alvarlega að færa til betri vegar. Þessar niðurstöður voru síðan bornar saman við alþjóðlegar mælingar og fordæmi annarra ríkja skoðað á þeim sviðum þar sem upp á vantaði hjá okkur. Það kom mér á óvart að læra að Ísland er með innbyggt samkeppnisforskot á nokkrum sviðum sem henta uppbyggingu hugverkaiðnaðar einstaklega vel og mun alltaf verða erfitt ef ekki ómögulegt fyrir önnur ríki að sækja á. Eitt af þessum atriðum er sú staðreynd að Ísland er hinn fullkomni prufumarkaður fyrir nýsköpun og tækni þar sem hér er heilt örhagkerfi í þróuðu ríki með hátt menntastig sem skorar t.a.m. nær alltaf hæst allra ríkja í alþjóðlegum mælingum á innleiðingu tækni. Hægt og bítandi fór ég að átta mig á því að Ísland væri í einstakri stöðu til að skapa sér sérstöðu á ótrúlega eftirsóknarverðum vettvangi, hugverkaþróun. Í dag keppast vestræn ríki um að ná til sín leiðandi fyrirtækjum og frumkvöðlum á þessum vettvangi því að margfeldisáhrifin af því að vera í fremstu línu í því sem kallað er fjórða iðnbyltingin eru ómetanleg, hvort sem litið er til efnahagsþátta eða virðisaukningu í þeim iðnaði sem þegar er til staðar. Ísland hefur ekki aðeins fjöldan allan af þessum innbyggðu samkeppnisforskotum, viðeigandi menningu og vel tengdan og samstíga hugverkaiðnað heldur eru nær allir þeir veikleikar sem helst snúa að viðskiptaumhverfinu í þessum geira eitthvað sem fremur auðsótt er að færa til betri vegar sé pólitískur vilji fyrir hendi. Mín upplifun í gegnum rannsóknina var sú að pólitískur vilji væri svo sannarlega til staðar, þvert á flokka, en vandamálið væri mun frekar skortur á þekkingu og að margir góðir aðilar væru að vinna að sérlausnum í mörgum hornum. Nú hinsvegar virðast stjórnvöld hafa ákveðið að færa á einu bretti til betri vegar fjöldan allan af þeim atriðum sem nauðsynlegt er að efla á Íslandi svo að við séum samkeppnishæf á þeim sviðum þar sem löggjöf getur um jafnað. Enda skilar samkeppnisforskot sér ekki ef lagaumhverfi er eftirbátur annarra ríkja. Fyrir liggur á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að styðja við fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti. Lagt er til að auðvelda einstaklingum að fjárfesta í nýsköpunarverkefnum með því að bjóða þeim skattaafslátt séu þeir reiðubúnir að ráðast í slíkar fjárfestingar, jafnvel þótt lágar séu. Lagt er til að efla stuðningsumhverfi við rannsóknir og þróun með hagkvæmari skattlagningu. Breyting sem er jafn mikilvæg fyrir risafyrirtæki eins og Össur og CCP þegar þau ákveða hvort eða hvernig fjárfestingar eigi að ráðast í er varða rannsóknir og þróun á Íslandi eins og nýsköpunarfyrirtæki sem samanstendur af þremur nýútskrifuðum verkfræðingum úr háskólanum sem ætla að byggja upp nýtt tækniundur á Íslandi. Þá eru áríðandi breytingar á skattalöggjöf sem rýmka fyrir notkun mikilvægra upphafsfjármögnunartóla sprotafyrirtækja eins og umbreytanlegra skuldabréfa og kaupréttar og skattlagning þeirra þar færð í farveg sem rímar betur við það sem tíðkast í viðmiðunarríkjum. Vinnum saman að því að draga til okkar arðbærustu hlekki framleiðslukeðjunnar, þar sem mestur virðisauki liggur. Þessir þættir framleiðslukeðjunnar eru t.d. hönnun og þróun vöru, myndun vörumerkis og dreifing og sala inn á neytendamarkað, allir þeir þættir sem einkenna hugverkaiðnaðinn. Í framangreindum hlekkjum framleiðslukeðjunnar er mesti arðurinn, hæstu launin greidd og hæstu skatttekjurnar innheimtar. Hugverkaiðnaðurinn skapar stórkostlegt tækifæri fyrir ungt fólk til að koma með gjaldeyri inn í hagkerfið á eigin forsendum og tryggja aðgang að fjölbreyttari störfum en áður. Frumvarpið sem nú liggur fyrir þingi er mikilvægt skref í að koma Íslandi í þá stöðu að vera einstaklega eftirsóknarverður staðar til að byggja upp hugverkaundur framtíðarinnar.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar