Ferðalag Vigfúsar og Valdísar Bolli Pétur Bollason skrifar 2. apríl 2016 09:00 Ófáir eru til þegar embætti forseta kallar á. Það er augljós vorhugur í fólki og sem betur fer vill það leggja hönd á plóg. Samfélagið okkar þarfnast radda hugsjónafólks sem er með góðar fyrirætlanir, björt markmið, víðtæka reynslu og bein í nefinu. Ég hugsa af virðingu til allra frambjóðenda, þeirra sem þegar eru komnir fram, og líka þeirra sem eiga eftir að ákveða sig og koma til með að bjóða fram krafta sína. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur ákvað í nýliðnum marsmánuði að fara í ferðalag. Hann er lagður af stað og leiðin liggur ekki bara út á Álftanes heldur vill hann fara með þjóðinni til þeirra áfangastaða sem bjóða upp á velferð og hamingju. Vigfús Bjarni verður alls ekki einn á þessu ferðalagi því kona hans Valdís Ösp Ívarsdóttir fíknifræðingur ferðast með, ásamt börnum þeirra þrem, og mörg önnur hafa þegar þegið far, fleiri hundruð sem hvöttu fjölskylduna af stað. Greinarhöfundur er einn af þeim. Ferðalag lýsir vel hugmyndum Vigfúsar Bjarna og Valdísar Aspar um líf og tilveru og þar á meðal um forsetakjör og þá þjónustu sem forseti veitir. Þau vilja vera samferða fólki, þau hafa sterka trú á fólki og vilja að fólki sé treyst til að taka virkan þátt í mikilvægum ákvörðunartökum er varða almannahag. Barrátta lýsir síður framboðinu, en þau Vigfús og Valdís þekkja einkum til þeirrar barráttu sem þau heyja með fólki. Dags daglega mæta þau og fylgja manneskjum sem eru að takast á við þrengingar vegna sjúkdóma og missis, hugtakið hugrekki fær þar aðra og djúpstæðari merkingu. Ég treysti þeim því mjög vel til að takast á við oft krefjandi og aðkallandi verkefni sem forsetaembættið innifelur. Skynsemisraddir hljómuðu í viðtækjum um daginn sem voru að ræða það að nýr forseti þyrfti helst að hafa reynslu af því að hafa kennt eða leiðbeint. Þá var það rifjað upp að þrír síðustu forsetar hefðu allir átt þá reynslu. Eins og áður sagði fannst mér þetta skynsamleg ábending. Forseti þarf að kunna að leiðbeina bæði á gleðistundum sem sorgarstundum í lífi þjóðar. Vigfús Bjarni hefur slíka reynslu, hann hefur verið leiðbeinandi á vegi sorgar um árabil, þjálfaður fyrirlesari um sálgæslutengd efni, þau hjón hafa m.a. unnið saman að námskeiðahaldi á því sviði. Vigfús Bjarni vill sem forseti beita sér fyrir mannúðarmálum og þeim gildum í lífinu sem hjálpa okkur að muna það að hótel okkar er jörðin og við erum gestir. Við höfum tilveru okkar að láni og mikilvægt að við umgöngumst hana með þeim hætti. Hann hefur sterka innsýn inn í þá grunnstoð samfélagsins sem heilbrigðiskerfið okkar er, hann lætur sér annt um þá stoð, vill stuðla að endurreisn hennar, vill tala fyrir henni ásamt málefnum barna, aldraðra og öryrkja. Ég vil taka þátt í ferðalagi með bílstjóra sem veit hvert hann er að fara, sem veit fyrir hvað hann stendur, sem er mannþekkjari og býr yfir næmi fyrir samfélagslegum aðstæðum og þjóðfélagslegri líðan. Þess vegna þigg ég far með þeim hjónum Vigfúsi og Valdísi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ófáir eru til þegar embætti forseta kallar á. Það er augljós vorhugur í fólki og sem betur fer vill það leggja hönd á plóg. Samfélagið okkar þarfnast radda hugsjónafólks sem er með góðar fyrirætlanir, björt markmið, víðtæka reynslu og bein í nefinu. Ég hugsa af virðingu til allra frambjóðenda, þeirra sem þegar eru komnir fram, og líka þeirra sem eiga eftir að ákveða sig og koma til með að bjóða fram krafta sína. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur ákvað í nýliðnum marsmánuði að fara í ferðalag. Hann er lagður af stað og leiðin liggur ekki bara út á Álftanes heldur vill hann fara með þjóðinni til þeirra áfangastaða sem bjóða upp á velferð og hamingju. Vigfús Bjarni verður alls ekki einn á þessu ferðalagi því kona hans Valdís Ösp Ívarsdóttir fíknifræðingur ferðast með, ásamt börnum þeirra þrem, og mörg önnur hafa þegar þegið far, fleiri hundruð sem hvöttu fjölskylduna af stað. Greinarhöfundur er einn af þeim. Ferðalag lýsir vel hugmyndum Vigfúsar Bjarna og Valdísar Aspar um líf og tilveru og þar á meðal um forsetakjör og þá þjónustu sem forseti veitir. Þau vilja vera samferða fólki, þau hafa sterka trú á fólki og vilja að fólki sé treyst til að taka virkan þátt í mikilvægum ákvörðunartökum er varða almannahag. Barrátta lýsir síður framboðinu, en þau Vigfús og Valdís þekkja einkum til þeirrar barráttu sem þau heyja með fólki. Dags daglega mæta þau og fylgja manneskjum sem eru að takast á við þrengingar vegna sjúkdóma og missis, hugtakið hugrekki fær þar aðra og djúpstæðari merkingu. Ég treysti þeim því mjög vel til að takast á við oft krefjandi og aðkallandi verkefni sem forsetaembættið innifelur. Skynsemisraddir hljómuðu í viðtækjum um daginn sem voru að ræða það að nýr forseti þyrfti helst að hafa reynslu af því að hafa kennt eða leiðbeint. Þá var það rifjað upp að þrír síðustu forsetar hefðu allir átt þá reynslu. Eins og áður sagði fannst mér þetta skynsamleg ábending. Forseti þarf að kunna að leiðbeina bæði á gleðistundum sem sorgarstundum í lífi þjóðar. Vigfús Bjarni hefur slíka reynslu, hann hefur verið leiðbeinandi á vegi sorgar um árabil, þjálfaður fyrirlesari um sálgæslutengd efni, þau hjón hafa m.a. unnið saman að námskeiðahaldi á því sviði. Vigfús Bjarni vill sem forseti beita sér fyrir mannúðarmálum og þeim gildum í lífinu sem hjálpa okkur að muna það að hótel okkar er jörðin og við erum gestir. Við höfum tilveru okkar að láni og mikilvægt að við umgöngumst hana með þeim hætti. Hann hefur sterka innsýn inn í þá grunnstoð samfélagsins sem heilbrigðiskerfið okkar er, hann lætur sér annt um þá stoð, vill stuðla að endurreisn hennar, vill tala fyrir henni ásamt málefnum barna, aldraðra og öryrkja. Ég vil taka þátt í ferðalagi með bílstjóra sem veit hvert hann er að fara, sem veit fyrir hvað hann stendur, sem er mannþekkjari og býr yfir næmi fyrir samfélagslegum aðstæðum og þjóðfélagslegri líðan. Þess vegna þigg ég far með þeim hjónum Vigfúsi og Valdísi!
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar