Geir og Guðmundur: Verða hópferðir til Frakklands Anton Ingi Leifsson skrifar 17. apríl 2016 21:45 Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason, frændurnir og bestu vinirnir í liði Vals, eru spenntir fyrir að ganga í raðir Cesson Rennes í Frakklandi eftir tímabilið. Þeir félagarnir ræddu stöðu mála við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem þeir sögðu meðal annars að þeir hafi lagt gífurlega mikla vinnu á sig. „Það var bara mjög stuttu eftir að Guðmundur samdi að viðræður hófust og það er dálítið síðan að ég skrifaði undir," sagði Geir og Guðmundur bætti við: „Þetta er bara áframhaldandi veisla. Þetta er mjög gaman og ánægjulegt að fá Geira frænda með." Þeir eru systkinabörn og hafa leikið með sömu félögunum í sjö ár; fyrst á Akureyri og nú með Val. Það verða því líklega hópferðir til Rennes á næsta leiktímabili. „Ég held að það séu allir mjög sáttir með þetta. Það verða hópferðir út, gista allir í Frakklandi. Ég held að það er enginn að kvarta yfir því." Stökkið er stórt frá Olís-deildinni yfir í næst sterkustu deild í heimi, en strákarnir eru hvergi bangnir. „Þeir eru stórir og sterkir í þessari deild og hraðinn er mikill. Það eru mjög góðir handboltamenn í þessari deild þannig þetta er toppklassi," sagði Geir. „Maður er búinn að æfa eins og vitleysingur ég veit ekki hvað lengi. Á Akureyri æfðum við mjög mikið og það má segja að þó nokkrir klukkutímar hafi farið í að komast á þennan stað." „Fyrsta árið fer bara í aðlagast nýrri deild, tungumáli, umhverfi og þess háttar. Við setum markið ekki of hátt í upphafi," sagði Gudmundur og hélt áfram. „Það er líka spurning um að fara út og njóta. Þetta er bara draumur hvers íþróttamanns að gera þetta að vinnu sinni og það er líka útgangspunkturinn að fara út og njóta." Ragnar Óskarsson, fyrrum aðstoðarþjálfari Vals, er aðstoðarþjálfari Cesson Rennes og það mun hjálpa drengjunum. „Raggi er búinn að vera duglegur að senda okkur myndbönd og maður þarf að vera duglegur að æfa og mæta í sínu besta formi," sagði Geir og Guðmundur bætti við að kynni sín af Ragnari sé góð: „Hann var með okkur aðstoðarþjálfari í eitt ár hérna og það mun koma sér mjög vel þegar við komum út. Hann þekkir okkar styrkleika og veit í hverju við þurfum að vinna til að fúnkera í þessari deild," sagði Guðmundur. Innslagið má sjá í heild sinni í sjónvarpsglugganum hér að ofan. Olís-deild karla Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Mjög skrýtinn misskilningur Sport „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira
Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason, frændurnir og bestu vinirnir í liði Vals, eru spenntir fyrir að ganga í raðir Cesson Rennes í Frakklandi eftir tímabilið. Þeir félagarnir ræddu stöðu mála við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem þeir sögðu meðal annars að þeir hafi lagt gífurlega mikla vinnu á sig. „Það var bara mjög stuttu eftir að Guðmundur samdi að viðræður hófust og það er dálítið síðan að ég skrifaði undir," sagði Geir og Guðmundur bætti við: „Þetta er bara áframhaldandi veisla. Þetta er mjög gaman og ánægjulegt að fá Geira frænda með." Þeir eru systkinabörn og hafa leikið með sömu félögunum í sjö ár; fyrst á Akureyri og nú með Val. Það verða því líklega hópferðir til Rennes á næsta leiktímabili. „Ég held að það séu allir mjög sáttir með þetta. Það verða hópferðir út, gista allir í Frakklandi. Ég held að það er enginn að kvarta yfir því." Stökkið er stórt frá Olís-deildinni yfir í næst sterkustu deild í heimi, en strákarnir eru hvergi bangnir. „Þeir eru stórir og sterkir í þessari deild og hraðinn er mikill. Það eru mjög góðir handboltamenn í þessari deild þannig þetta er toppklassi," sagði Geir. „Maður er búinn að æfa eins og vitleysingur ég veit ekki hvað lengi. Á Akureyri æfðum við mjög mikið og það má segja að þó nokkrir klukkutímar hafi farið í að komast á þennan stað." „Fyrsta árið fer bara í aðlagast nýrri deild, tungumáli, umhverfi og þess háttar. Við setum markið ekki of hátt í upphafi," sagði Gudmundur og hélt áfram. „Það er líka spurning um að fara út og njóta. Þetta er bara draumur hvers íþróttamanns að gera þetta að vinnu sinni og það er líka útgangspunkturinn að fara út og njóta." Ragnar Óskarsson, fyrrum aðstoðarþjálfari Vals, er aðstoðarþjálfari Cesson Rennes og það mun hjálpa drengjunum. „Raggi er búinn að vera duglegur að senda okkur myndbönd og maður þarf að vera duglegur að æfa og mæta í sínu besta formi," sagði Geir og Guðmundur bætti við að kynni sín af Ragnari sé góð: „Hann var með okkur aðstoðarþjálfari í eitt ár hérna og það mun koma sér mjög vel þegar við komum út. Hann þekkir okkar styrkleika og veit í hverju við þurfum að vinna til að fúnkera í þessari deild," sagði Guðmundur. Innslagið má sjá í heild sinni í sjónvarpsglugganum hér að ofan.
Olís-deild karla Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Mjög skrýtinn misskilningur Sport „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira