Ferðalag Vigfúsar og Valdísar Bolli Pétur Bollason skrifar 2. apríl 2016 09:00 Ófáir eru til þegar embætti forseta kallar á. Það er augljós vorhugur í fólki og sem betur fer vill það leggja hönd á plóg. Samfélagið okkar þarfnast radda hugsjónafólks sem er með góðar fyrirætlanir, björt markmið, víðtæka reynslu og bein í nefinu. Ég hugsa af virðingu til allra frambjóðenda, þeirra sem þegar eru komnir fram, og líka þeirra sem eiga eftir að ákveða sig og koma til með að bjóða fram krafta sína. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur ákvað í nýliðnum marsmánuði að fara í ferðalag. Hann er lagður af stað og leiðin liggur ekki bara út á Álftanes heldur vill hann fara með þjóðinni til þeirra áfangastaða sem bjóða upp á velferð og hamingju. Vigfús Bjarni verður alls ekki einn á þessu ferðalagi því kona hans Valdís Ösp Ívarsdóttir fíknifræðingur ferðast með, ásamt börnum þeirra þrem, og mörg önnur hafa þegar þegið far, fleiri hundruð sem hvöttu fjölskylduna af stað. Greinarhöfundur er einn af þeim. Ferðalag lýsir vel hugmyndum Vigfúsar Bjarna og Valdísar Aspar um líf og tilveru og þar á meðal um forsetakjör og þá þjónustu sem forseti veitir. Þau vilja vera samferða fólki, þau hafa sterka trú á fólki og vilja að fólki sé treyst til að taka virkan þátt í mikilvægum ákvörðunartökum er varða almannahag. Barrátta lýsir síður framboðinu, en þau Vigfús og Valdís þekkja einkum til þeirrar barráttu sem þau heyja með fólki. Dags daglega mæta þau og fylgja manneskjum sem eru að takast á við þrengingar vegna sjúkdóma og missis, hugtakið hugrekki fær þar aðra og djúpstæðari merkingu. Ég treysti þeim því mjög vel til að takast á við oft krefjandi og aðkallandi verkefni sem forsetaembættið innifelur. Skynsemisraddir hljómuðu í viðtækjum um daginn sem voru að ræða það að nýr forseti þyrfti helst að hafa reynslu af því að hafa kennt eða leiðbeint. Þá var það rifjað upp að þrír síðustu forsetar hefðu allir átt þá reynslu. Eins og áður sagði fannst mér þetta skynsamleg ábending. Forseti þarf að kunna að leiðbeina bæði á gleðistundum sem sorgarstundum í lífi þjóðar. Vigfús Bjarni hefur slíka reynslu, hann hefur verið leiðbeinandi á vegi sorgar um árabil, þjálfaður fyrirlesari um sálgæslutengd efni, þau hjón hafa m.a. unnið saman að námskeiðahaldi á því sviði. Vigfús Bjarni vill sem forseti beita sér fyrir mannúðarmálum og þeim gildum í lífinu sem hjálpa okkur að muna það að hótel okkar er jörðin og við erum gestir. Við höfum tilveru okkar að láni og mikilvægt að við umgöngumst hana með þeim hætti. Hann hefur sterka innsýn inn í þá grunnstoð samfélagsins sem heilbrigðiskerfið okkar er, hann lætur sér annt um þá stoð, vill stuðla að endurreisn hennar, vill tala fyrir henni ásamt málefnum barna, aldraðra og öryrkja. Ég vil taka þátt í ferðalagi með bílstjóra sem veit hvert hann er að fara, sem veit fyrir hvað hann stendur, sem er mannþekkjari og býr yfir næmi fyrir samfélagslegum aðstæðum og þjóðfélagslegri líðan. Þess vegna þigg ég far með þeim hjónum Vigfúsi og Valdísi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ófáir eru til þegar embætti forseta kallar á. Það er augljós vorhugur í fólki og sem betur fer vill það leggja hönd á plóg. Samfélagið okkar þarfnast radda hugsjónafólks sem er með góðar fyrirætlanir, björt markmið, víðtæka reynslu og bein í nefinu. Ég hugsa af virðingu til allra frambjóðenda, þeirra sem þegar eru komnir fram, og líka þeirra sem eiga eftir að ákveða sig og koma til með að bjóða fram krafta sína. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur ákvað í nýliðnum marsmánuði að fara í ferðalag. Hann er lagður af stað og leiðin liggur ekki bara út á Álftanes heldur vill hann fara með þjóðinni til þeirra áfangastaða sem bjóða upp á velferð og hamingju. Vigfús Bjarni verður alls ekki einn á þessu ferðalagi því kona hans Valdís Ösp Ívarsdóttir fíknifræðingur ferðast með, ásamt börnum þeirra þrem, og mörg önnur hafa þegar þegið far, fleiri hundruð sem hvöttu fjölskylduna af stað. Greinarhöfundur er einn af þeim. Ferðalag lýsir vel hugmyndum Vigfúsar Bjarna og Valdísar Aspar um líf og tilveru og þar á meðal um forsetakjör og þá þjónustu sem forseti veitir. Þau vilja vera samferða fólki, þau hafa sterka trú á fólki og vilja að fólki sé treyst til að taka virkan þátt í mikilvægum ákvörðunartökum er varða almannahag. Barrátta lýsir síður framboðinu, en þau Vigfús og Valdís þekkja einkum til þeirrar barráttu sem þau heyja með fólki. Dags daglega mæta þau og fylgja manneskjum sem eru að takast á við þrengingar vegna sjúkdóma og missis, hugtakið hugrekki fær þar aðra og djúpstæðari merkingu. Ég treysti þeim því mjög vel til að takast á við oft krefjandi og aðkallandi verkefni sem forsetaembættið innifelur. Skynsemisraddir hljómuðu í viðtækjum um daginn sem voru að ræða það að nýr forseti þyrfti helst að hafa reynslu af því að hafa kennt eða leiðbeint. Þá var það rifjað upp að þrír síðustu forsetar hefðu allir átt þá reynslu. Eins og áður sagði fannst mér þetta skynsamleg ábending. Forseti þarf að kunna að leiðbeina bæði á gleðistundum sem sorgarstundum í lífi þjóðar. Vigfús Bjarni hefur slíka reynslu, hann hefur verið leiðbeinandi á vegi sorgar um árabil, þjálfaður fyrirlesari um sálgæslutengd efni, þau hjón hafa m.a. unnið saman að námskeiðahaldi á því sviði. Vigfús Bjarni vill sem forseti beita sér fyrir mannúðarmálum og þeim gildum í lífinu sem hjálpa okkur að muna það að hótel okkar er jörðin og við erum gestir. Við höfum tilveru okkar að láni og mikilvægt að við umgöngumst hana með þeim hætti. Hann hefur sterka innsýn inn í þá grunnstoð samfélagsins sem heilbrigðiskerfið okkar er, hann lætur sér annt um þá stoð, vill stuðla að endurreisn hennar, vill tala fyrir henni ásamt málefnum barna, aldraðra og öryrkja. Ég vil taka þátt í ferðalagi með bílstjóra sem veit hvert hann er að fara, sem veit fyrir hvað hann stendur, sem er mannþekkjari og býr yfir næmi fyrir samfélagslegum aðstæðum og þjóðfélagslegri líðan. Þess vegna þigg ég far með þeim hjónum Vigfúsi og Valdísi!
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun