Íslenskur skiptinemi í Ekvador upplifði sinn fyrsta jarðskjálfta: „Mundi það sem er kennt á Íslandi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. apríl 2016 20:15 „Ég sat á rúminu mínu og allt byrjaði að hristast.“ Samsett Hin 17 ára gamla Elísabet Jónsdóttir er skiptinemi í Ekvador og upplifði jarðskjálftann sem þar reið yfir í nótt. Skjálftinn mældist 7,8 að stærð og er sá öflugasti í landinu frá árinu 1979. Staðfest hefur verið að 235 hafi látist og minnst fimm hundruð hafi slasast. Elísabet er skiptinemi í fjölmennasta borg Ekvador, Guayaquil, á vegum AFS-samtakanna en alls eru fjórir Íslendingar á vegum samtakanna í Ekvador og eru þeir allir heilir á húfi. Borgin er staðsett um þrjú hundruð kílómetra frá miðju skjálftans en Elísabet segir að hann hafi þó fundist vel. „Ég sat á rúminu mínu og allt byrjaði að hristast,“ segir Elísabet í samtali við Vísi. „Þetta byrjaði frekar rólega en svo fór allt af stað og hlutir hérna inni hrundu í gólfið.“Elísabet með vinkonum sínum í EkvadorMynd/Elísabet Jónsdóttir.Aldrei upplifað jarðskjálfta áður Elísabet er Akureyringur sem verður seint talinn þungamiðja jarðskjálfta á Íslandi þrátt fyrir að þar finnist stöku skjálfti. Hún hefur ekki upplifað jarðskjálfta áður en segir að í miðjum skjálftanum hafi kennsla og fræðsla um jarðskjálfta frá Íslandi skotið upp í kolli sínum. „Ég hugsaði aðallega um það að fá systur mína til mína,“ segir Elísabet aðspurð um hvað hún hafi hugsað um á meðan skjálftinn reið yfir. „Hún var í öðrum enda herbergisins og ég hugsaði bara um að koma okkur þangað sem ekkert myndi falla á okkur. Maður mundi greinilega aðeins það sem þeir kenna manni á Íslandi.“ Líkt og fyrr sagði er Guayaquil töluvert fjarri miðju skjálftans og segir Elísabet að hún hafi heyrt af því að einhver hús hafi skemmst og þá aðallega verslunarmiðstöðir en almennt séð væri borgin í nokkuð heilu lagi. Skjálftinn olli mestu tjóni í norðvesturhluta landsins þar sem greint hefur verið frá því að heilu þorpin hafi nánast jafnast við jörðu. Jarðskjálftar eru nokkuð tíðir í Ekvador en Elísabet segir að ekki sé gefið að allir fái þá fræðslu sem þarf til þess að bregðast rétt við. „Ég hef farið á jarðskjálftaæfingar í skólanum þar sem viðbrögð við jarðskjálfum eru kennd. Ég geri ráð fyrir að þar sem hægt er fá fræðslu hafi fólk fengið hana að einhverju leyti í það minnsta. Það er mikil fátækt hérna í Ekvador og töluvert mikil misskipting,“ segir Elísabet.Kort af Ekvador. Upptök skjálftans voru skammt frá Esmeraldas í norðvesturhluta landsins.Ekkert fararsnið á henni Elísabet er búinn að vera í Ekvador í um átta mánuði og á þrjá mánuði eftir af dvöl sinni. Hún segist ekki finna fyrir neinu óöryggi vegna skjálftans og það hvarflar ekki að henni að koma fyrr heim. Hún segir að hún búi í sterkbyggðu húsi og að fjölskylda sín í Ekvador sem hún dvelur hjá og AFS-samtökunum séu mjög ábyrg, því sé hún alveg róleg. „Þau myndu kippa okkur úr landinu ef eitthvað væri til að hafa áhyggjur af. Ég er alveg róleg og finn ekki neina þörf til þess að fara frá Ekvador.“ Tengdar fréttir 233 látnir eftir jarðskjálftann í Ekvador Óttast er að tala látinna muni hækka eftir því sem líður á. 17. apríl 2016 15:49 Skiptinemar AFS í Ekvador allir óhultir Alls eru fjórir íslenskir skiptinemar í landinu. 17. apríl 2016 13:09 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Hin 17 ára gamla Elísabet Jónsdóttir er skiptinemi í Ekvador og upplifði jarðskjálftann sem þar reið yfir í nótt. Skjálftinn mældist 7,8 að stærð og er sá öflugasti í landinu frá árinu 1979. Staðfest hefur verið að 235 hafi látist og minnst fimm hundruð hafi slasast. Elísabet er skiptinemi í fjölmennasta borg Ekvador, Guayaquil, á vegum AFS-samtakanna en alls eru fjórir Íslendingar á vegum samtakanna í Ekvador og eru þeir allir heilir á húfi. Borgin er staðsett um þrjú hundruð kílómetra frá miðju skjálftans en Elísabet segir að hann hafi þó fundist vel. „Ég sat á rúminu mínu og allt byrjaði að hristast,“ segir Elísabet í samtali við Vísi. „Þetta byrjaði frekar rólega en svo fór allt af stað og hlutir hérna inni hrundu í gólfið.“Elísabet með vinkonum sínum í EkvadorMynd/Elísabet Jónsdóttir.Aldrei upplifað jarðskjálfta áður Elísabet er Akureyringur sem verður seint talinn þungamiðja jarðskjálfta á Íslandi þrátt fyrir að þar finnist stöku skjálfti. Hún hefur ekki upplifað jarðskjálfta áður en segir að í miðjum skjálftanum hafi kennsla og fræðsla um jarðskjálfta frá Íslandi skotið upp í kolli sínum. „Ég hugsaði aðallega um það að fá systur mína til mína,“ segir Elísabet aðspurð um hvað hún hafi hugsað um á meðan skjálftinn reið yfir. „Hún var í öðrum enda herbergisins og ég hugsaði bara um að koma okkur þangað sem ekkert myndi falla á okkur. Maður mundi greinilega aðeins það sem þeir kenna manni á Íslandi.“ Líkt og fyrr sagði er Guayaquil töluvert fjarri miðju skjálftans og segir Elísabet að hún hafi heyrt af því að einhver hús hafi skemmst og þá aðallega verslunarmiðstöðir en almennt séð væri borgin í nokkuð heilu lagi. Skjálftinn olli mestu tjóni í norðvesturhluta landsins þar sem greint hefur verið frá því að heilu þorpin hafi nánast jafnast við jörðu. Jarðskjálftar eru nokkuð tíðir í Ekvador en Elísabet segir að ekki sé gefið að allir fái þá fræðslu sem þarf til þess að bregðast rétt við. „Ég hef farið á jarðskjálftaæfingar í skólanum þar sem viðbrögð við jarðskjálfum eru kennd. Ég geri ráð fyrir að þar sem hægt er fá fræðslu hafi fólk fengið hana að einhverju leyti í það minnsta. Það er mikil fátækt hérna í Ekvador og töluvert mikil misskipting,“ segir Elísabet.Kort af Ekvador. Upptök skjálftans voru skammt frá Esmeraldas í norðvesturhluta landsins.Ekkert fararsnið á henni Elísabet er búinn að vera í Ekvador í um átta mánuði og á þrjá mánuði eftir af dvöl sinni. Hún segist ekki finna fyrir neinu óöryggi vegna skjálftans og það hvarflar ekki að henni að koma fyrr heim. Hún segir að hún búi í sterkbyggðu húsi og að fjölskylda sín í Ekvador sem hún dvelur hjá og AFS-samtökunum séu mjög ábyrg, því sé hún alveg róleg. „Þau myndu kippa okkur úr landinu ef eitthvað væri til að hafa áhyggjur af. Ég er alveg róleg og finn ekki neina þörf til þess að fara frá Ekvador.“
Tengdar fréttir 233 látnir eftir jarðskjálftann í Ekvador Óttast er að tala látinna muni hækka eftir því sem líður á. 17. apríl 2016 15:49 Skiptinemar AFS í Ekvador allir óhultir Alls eru fjórir íslenskir skiptinemar í landinu. 17. apríl 2016 13:09 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
233 látnir eftir jarðskjálftann í Ekvador Óttast er að tala látinna muni hækka eftir því sem líður á. 17. apríl 2016 15:49
Skiptinemar AFS í Ekvador allir óhultir Alls eru fjórir íslenskir skiptinemar í landinu. 17. apríl 2016 13:09