Rannsakaði ár á Austur-landi fyrir og eftir virkjun Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. apríl 2016 09:45 "Vonandi get ég eitthvað nýtt mér gögn sem ég hef verið að safna undanfarin ár til að skilgreina vatnsföll víða um land og skilja þau betur,“ segir Eydís sem er að hefja störf hjá Veiðimálastofnun í dag. Vísir/Vilhelm Ég var ekkert með það í huga að vinna að doktorsverkefni þegar ég byrjaði að vakta efnasamsetningu í íslenskum ám og vötnum árið 1998. Það varð bara mitt aðalstarf hjá jarðfræðideild Háskóla Íslands,“ segir Hornfirðingurinn Eydís Salóme Eiríksdóttir sem varði nýlega doktorsritgerð við HÍ um veðrun og efnaframburð óraskaðra og miðlaðra vatnsfalla á Íslandi. Einkum studdist hún við rannsóknir sínar á vatnsföllum á Fljótsdalshéraði sem urðu fyrir áhrifum vegna Kárahnjúkavirkjunar. „Ég tók vatnssýni í ám á Fljótsdalshéraði í fimm ár áður en allt raskið hófst og efnagreindi þau. Sigurður Reynir Gíslason er vísindamaður hjá Jarðvísindastofnun og hann fékk mig til að keyra það verkefni áfram. Hlé varð á sýnatökum meðan á framkvæmdum stóð en svo hófust þær aftur. Einkum beindum við athyglinni að Jökulsá á Dal sem var stífluð og Lagarfljóti sem fékk alla gusuna úr Hálslóni yfir sig. Við tókum alltaf vatn á sömu stöðum bæði fyrir og eftir framkvæmdir, til að geta borið saman, og bættum útfallinu úr virkjuninni við.“ Ekki kom á óvart að áhrifin urðu mikil á báðar þessar stóru ár, að sögn Eydísar. Jökulsá hefur breyst í dragá sem dregur vatn sitt af heiðunum í kring og er bara jökulá örfáar vikur á ári þegar Hálslón fyllist og fer á yfirfall. „Rennslið í Jökulsá á Dal er nú 1/3 að ársmeðaltali af því sem það var áður, eða um 50 rúmmetrar á sekúndu á ársgrundvelli en var um 150. Jökulvatninu sem safnast í Hálslón er veitt í Lagarfljót og í því er gríðarmikið grugg þó mest af því setjist til í lóninu, eða 85%, samkvæmt mínum útreikningum. Svo hittast þessi tvö fallvötn aftur við árósana út við Héraðssand. Það efni sem kemst til sjávar er mjög fínt en í því eru áburðarefni sem eru góð fyrir hafið. En þangað berst enginn sandur lengur og tíminn verður að leiða í ljós hvaða áhrif það hefur á fjöruna.“ Andmælendur við doktorsvörnina voru dr. Jérôme Gaillardet, prófessor í jarðefnafræði við Institut de Physique du Globe de Paris, Frakklandi, og Suzanne Anderson, dósent við University of Colorado í Boulder, Bandaríkjunum. Eydís dáist að því hve vel þau hefðu náð að kynna sér efnið. Nú er hún að skipta um vinnustað, kveðja Jarðefnastofnun HÍ og færa sig til Veiðimálastofnunar. „Ég verð í einhverjum ferskvatnspælingum. Vonandi get ég eitthvað nýtt mér gögn sem ég hef verið að safna undanfarin ár til að skilgreina vatnsföll víða um land og skilja þau betur.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl. Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Ég var ekkert með það í huga að vinna að doktorsverkefni þegar ég byrjaði að vakta efnasamsetningu í íslenskum ám og vötnum árið 1998. Það varð bara mitt aðalstarf hjá jarðfræðideild Háskóla Íslands,“ segir Hornfirðingurinn Eydís Salóme Eiríksdóttir sem varði nýlega doktorsritgerð við HÍ um veðrun og efnaframburð óraskaðra og miðlaðra vatnsfalla á Íslandi. Einkum studdist hún við rannsóknir sínar á vatnsföllum á Fljótsdalshéraði sem urðu fyrir áhrifum vegna Kárahnjúkavirkjunar. „Ég tók vatnssýni í ám á Fljótsdalshéraði í fimm ár áður en allt raskið hófst og efnagreindi þau. Sigurður Reynir Gíslason er vísindamaður hjá Jarðvísindastofnun og hann fékk mig til að keyra það verkefni áfram. Hlé varð á sýnatökum meðan á framkvæmdum stóð en svo hófust þær aftur. Einkum beindum við athyglinni að Jökulsá á Dal sem var stífluð og Lagarfljóti sem fékk alla gusuna úr Hálslóni yfir sig. Við tókum alltaf vatn á sömu stöðum bæði fyrir og eftir framkvæmdir, til að geta borið saman, og bættum útfallinu úr virkjuninni við.“ Ekki kom á óvart að áhrifin urðu mikil á báðar þessar stóru ár, að sögn Eydísar. Jökulsá hefur breyst í dragá sem dregur vatn sitt af heiðunum í kring og er bara jökulá örfáar vikur á ári þegar Hálslón fyllist og fer á yfirfall. „Rennslið í Jökulsá á Dal er nú 1/3 að ársmeðaltali af því sem það var áður, eða um 50 rúmmetrar á sekúndu á ársgrundvelli en var um 150. Jökulvatninu sem safnast í Hálslón er veitt í Lagarfljót og í því er gríðarmikið grugg þó mest af því setjist til í lóninu, eða 85%, samkvæmt mínum útreikningum. Svo hittast þessi tvö fallvötn aftur við árósana út við Héraðssand. Það efni sem kemst til sjávar er mjög fínt en í því eru áburðarefni sem eru góð fyrir hafið. En þangað berst enginn sandur lengur og tíminn verður að leiða í ljós hvaða áhrif það hefur á fjöruna.“ Andmælendur við doktorsvörnina voru dr. Jérôme Gaillardet, prófessor í jarðefnafræði við Institut de Physique du Globe de Paris, Frakklandi, og Suzanne Anderson, dósent við University of Colorado í Boulder, Bandaríkjunum. Eydís dáist að því hve vel þau hefðu náð að kynna sér efnið. Nú er hún að skipta um vinnustað, kveðja Jarðefnastofnun HÍ og færa sig til Veiðimálastofnunar. „Ég verð í einhverjum ferskvatnspælingum. Vonandi get ég eitthvað nýtt mér gögn sem ég hef verið að safna undanfarin ár til að skilgreina vatnsföll víða um land og skilja þau betur.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl.
Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning