Umbrot, óánægja og svo? Nína Guðrún Baldursdóttir og Auður Inga Rúnarsdóttir skrifar 18. apríl 2016 00:00 Undanfarið höfum við orðið vitni að því að almenningur hefur haft fyrir því að koma skoðunum sínum óvenju skýrt og ákveðið á framfæri. Þó að vissulega sé mönnum misheitt í hamsi virðist undirliggjandi krafa um aukið réttlæti og trúverðugleika augljós. Í fyrra voru samþykkt einróma ný Heimsmarkmið sem eiga að leiðbeina öllum ríkjum heims í átt að sjálfbærri þróun á tímabilinu 2015 til 2030. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 16 snýr einmitt að friði, réttlæti og sterkum stofnunum. Jafnt aðgengi að gagnsæjum og sanngjörnum stofnunum og stjórnarháttum er álitið algjört grundvallaratriði þess að skapa stöðug og friðsæl samfélög sem saman vinna farsællega að sjálfbærni. Í þessu markmiði er meðal annars stefnt að því að fyrir árið 2030 hafi verulega dregið úr spillingu og ólöglegu flæði fjármagns sem og að tryggja það að stofnanir á öllum stigum séu ábyrgar, skilvirkar og hafi gagnsæi ávallt að leiðarljósi. Ef einhverja ályktun mætti draga af atburðarás undanfarinna daga er það að Íslendinga þyrstir í samfélag sem uppfyllir þessar kröfur. Eftir birtingu Panama-skjalanna hefur íslenskur almenningur staðið fyrir stöðugum aðgerðum, sem einskorðast ekki við stærstu mótmæli Íslandssögunnar, með það að markmiði að knýja fram bæði stjórnarfarslegar og siðferðislegar breytingar. Viljinn til breytinga liggur í augum uppi. Í öllu þessu umróti býðst okkur tækifæri til þess að byggja upp stofnanir og stjórnsýslu með Heimsmarkmið nr. 16 til hliðsjónar og vinna þar með markvisst að því að uppfylla þær kröfur sem við höfum þegar skuldbundið okkur til þess að framfylgja. Það er von okkar að rödd almennings sé tekin alvarlega en ekki drekkt í fyrirfram ákveðnum sleggjudómum sem virðast því miður innbyggðir í viðbrögð við hvers konar gagnrýni. Við trúum því að Íslendingar vilji málefnalegar umræður um það stjórnarfar sem hér ríkir og að slík umræða sé frekar til þess fallin að auka stöðugleika heldur en að ýta undir óvissu og upplausn. Drifkrafturinn er til staðar, áskorunin er að sameinast um þá stefnu sem við viljum að samfélag okkar fylgi. Þar er tilvalið að hafa Heimsmarkmiðin að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið höfum við orðið vitni að því að almenningur hefur haft fyrir því að koma skoðunum sínum óvenju skýrt og ákveðið á framfæri. Þó að vissulega sé mönnum misheitt í hamsi virðist undirliggjandi krafa um aukið réttlæti og trúverðugleika augljós. Í fyrra voru samþykkt einróma ný Heimsmarkmið sem eiga að leiðbeina öllum ríkjum heims í átt að sjálfbærri þróun á tímabilinu 2015 til 2030. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 16 snýr einmitt að friði, réttlæti og sterkum stofnunum. Jafnt aðgengi að gagnsæjum og sanngjörnum stofnunum og stjórnarháttum er álitið algjört grundvallaratriði þess að skapa stöðug og friðsæl samfélög sem saman vinna farsællega að sjálfbærni. Í þessu markmiði er meðal annars stefnt að því að fyrir árið 2030 hafi verulega dregið úr spillingu og ólöglegu flæði fjármagns sem og að tryggja það að stofnanir á öllum stigum séu ábyrgar, skilvirkar og hafi gagnsæi ávallt að leiðarljósi. Ef einhverja ályktun mætti draga af atburðarás undanfarinna daga er það að Íslendinga þyrstir í samfélag sem uppfyllir þessar kröfur. Eftir birtingu Panama-skjalanna hefur íslenskur almenningur staðið fyrir stöðugum aðgerðum, sem einskorðast ekki við stærstu mótmæli Íslandssögunnar, með það að markmiði að knýja fram bæði stjórnarfarslegar og siðferðislegar breytingar. Viljinn til breytinga liggur í augum uppi. Í öllu þessu umróti býðst okkur tækifæri til þess að byggja upp stofnanir og stjórnsýslu með Heimsmarkmið nr. 16 til hliðsjónar og vinna þar með markvisst að því að uppfylla þær kröfur sem við höfum þegar skuldbundið okkur til þess að framfylgja. Það er von okkar að rödd almennings sé tekin alvarlega en ekki drekkt í fyrirfram ákveðnum sleggjudómum sem virðast því miður innbyggðir í viðbrögð við hvers konar gagnrýni. Við trúum því að Íslendingar vilji málefnalegar umræður um það stjórnarfar sem hér ríkir og að slík umræða sé frekar til þess fallin að auka stöðugleika heldur en að ýta undir óvissu og upplausn. Drifkrafturinn er til staðar, áskorunin er að sameinast um þá stefnu sem við viljum að samfélag okkar fylgi. Þar er tilvalið að hafa Heimsmarkmiðin að leiðarljósi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar