Byggja fyrsta míkróhúsið á Íslandi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. apríl 2016 20:00 Ungt par í Grindavík vinnur nú að því að breyta gömlum vatnstanki í bænum í þriggja hæða einbýlishús. Þannig ætla þau að byggja fyrsta svokallaða míkróhús landsins. Þau hvetja Íslendinga til að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að húsnæðismálum. Um heim allan hefur áhugi fólks á míkróhúsum eða smáheimilum aukist verulega undanfarin ár, en míkróhús geta verið allt niður í tuttugu fermetra fullbúin heimili. Gríðarleg eftirspurn er nú eftir litlum íbúðum og húsnæði á Íslandi en nánast ekkert framboð. Þau Ingibjörg Jakobsdóttir og Arnar Freyr Jónsson vinna nú að byggingu fyrsta míkróhúss landsins. Húsið sem verður þriggja hæða, byggja þau á grunni rúmlega fimmtíu ára gamals vatnstanks í Grindavík. „Ætli hugmyndin hafi ekki kviknað þegar við vorum úti í Danmörku og sáum að maður í rauninni þyrfti ekkert að búa í 200 fermetrum,“ segir Ingibjörg. „Við viljum ekki eiga heima í þrjú hundruð fermetra einbýlishúsi og vera allan daginn að borga af því, þrífa það og allt sem því fylgir. Við viljum bara eiga heima í húsi sem er bara nóg fyrir okkur. Húsið á í rauninni að vera hannað fyrir okkar þarfir og allt sem er þar inni hefur sinn tilgang,“ bætir Arnar við. Teikning af húsi Arnars og IngibjargarÞau segja þessa leið mun hagkvæmari en að kaupa sér tilbúna íbúð. Húsið hanna þau sjálf eftir eigin þörfum en hafa notið liðsinnis verkfræðistofu með ýmis tæknileg atriði. Starfsfólk þar rak þó um stór augu þegar hugmyndin var fyrst viðruð. „Það var hlegið mikið fannst mér. En ég meina þegar maður er að koma með einhverja hugmynd um að breyta gömlum vatnstanki í þriggja hæða míkróhús þá er fólk kannski ekki alltaf að sjá það fyrir sér. En nú þegar við erum búin að teikna þetta á blað þá finnst fólki þetta mjög fallegt og skilur hvað maður er að fara. Það eru allir bara búnir að vera mjög jákvæðir fyrir þessu og það er bara mjög skemmtilegt, segir Arnar. Arnar og Ingibjörg hafa stofnað Facebooksíðu þar sem áhugafólk um míkróhús getur fylgst með gangi framkvæmdanna. „Það er alveg hægt að gera eitthvað svona, eitthvað sem lítur vel út, fyrir lítinn pening. Það er það sem við ætlum að reyna að gera. Sýna fram á að þetta sé hægt því það er örugglega fullt af fólki þarna úti sem langar að gera eitthvað svipað en þorir ekki endilega að fara af stað í það.“ Þau eru bjartsýn og stefna á að flytja inn síðar á árinu. „Ég held að þetta eigi eftir að ganga upp og að við verðum kominn inn í ágúst,“ segir Arnar. Tengdar fréttir Ungt fólk forgangsraðar ólíkt eldri kynslóðum Y-kynslóðin hefur aðrar kröfur til íbúðahúsnæðis en kynslóðirnar á undan en markaðurinn hefur ekki brugðist við þessum þörfum. Íslendingar búa almennt í mun stærra húsnæði en nágrannaþjóðirnar. 22. október 2015 19:45 Mikill vilji fyrir byggingu smáheimila: „Svona sem byltingar hefjast“ Fjölmennt var á umræðufundi um smáhýsi í dag. 12. apríl 2016 22:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Ungt par í Grindavík vinnur nú að því að breyta gömlum vatnstanki í bænum í þriggja hæða einbýlishús. Þannig ætla þau að byggja fyrsta svokallaða míkróhús landsins. Þau hvetja Íslendinga til að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að húsnæðismálum. Um heim allan hefur áhugi fólks á míkróhúsum eða smáheimilum aukist verulega undanfarin ár, en míkróhús geta verið allt niður í tuttugu fermetra fullbúin heimili. Gríðarleg eftirspurn er nú eftir litlum íbúðum og húsnæði á Íslandi en nánast ekkert framboð. Þau Ingibjörg Jakobsdóttir og Arnar Freyr Jónsson vinna nú að byggingu fyrsta míkróhúss landsins. Húsið sem verður þriggja hæða, byggja þau á grunni rúmlega fimmtíu ára gamals vatnstanks í Grindavík. „Ætli hugmyndin hafi ekki kviknað þegar við vorum úti í Danmörku og sáum að maður í rauninni þyrfti ekkert að búa í 200 fermetrum,“ segir Ingibjörg. „Við viljum ekki eiga heima í þrjú hundruð fermetra einbýlishúsi og vera allan daginn að borga af því, þrífa það og allt sem því fylgir. Við viljum bara eiga heima í húsi sem er bara nóg fyrir okkur. Húsið á í rauninni að vera hannað fyrir okkar þarfir og allt sem er þar inni hefur sinn tilgang,“ bætir Arnar við. Teikning af húsi Arnars og IngibjargarÞau segja þessa leið mun hagkvæmari en að kaupa sér tilbúna íbúð. Húsið hanna þau sjálf eftir eigin þörfum en hafa notið liðsinnis verkfræðistofu með ýmis tæknileg atriði. Starfsfólk þar rak þó um stór augu þegar hugmyndin var fyrst viðruð. „Það var hlegið mikið fannst mér. En ég meina þegar maður er að koma með einhverja hugmynd um að breyta gömlum vatnstanki í þriggja hæða míkróhús þá er fólk kannski ekki alltaf að sjá það fyrir sér. En nú þegar við erum búin að teikna þetta á blað þá finnst fólki þetta mjög fallegt og skilur hvað maður er að fara. Það eru allir bara búnir að vera mjög jákvæðir fyrir þessu og það er bara mjög skemmtilegt, segir Arnar. Arnar og Ingibjörg hafa stofnað Facebooksíðu þar sem áhugafólk um míkróhús getur fylgst með gangi framkvæmdanna. „Það er alveg hægt að gera eitthvað svona, eitthvað sem lítur vel út, fyrir lítinn pening. Það er það sem við ætlum að reyna að gera. Sýna fram á að þetta sé hægt því það er örugglega fullt af fólki þarna úti sem langar að gera eitthvað svipað en þorir ekki endilega að fara af stað í það.“ Þau eru bjartsýn og stefna á að flytja inn síðar á árinu. „Ég held að þetta eigi eftir að ganga upp og að við verðum kominn inn í ágúst,“ segir Arnar.
Tengdar fréttir Ungt fólk forgangsraðar ólíkt eldri kynslóðum Y-kynslóðin hefur aðrar kröfur til íbúðahúsnæðis en kynslóðirnar á undan en markaðurinn hefur ekki brugðist við þessum þörfum. Íslendingar búa almennt í mun stærra húsnæði en nágrannaþjóðirnar. 22. október 2015 19:45 Mikill vilji fyrir byggingu smáheimila: „Svona sem byltingar hefjast“ Fjölmennt var á umræðufundi um smáhýsi í dag. 12. apríl 2016 22:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Ungt fólk forgangsraðar ólíkt eldri kynslóðum Y-kynslóðin hefur aðrar kröfur til íbúðahúsnæðis en kynslóðirnar á undan en markaðurinn hefur ekki brugðist við þessum þörfum. Íslendingar búa almennt í mun stærra húsnæði en nágrannaþjóðirnar. 22. október 2015 19:45
Mikill vilji fyrir byggingu smáheimila: „Svona sem byltingar hefjast“ Fjölmennt var á umræðufundi um smáhýsi í dag. 12. apríl 2016 22:00