Lífið

Brugga bjór úr bakteríum í leggöngum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Safnað er fyrir bjór með leggangabakteríum.
Safnað er fyrir bjór með leggangabakteríum. Mynd/Skjáskot
Pólska fyrirtækið Order of Yoni ætlar að brugga bjór úr bakteríum sem finnast í leggöngum kvenna, nánar tiltekið úr bakteríum tékknesku fyrirsætunnar Alexöndru Brendlova. Fyrirtækið óskar nú eftir styrkjum til verkefnisins á hópfjármögnunarsíðunni Indiegogo. Þar er hægt að heita á verkefnið og fá ýmis gripi fyrir. Til dæmis árituð plaköt af Brendlova og flöskur af bjórnum umrædda. 

Þegar þetta er skrifað hafa tæpar 50.000 krónur safnast til styrktar verkefnisins.

Í kynningu sinni á verkefninu á vefsvæði fyrirtækisins segir forsvarsmaður fyrirtækisins, Wojciech Mann, að notast sé við nýjustu tækni til þess að einangra bakteríur úr leggöngum Brendlova og þær settar í bjórinn. Segir hann að með þessu fáist kjarni kvenleika í bjórinn.

 

Jane Peyton, sem samtök gistiheimila á Bretlandi útnefndu bjórspeking ársins í fyrra, sagði skapara bjórsins örvæntingarfulla og athyglissjúka.

„Bjórheimurinn er fullur af sorglegum karlmönnum sem halda að bjór tilheyri þeim einum og fara klámfengnar, karlrembulegar leiðir til að markaðssetja bjór,“ sagði Jane í viðtali við fréttastofu Morning Advertiser.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.