Ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás hvor á öðrum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2016 09:15 Mennirnir flugust á í fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ haustið 2013. Vísir/GVA Tveir karlmenn á þrítugsaldri sæta kæru ríkissaksóknara vegna sérstaklega hættulegra líkamsárása, hvor á öðrum. Mennirnir slógust í fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ í október 2013 og veittu hvor öðrum áverka. Annar maðurinn er 24 ára og hinn 27 ára. Sá yngri er ákærður fyrir að hafa lagt til efri hluta líkama hins með hnífi en sá náði að bera hendurnar fyrir sig þannig að sá eldri stakk hann í fingur hægri handar. Afleiðingar árásarinnar voru þær að sá yngri hlaut tvo 2-3 sm skurði á innanverðum fingrum hægri handar og beygjusin á vísifingri skarst í tvennt með þeim afleiðingum að hreyfigeta fingursins skertist. Telst þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga en brot á lögunum varða allt að þriggja ára fangelsi.Sá eldri vill skaðabætur Eldri maðurinn er bæði ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og líkamsárás á hinn yngri, við sama tilefni. Er honum gefið að sök að hafa í framhaldi af atburðunum sem lýst er að ofan kýlt þann yngri með krepptum hnefa í andlitið, kastað steikarpönnu í vinstri handlegg hans og svo kastað hnífi í áttina að honum. Hnífaskaftið hæfði hann í hægra lærið. Afleiðingar árásarinnar voru þær að yngri maðurinn hlaut 4 sm skurð á höku, bólgna vör, 3 sm sár á vinstri handlegg og marblett á hægra læri. Hnífakastið varðar broti á 2. mgr. 218 gr. almennra hegningarlaga en brot á lögunum varða allt að þriggja ára fangelsi. Hin ákæruefnin snúa að 1. mgr 217. greinar sömu laga og varða fangelsi allt að einu ári. Þá krefst sá eldri skaða- og miskabóta upp á 1,7 milljón króna frá þeim yngri. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira
Tveir karlmenn á þrítugsaldri sæta kæru ríkissaksóknara vegna sérstaklega hættulegra líkamsárása, hvor á öðrum. Mennirnir slógust í fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ í október 2013 og veittu hvor öðrum áverka. Annar maðurinn er 24 ára og hinn 27 ára. Sá yngri er ákærður fyrir að hafa lagt til efri hluta líkama hins með hnífi en sá náði að bera hendurnar fyrir sig þannig að sá eldri stakk hann í fingur hægri handar. Afleiðingar árásarinnar voru þær að sá yngri hlaut tvo 2-3 sm skurði á innanverðum fingrum hægri handar og beygjusin á vísifingri skarst í tvennt með þeim afleiðingum að hreyfigeta fingursins skertist. Telst þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga en brot á lögunum varða allt að þriggja ára fangelsi.Sá eldri vill skaðabætur Eldri maðurinn er bæði ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og líkamsárás á hinn yngri, við sama tilefni. Er honum gefið að sök að hafa í framhaldi af atburðunum sem lýst er að ofan kýlt þann yngri með krepptum hnefa í andlitið, kastað steikarpönnu í vinstri handlegg hans og svo kastað hnífi í áttina að honum. Hnífaskaftið hæfði hann í hægra lærið. Afleiðingar árásarinnar voru þær að yngri maðurinn hlaut 4 sm skurð á höku, bólgna vör, 3 sm sár á vinstri handlegg og marblett á hægra læri. Hnífakastið varðar broti á 2. mgr. 218 gr. almennra hegningarlaga en brot á lögunum varða allt að þriggja ára fangelsi. Hin ákæruefnin snúa að 1. mgr 217. greinar sömu laga og varða fangelsi allt að einu ári. Þá krefst sá eldri skaða- og miskabóta upp á 1,7 milljón króna frá þeim yngri. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira