Einstök áskorun í námi Jón B. Stefánsson skrifar 1. apríl 2016 07:00 Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins, hefur frá því snemma á árinu 2015 unnið að stofnun nýrrar námsbrautar til þriggja ára stúdentsprófs fyrir góða námsmenn, sem hefur hlotið nafnið K2 tækni- og vísindaleiðin. Skipulag brautarinnar var unnið í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. K2 er fyrir mjög duglega nemendur sem útskrifast úr 10. bekk grunnskóla og hafa áhuga á háskólanámi í verk- og tæknigreinum. Það er gert ráð fyrir að innrita 25 til 30 nemendur haustið 2016. K2 er ætlað að höfða til nemenda sem eru tilbúnir að stíga út fyrir boxið og takast á við krefjandi nám sem tengir saman hug og hönd. Samstarf Tækniskólans og Háskólans í Reykjavík er mikils virði í þessu samhengi.Nafnið K2 Heiti námsbrautarinnar K2 vísar til næsthæsta fjallstinds heims sem þykir einkar erfiður viðureignar. Sem dæmi hljóta sex annir brautarinnar nöfn búða líkt og í fjallgöngu. Nemendur hefja nám í grunnbúðum, halda síðan í tæknibúðir og þaðan í vísindabúðir, frumkvöðlabúðir og forritunarbúðir þar til tindinum er náð. Nemendahópurinn verður í bekkjakerfi og er námið skipulagt sem lotunám þar sem þrjár lotur eru í hverri búð, t.d. í grunnbúðum, hver lota tekur u.þ.b. fimm vikur. Nemendur vinna svo lokaverkefni, í samstarfi við fyrirtæki úr atvinnulífinu, í ákveðnum búðum á námstímanum.Tilgangurinn að efla tækni og vísindanám K2 er skipulögð í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og leiðandi tæknifyrirtæki. Þannig er brautin sniðin að aðgangskröfum HR í tækni- og verkfræðideild og tölvunarfræðideild. Markmiðið með K2 er fyrst og fremst að efla tækni- og vísindanám á Íslandi með nánu samstarfi framhaldsskóla, háskóla og atvinnulífs. Samstarfið við atvinnulífið felst í því að gefa nemendum tækifæri til að takast á hendur raunveruleg verkefni undir leiðsögn sérfræðinga hjá samstarfsfyrirtækjum. HR gætir þess að innihald og gæði námsins verði í samræmi við kröfur háskólans svo að nemendur með stúdentspróf af K2 tækni- og vísindaleið muni eiga greiða leið inn í krefjandi háskólanám.Val grunnskólanema Almennt er viðurkennt að hallað hafi á verk- og tækninám við val grunnskólanemenda á framhaldsskólum. Tækniskólinn vill leggja sitt af mörkum til að efla nám ungmenna í verk- og tæknigreinum með því að gefa kost á öflugu og hagnýtu þriggja ára námi til stúdentsprófs. K2 tækni- og vísindaleiðin gefur ungum nemendum kost á krefjandi námi tengdu vísindum og tækni. Námið byggir á krefjandi viðfangsefnum, óhefðbundinni nálgun og tengingu við raunveruleg verkefni í samvinnu við atvinnulífið. Það reynir því ekki einvörðungu á hæfni nemenda til að muna, heldur á færni, sjálfstæði, sköpun og samvinnu nemenda. Farmiðinn á tindinn Gert er ráð fyrir að nemendur K2 hefji námið með þriggja daga þjálfunarbúðum til að kynnast innbyrðis og efla tengsl sín á milli áður en haldið er í grunnbúðirnar. Í náminu verður mikil áhersla á nám í verkefnavinnu sem reynir bæði á sjálfstæð vinnubrögð og hópavinnu þar sem nemendur glíma sameiginlega við stærri verkefni. Við val nemenda í K2 verður horft til einkunna úr grunnskóla og er gert ráð fyrir lágmarkseinkunn B+ í íslensku, ensku og stærðfræði en einnig verður horft til annarra þátta sem styrkja einstaklinginn og gera hann hæfan til ferðalagsins á tindinn. Þeir nemendur sem sækja um þátttöku í ferðina verða teknir í viðtal áður en farmiðinn verður gefinn út. Nánari upplýsingar um K2 leiðina er að finna á heimasíðu Tækniskólans www.tskoli.is og skulu fyrirspurnir sendar á hbb@tskoli.is.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins, hefur frá því snemma á árinu 2015 unnið að stofnun nýrrar námsbrautar til þriggja ára stúdentsprófs fyrir góða námsmenn, sem hefur hlotið nafnið K2 tækni- og vísindaleiðin. Skipulag brautarinnar var unnið í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. K2 er fyrir mjög duglega nemendur sem útskrifast úr 10. bekk grunnskóla og hafa áhuga á háskólanámi í verk- og tæknigreinum. Það er gert ráð fyrir að innrita 25 til 30 nemendur haustið 2016. K2 er ætlað að höfða til nemenda sem eru tilbúnir að stíga út fyrir boxið og takast á við krefjandi nám sem tengir saman hug og hönd. Samstarf Tækniskólans og Háskólans í Reykjavík er mikils virði í þessu samhengi.Nafnið K2 Heiti námsbrautarinnar K2 vísar til næsthæsta fjallstinds heims sem þykir einkar erfiður viðureignar. Sem dæmi hljóta sex annir brautarinnar nöfn búða líkt og í fjallgöngu. Nemendur hefja nám í grunnbúðum, halda síðan í tæknibúðir og þaðan í vísindabúðir, frumkvöðlabúðir og forritunarbúðir þar til tindinum er náð. Nemendahópurinn verður í bekkjakerfi og er námið skipulagt sem lotunám þar sem þrjár lotur eru í hverri búð, t.d. í grunnbúðum, hver lota tekur u.þ.b. fimm vikur. Nemendur vinna svo lokaverkefni, í samstarfi við fyrirtæki úr atvinnulífinu, í ákveðnum búðum á námstímanum.Tilgangurinn að efla tækni og vísindanám K2 er skipulögð í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og leiðandi tæknifyrirtæki. Þannig er brautin sniðin að aðgangskröfum HR í tækni- og verkfræðideild og tölvunarfræðideild. Markmiðið með K2 er fyrst og fremst að efla tækni- og vísindanám á Íslandi með nánu samstarfi framhaldsskóla, háskóla og atvinnulífs. Samstarfið við atvinnulífið felst í því að gefa nemendum tækifæri til að takast á hendur raunveruleg verkefni undir leiðsögn sérfræðinga hjá samstarfsfyrirtækjum. HR gætir þess að innihald og gæði námsins verði í samræmi við kröfur háskólans svo að nemendur með stúdentspróf af K2 tækni- og vísindaleið muni eiga greiða leið inn í krefjandi háskólanám.Val grunnskólanema Almennt er viðurkennt að hallað hafi á verk- og tækninám við val grunnskólanemenda á framhaldsskólum. Tækniskólinn vill leggja sitt af mörkum til að efla nám ungmenna í verk- og tæknigreinum með því að gefa kost á öflugu og hagnýtu þriggja ára námi til stúdentsprófs. K2 tækni- og vísindaleiðin gefur ungum nemendum kost á krefjandi námi tengdu vísindum og tækni. Námið byggir á krefjandi viðfangsefnum, óhefðbundinni nálgun og tengingu við raunveruleg verkefni í samvinnu við atvinnulífið. Það reynir því ekki einvörðungu á hæfni nemenda til að muna, heldur á færni, sjálfstæði, sköpun og samvinnu nemenda. Farmiðinn á tindinn Gert er ráð fyrir að nemendur K2 hefji námið með þriggja daga þjálfunarbúðum til að kynnast innbyrðis og efla tengsl sín á milli áður en haldið er í grunnbúðirnar. Í náminu verður mikil áhersla á nám í verkefnavinnu sem reynir bæði á sjálfstæð vinnubrögð og hópavinnu þar sem nemendur glíma sameiginlega við stærri verkefni. Við val nemenda í K2 verður horft til einkunna úr grunnskóla og er gert ráð fyrir lágmarkseinkunn B+ í íslensku, ensku og stærðfræði en einnig verður horft til annarra þátta sem styrkja einstaklinginn og gera hann hæfan til ferðalagsins á tindinn. Þeir nemendur sem sækja um þátttöku í ferðina verða teknir í viðtal áður en farmiðinn verður gefinn út. Nánari upplýsingar um K2 leiðina er að finna á heimasíðu Tækniskólans www.tskoli.is og skulu fyrirspurnir sendar á hbb@tskoli.is.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun