Byggja fyrsta míkróhúsið á Íslandi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. apríl 2016 20:00 Ungt par í Grindavík vinnur nú að því að breyta gömlum vatnstanki í bænum í þriggja hæða einbýlishús. Þannig ætla þau að byggja fyrsta svokallaða míkróhús landsins. Þau hvetja Íslendinga til að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að húsnæðismálum. Um heim allan hefur áhugi fólks á míkróhúsum eða smáheimilum aukist verulega undanfarin ár, en míkróhús geta verið allt niður í tuttugu fermetra fullbúin heimili. Gríðarleg eftirspurn er nú eftir litlum íbúðum og húsnæði á Íslandi en nánast ekkert framboð. Þau Ingibjörg Jakobsdóttir og Arnar Freyr Jónsson vinna nú að byggingu fyrsta míkróhúss landsins. Húsið sem verður þriggja hæða, byggja þau á grunni rúmlega fimmtíu ára gamals vatnstanks í Grindavík. „Ætli hugmyndin hafi ekki kviknað þegar við vorum úti í Danmörku og sáum að maður í rauninni þyrfti ekkert að búa í 200 fermetrum,“ segir Ingibjörg. „Við viljum ekki eiga heima í þrjú hundruð fermetra einbýlishúsi og vera allan daginn að borga af því, þrífa það og allt sem því fylgir. Við viljum bara eiga heima í húsi sem er bara nóg fyrir okkur. Húsið á í rauninni að vera hannað fyrir okkar þarfir og allt sem er þar inni hefur sinn tilgang,“ bætir Arnar við. Teikning af húsi Arnars og IngibjargarÞau segja þessa leið mun hagkvæmari en að kaupa sér tilbúna íbúð. Húsið hanna þau sjálf eftir eigin þörfum en hafa notið liðsinnis verkfræðistofu með ýmis tæknileg atriði. Starfsfólk þar rak þó um stór augu þegar hugmyndin var fyrst viðruð. „Það var hlegið mikið fannst mér. En ég meina þegar maður er að koma með einhverja hugmynd um að breyta gömlum vatnstanki í þriggja hæða míkróhús þá er fólk kannski ekki alltaf að sjá það fyrir sér. En nú þegar við erum búin að teikna þetta á blað þá finnst fólki þetta mjög fallegt og skilur hvað maður er að fara. Það eru allir bara búnir að vera mjög jákvæðir fyrir þessu og það er bara mjög skemmtilegt, segir Arnar. Arnar og Ingibjörg hafa stofnað Facebooksíðu þar sem áhugafólk um míkróhús getur fylgst með gangi framkvæmdanna. „Það er alveg hægt að gera eitthvað svona, eitthvað sem lítur vel út, fyrir lítinn pening. Það er það sem við ætlum að reyna að gera. Sýna fram á að þetta sé hægt því það er örugglega fullt af fólki þarna úti sem langar að gera eitthvað svipað en þorir ekki endilega að fara af stað í það.“ Þau eru bjartsýn og stefna á að flytja inn síðar á árinu. „Ég held að þetta eigi eftir að ganga upp og að við verðum kominn inn í ágúst,“ segir Arnar. Tengdar fréttir Ungt fólk forgangsraðar ólíkt eldri kynslóðum Y-kynslóðin hefur aðrar kröfur til íbúðahúsnæðis en kynslóðirnar á undan en markaðurinn hefur ekki brugðist við þessum þörfum. Íslendingar búa almennt í mun stærra húsnæði en nágrannaþjóðirnar. 22. október 2015 19:45 Mikill vilji fyrir byggingu smáheimila: „Svona sem byltingar hefjast“ Fjölmennt var á umræðufundi um smáhýsi í dag. 12. apríl 2016 22:00 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Sjá meira
Ungt par í Grindavík vinnur nú að því að breyta gömlum vatnstanki í bænum í þriggja hæða einbýlishús. Þannig ætla þau að byggja fyrsta svokallaða míkróhús landsins. Þau hvetja Íslendinga til að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að húsnæðismálum. Um heim allan hefur áhugi fólks á míkróhúsum eða smáheimilum aukist verulega undanfarin ár, en míkróhús geta verið allt niður í tuttugu fermetra fullbúin heimili. Gríðarleg eftirspurn er nú eftir litlum íbúðum og húsnæði á Íslandi en nánast ekkert framboð. Þau Ingibjörg Jakobsdóttir og Arnar Freyr Jónsson vinna nú að byggingu fyrsta míkróhúss landsins. Húsið sem verður þriggja hæða, byggja þau á grunni rúmlega fimmtíu ára gamals vatnstanks í Grindavík. „Ætli hugmyndin hafi ekki kviknað þegar við vorum úti í Danmörku og sáum að maður í rauninni þyrfti ekkert að búa í 200 fermetrum,“ segir Ingibjörg. „Við viljum ekki eiga heima í þrjú hundruð fermetra einbýlishúsi og vera allan daginn að borga af því, þrífa það og allt sem því fylgir. Við viljum bara eiga heima í húsi sem er bara nóg fyrir okkur. Húsið á í rauninni að vera hannað fyrir okkar þarfir og allt sem er þar inni hefur sinn tilgang,“ bætir Arnar við. Teikning af húsi Arnars og IngibjargarÞau segja þessa leið mun hagkvæmari en að kaupa sér tilbúna íbúð. Húsið hanna þau sjálf eftir eigin þörfum en hafa notið liðsinnis verkfræðistofu með ýmis tæknileg atriði. Starfsfólk þar rak þó um stór augu þegar hugmyndin var fyrst viðruð. „Það var hlegið mikið fannst mér. En ég meina þegar maður er að koma með einhverja hugmynd um að breyta gömlum vatnstanki í þriggja hæða míkróhús þá er fólk kannski ekki alltaf að sjá það fyrir sér. En nú þegar við erum búin að teikna þetta á blað þá finnst fólki þetta mjög fallegt og skilur hvað maður er að fara. Það eru allir bara búnir að vera mjög jákvæðir fyrir þessu og það er bara mjög skemmtilegt, segir Arnar. Arnar og Ingibjörg hafa stofnað Facebooksíðu þar sem áhugafólk um míkróhús getur fylgst með gangi framkvæmdanna. „Það er alveg hægt að gera eitthvað svona, eitthvað sem lítur vel út, fyrir lítinn pening. Það er það sem við ætlum að reyna að gera. Sýna fram á að þetta sé hægt því það er örugglega fullt af fólki þarna úti sem langar að gera eitthvað svipað en þorir ekki endilega að fara af stað í það.“ Þau eru bjartsýn og stefna á að flytja inn síðar á árinu. „Ég held að þetta eigi eftir að ganga upp og að við verðum kominn inn í ágúst,“ segir Arnar.
Tengdar fréttir Ungt fólk forgangsraðar ólíkt eldri kynslóðum Y-kynslóðin hefur aðrar kröfur til íbúðahúsnæðis en kynslóðirnar á undan en markaðurinn hefur ekki brugðist við þessum þörfum. Íslendingar búa almennt í mun stærra húsnæði en nágrannaþjóðirnar. 22. október 2015 19:45 Mikill vilji fyrir byggingu smáheimila: „Svona sem byltingar hefjast“ Fjölmennt var á umræðufundi um smáhýsi í dag. 12. apríl 2016 22:00 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Sjá meira
Ungt fólk forgangsraðar ólíkt eldri kynslóðum Y-kynslóðin hefur aðrar kröfur til íbúðahúsnæðis en kynslóðirnar á undan en markaðurinn hefur ekki brugðist við þessum þörfum. Íslendingar búa almennt í mun stærra húsnæði en nágrannaþjóðirnar. 22. október 2015 19:45
Mikill vilji fyrir byggingu smáheimila: „Svona sem byltingar hefjast“ Fjölmennt var á umræðufundi um smáhýsi í dag. 12. apríl 2016 22:00