Forvarnir í lýðheilsu mikilvægar Elín Albertsdóttir skrifar 1. apríl 2016 11:00 Rakel Sif Sigurðardóttir, næringarfræðingur og heilsuráðgjafi, heldur fyrirlestra og er með heilsuráðgjöf í Lúxemborg þar sem hún býr, bæði fyrir einstaklinga og hópa. Rakel Sif Sigurðardóttir, næringar og heilsuráðgjafi, hefur getið sér gott orð í sínu fagi. Hún fæst við einstaklings- og hópráðgjöf og heldur úti vinsælum blogg- og Facebook-síðum. Rakel býr í Lúxemborg en hefur haldið námskeið hér á landi. Rakel Sif er stödd hér á landi til að hjálpa bróður sínum með brúðkaupsundirbúning. Brúðkaupið fer fram á morgun svo undirbúningur stóð sem hæst þegar við náðum í hana. Eflaust muna margir eftir Rakel úr kvikmyndunum Dís og Konunglegt bros eða úr hljómsveitinni Buttercup. Þá starfaði hún við fyrirsætustörf um tíma. Leiklistin höfðaði sterkt til hennar á meðan hún stundaði nám í Verzlunarskóla Íslands svo hún þreytti próf inn í Leiklistarskólann en fékk ekki inngöngu, líkt og margir aðrir. „Leið mín lá þá í matvælafræði í Háskóla Íslands en næringarfræði var þá ekki í boði hér heima,“ segir hún. „Næringarfræðin höfðaði sterkt til mín svo ég ákvað að flytja til Kaupmannahafnar og stunda námið þar. Heilsutengd málefni hafa alltaf verið mér hugleikin,“ segir Rakel sem lauk námi í Nutrition & Health. Rakel flutti síðan frá Kaupmannahöfn til Lúxemborgar þar sem eiginmaður hennar, Brynjar Örn Sveinjónsson, starfar sem flugmaður hjá Cargolux, en þau eiga tvær dætur, Sóleyju Bellu, 4 ára, og Margréti Maríu, 8 ára. „Ég starfa sjálfstætt sem næringar- og heilsuráðgjafi fyrir einstaklinga og hópa. Ég held fyrirlestra og er með heilsueflingu í fyrirtækjum. Síðan er ég í fjarnámi í sálfræði við Háskólann á Akureyri og gjörhygli (mindfulness) við þýskan skóla.“Engin ofurkona Þegar Rakel er spurð hvort hún sé ofurkona þvertekur hún fyrir það. „Nei, það er langt frá því að ég sé ofurkona,“ segir hún. „Ég sinni því sem ég hef áhuga fyrir og nýti tíma minn vel en þess utan hugsa ég um fjölskylduna. Við höfum búið í Lúxemborg í sex ár og það tekur tíma að koma fyrirtæki á laggirnar, sérstaklega þar sem þetta er mjög alþjóðlegt samfélag. Menningin er margbreytileg en mér hefur sem betur fer gengið vel. Maður þarf að hafa mjög góð tök á tungumálum, jafnt ensku, frönsku og þýsku. Viðskiptavinir mínir eru að mestu enskumælandi auk þess sem ég er með marga Íslendinga sem kúnna í gegnum netið.“Góðar rannsóknir Rakel hefur haldið heilsutengd námskeið hér á landi, meðal annars um börn og mataræði. Hún segist finna fyrir að fólk geri sér í auknum mæli grein fyrir hvað heilbrigt líferni sé mikilvægt strax frá upphafi. „Mataræði barna og unglinga skiptir miklu máli. Almennt séð eru rannsóknir á sviði næringar og heilsu orðnar tíðari og betri. Mikil og góð vinna er unnin á þessu sviði. Hins vegar er bil á milli fræðimanna og almennings við að koma nýjustu rannsóknum til fólks svo hægt sé að bæta lýðheilsu. Það þarf að huga betur að upplýsingagjöf og forvörnum. Lýðheilsa er afar mikilvæg,“ segir Rakel.Rakel með dætrum sínum, Sóleyju Bellu, 4 ára og Margréti Maríu, 8 ára.Svefn, mataræði og hreyfing Rakel segir að þegar fólk leiti til hennar og vilji breyta um lífsstíl þurfi að skoða heildarmyndina. „Ég spyr fólk hvaða markmið það hafi sett sér. Yfirleitt er fólk með áhyggjur af þyngd en ég vil skoða heilsuna í stærra samhengi. Fyrst þarf fólk að halda úti matardagbók en með henni er hægt að hefja vinnuna við breytingar. Rannsóknir benda til þess að fólk vanmeti alltaf það sem það setur ofan í sig og ofmeti hreyfinguna. Í mínum huga eru þrír þættir sem þarf að leggja áherslu á, svefnmynstur, mataræði og hreyfing. Það sem gleymist stundum í umræðunni um heilsu eru meðal annars hægðir og hægðamynstur. Hægðir geta sagt heilmikið um meltingu og almenna heilsu. Einnig skiptir máli hvort fólk er orkumikið eða orkulítið og þreytt yfir daginn.“ Rakel segir að inntaka á omega 3 og lýsi eða D-vítamíni skipti máli fyrir fólk í norrænum löndum og þar sem sólar nýtur ekki mikið. Þá skipti miklu máli að fara reglulega í heilsufarslega skoðun og láta athuga kólesteról, D-vítamín og önnur gildi. „Til dæmis er mikill joðskortur hjá fólki í Lúxemborg,“ segir hún. „Best er að breyta um lífsstíl í hægum skrefum til að ná árangri. Smátt og smátt fer fólk að sleppa óhollustu þegar það finnur mun á andlegri og líkamlegri líðan. Sjálf myndi ég aldrei setja ofan í mig McDonald’s-hamborgara eða mikið unnar matvörur. Ég les innihaldslýsingar og forðast aukefni, nítrít og slíkt. Sömuleiðis passa ég að krem og aðrar vörur innihaldi ekki paraben eða önnur slík efni. Þetta geri ég jafnt fyrir mig og börnin mín,“ útskýrir Rakel.Býr til uppskriftir Rakel er mikill matgæðingur og finnst skemmtilegt að elda. „Ég fæ skapandi útrás í eldhúsinu og hef alltaf haft áhuga á góðum mat. Ég vel lífrænt ræktaðan mat og er ekki sammála því að allt hollt sé um leið vont. Það er vel hægt að elda mjög bragðgóða og um leið næringarríka rétti. Ég er mikið í eldhúsinu og hef gaman af því að búa til mínar eigin uppskriftir. Sömuleiðis finnst mér gaman að fletta matreiðslubókum. Ég reyni almennt að forðast sykur. Ég er þó ekki fanatísk og er á móti öfgum. Þess vegna myndi ég leyfa mér eina múffu á kaffihúsi, ef ekkert annað væri í boði, eða almennilega ítalska pitsu til að njóta samvista með fjölskyldu og vinum. Hinn félagslegi þáttur er líka stór þáttur í góðri heilsu,“ segir Rakel Sif sem er með heimasíðuna rakelhealthyliving.com og Facebook-síðuna Rakel Healthy Living. Ljúffeng tómatsúpa sem hægt að breyta á margan hátt. Uppskrift frá Rakel.Tómatsúpa grunnuppskrift(fyrir 4-5) 8 stórir lífrænir tómatar, skornir í tvennt (lárétt) Ólífuolía Sjávarsalt í flögum 2 hvítlauksgeirar muldir 700 ml tómatmauk Vatn Setjið tómatana í eldfast mót, dreifið yfir þá ólífuolíu og sjávarsalti. Bakið í ofninum við 150°C í 2 klukkustundir. Þegar þetta er gert í fyrsta sinn er gott að huga að tómötunum á 30 mínútna fresti til þess að vera viss um að ofelda þá ekki. Þegar tómatarnir eru tilbúnir, setjið þá ólífuolíu og muldu hvítlauksgeirana saman í pott á miðlungshita og leyfið hvítlauknum að hitna í eina til tvær mínútur. Bætið svo tómötunum við og hrærið í. Bætið svo við tómatmaukinu og vatni í jöfnum hlutföllum og hrærið í. Blandið svo saman með töfrasprota þar til allt er orðið silkimjúkt. Það er í góðu lagi að setja töfrasprotann beint í pottinn en þó ráðlagt að taka pottinn af hellunni fyrst. Skiptið súpunni í skálar og bætið við próteini, kryddjurtum, ólífuolíu, svörtum pipar o.s.frv. til þess að gera súpuna matarmeiri.ÞemahugmyndirMexíkóskt þema: Bætið við avókadóbitum eða guacamole, kóríanderlaufum, lime-safa, kjúklingabitum og tortillaflögum (þær eru úr korni og eru því glúteinlausar).Ítalskt þema: Bætið við kjúklingabitum, basillaufum, parmesanosti og ólífuolíu.Austurlenskt þema: Bætið við grilluðum tígrisrækjum, kóríanderlaufum, grilluðum kasjúhnetum, lime-safa og kókosolíu.Fiskisúpa: Bætið við grilluðum þorski, salti og pipar auk ólífuolíu og ferskum basillaufum. Næringarríkt þema: Setjið fyrst soðin kínóafræ í botn á hverri skál (magn eftir smekk), hellið svo súpunni í skálina og bætið við próteini, fitu eða grænmeti eftir smekk. Mest lesið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Fleiri fréttir Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Sjá meira
Rakel Sif Sigurðardóttir, næringar og heilsuráðgjafi, hefur getið sér gott orð í sínu fagi. Hún fæst við einstaklings- og hópráðgjöf og heldur úti vinsælum blogg- og Facebook-síðum. Rakel býr í Lúxemborg en hefur haldið námskeið hér á landi. Rakel Sif er stödd hér á landi til að hjálpa bróður sínum með brúðkaupsundirbúning. Brúðkaupið fer fram á morgun svo undirbúningur stóð sem hæst þegar við náðum í hana. Eflaust muna margir eftir Rakel úr kvikmyndunum Dís og Konunglegt bros eða úr hljómsveitinni Buttercup. Þá starfaði hún við fyrirsætustörf um tíma. Leiklistin höfðaði sterkt til hennar á meðan hún stundaði nám í Verzlunarskóla Íslands svo hún þreytti próf inn í Leiklistarskólann en fékk ekki inngöngu, líkt og margir aðrir. „Leið mín lá þá í matvælafræði í Háskóla Íslands en næringarfræði var þá ekki í boði hér heima,“ segir hún. „Næringarfræðin höfðaði sterkt til mín svo ég ákvað að flytja til Kaupmannahafnar og stunda námið þar. Heilsutengd málefni hafa alltaf verið mér hugleikin,“ segir Rakel sem lauk námi í Nutrition & Health. Rakel flutti síðan frá Kaupmannahöfn til Lúxemborgar þar sem eiginmaður hennar, Brynjar Örn Sveinjónsson, starfar sem flugmaður hjá Cargolux, en þau eiga tvær dætur, Sóleyju Bellu, 4 ára, og Margréti Maríu, 8 ára. „Ég starfa sjálfstætt sem næringar- og heilsuráðgjafi fyrir einstaklinga og hópa. Ég held fyrirlestra og er með heilsueflingu í fyrirtækjum. Síðan er ég í fjarnámi í sálfræði við Háskólann á Akureyri og gjörhygli (mindfulness) við þýskan skóla.“Engin ofurkona Þegar Rakel er spurð hvort hún sé ofurkona þvertekur hún fyrir það. „Nei, það er langt frá því að ég sé ofurkona,“ segir hún. „Ég sinni því sem ég hef áhuga fyrir og nýti tíma minn vel en þess utan hugsa ég um fjölskylduna. Við höfum búið í Lúxemborg í sex ár og það tekur tíma að koma fyrirtæki á laggirnar, sérstaklega þar sem þetta er mjög alþjóðlegt samfélag. Menningin er margbreytileg en mér hefur sem betur fer gengið vel. Maður þarf að hafa mjög góð tök á tungumálum, jafnt ensku, frönsku og þýsku. Viðskiptavinir mínir eru að mestu enskumælandi auk þess sem ég er með marga Íslendinga sem kúnna í gegnum netið.“Góðar rannsóknir Rakel hefur haldið heilsutengd námskeið hér á landi, meðal annars um börn og mataræði. Hún segist finna fyrir að fólk geri sér í auknum mæli grein fyrir hvað heilbrigt líferni sé mikilvægt strax frá upphafi. „Mataræði barna og unglinga skiptir miklu máli. Almennt séð eru rannsóknir á sviði næringar og heilsu orðnar tíðari og betri. Mikil og góð vinna er unnin á þessu sviði. Hins vegar er bil á milli fræðimanna og almennings við að koma nýjustu rannsóknum til fólks svo hægt sé að bæta lýðheilsu. Það þarf að huga betur að upplýsingagjöf og forvörnum. Lýðheilsa er afar mikilvæg,“ segir Rakel.Rakel með dætrum sínum, Sóleyju Bellu, 4 ára og Margréti Maríu, 8 ára.Svefn, mataræði og hreyfing Rakel segir að þegar fólk leiti til hennar og vilji breyta um lífsstíl þurfi að skoða heildarmyndina. „Ég spyr fólk hvaða markmið það hafi sett sér. Yfirleitt er fólk með áhyggjur af þyngd en ég vil skoða heilsuna í stærra samhengi. Fyrst þarf fólk að halda úti matardagbók en með henni er hægt að hefja vinnuna við breytingar. Rannsóknir benda til þess að fólk vanmeti alltaf það sem það setur ofan í sig og ofmeti hreyfinguna. Í mínum huga eru þrír þættir sem þarf að leggja áherslu á, svefnmynstur, mataræði og hreyfing. Það sem gleymist stundum í umræðunni um heilsu eru meðal annars hægðir og hægðamynstur. Hægðir geta sagt heilmikið um meltingu og almenna heilsu. Einnig skiptir máli hvort fólk er orkumikið eða orkulítið og þreytt yfir daginn.“ Rakel segir að inntaka á omega 3 og lýsi eða D-vítamíni skipti máli fyrir fólk í norrænum löndum og þar sem sólar nýtur ekki mikið. Þá skipti miklu máli að fara reglulega í heilsufarslega skoðun og láta athuga kólesteról, D-vítamín og önnur gildi. „Til dæmis er mikill joðskortur hjá fólki í Lúxemborg,“ segir hún. „Best er að breyta um lífsstíl í hægum skrefum til að ná árangri. Smátt og smátt fer fólk að sleppa óhollustu þegar það finnur mun á andlegri og líkamlegri líðan. Sjálf myndi ég aldrei setja ofan í mig McDonald’s-hamborgara eða mikið unnar matvörur. Ég les innihaldslýsingar og forðast aukefni, nítrít og slíkt. Sömuleiðis passa ég að krem og aðrar vörur innihaldi ekki paraben eða önnur slík efni. Þetta geri ég jafnt fyrir mig og börnin mín,“ útskýrir Rakel.Býr til uppskriftir Rakel er mikill matgæðingur og finnst skemmtilegt að elda. „Ég fæ skapandi útrás í eldhúsinu og hef alltaf haft áhuga á góðum mat. Ég vel lífrænt ræktaðan mat og er ekki sammála því að allt hollt sé um leið vont. Það er vel hægt að elda mjög bragðgóða og um leið næringarríka rétti. Ég er mikið í eldhúsinu og hef gaman af því að búa til mínar eigin uppskriftir. Sömuleiðis finnst mér gaman að fletta matreiðslubókum. Ég reyni almennt að forðast sykur. Ég er þó ekki fanatísk og er á móti öfgum. Þess vegna myndi ég leyfa mér eina múffu á kaffihúsi, ef ekkert annað væri í boði, eða almennilega ítalska pitsu til að njóta samvista með fjölskyldu og vinum. Hinn félagslegi þáttur er líka stór þáttur í góðri heilsu,“ segir Rakel Sif sem er með heimasíðuna rakelhealthyliving.com og Facebook-síðuna Rakel Healthy Living. Ljúffeng tómatsúpa sem hægt að breyta á margan hátt. Uppskrift frá Rakel.Tómatsúpa grunnuppskrift(fyrir 4-5) 8 stórir lífrænir tómatar, skornir í tvennt (lárétt) Ólífuolía Sjávarsalt í flögum 2 hvítlauksgeirar muldir 700 ml tómatmauk Vatn Setjið tómatana í eldfast mót, dreifið yfir þá ólífuolíu og sjávarsalti. Bakið í ofninum við 150°C í 2 klukkustundir. Þegar þetta er gert í fyrsta sinn er gott að huga að tómötunum á 30 mínútna fresti til þess að vera viss um að ofelda þá ekki. Þegar tómatarnir eru tilbúnir, setjið þá ólífuolíu og muldu hvítlauksgeirana saman í pott á miðlungshita og leyfið hvítlauknum að hitna í eina til tvær mínútur. Bætið svo tómötunum við og hrærið í. Bætið svo við tómatmaukinu og vatni í jöfnum hlutföllum og hrærið í. Blandið svo saman með töfrasprota þar til allt er orðið silkimjúkt. Það er í góðu lagi að setja töfrasprotann beint í pottinn en þó ráðlagt að taka pottinn af hellunni fyrst. Skiptið súpunni í skálar og bætið við próteini, kryddjurtum, ólífuolíu, svörtum pipar o.s.frv. til þess að gera súpuna matarmeiri.ÞemahugmyndirMexíkóskt þema: Bætið við avókadóbitum eða guacamole, kóríanderlaufum, lime-safa, kjúklingabitum og tortillaflögum (þær eru úr korni og eru því glúteinlausar).Ítalskt þema: Bætið við kjúklingabitum, basillaufum, parmesanosti og ólífuolíu.Austurlenskt þema: Bætið við grilluðum tígrisrækjum, kóríanderlaufum, grilluðum kasjúhnetum, lime-safa og kókosolíu.Fiskisúpa: Bætið við grilluðum þorski, salti og pipar auk ólífuolíu og ferskum basillaufum. Næringarríkt þema: Setjið fyrst soðin kínóafræ í botn á hverri skál (magn eftir smekk), hellið svo súpunni í skálina og bætið við próteini, fitu eða grænmeti eftir smekk.
Mest lesið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Fleiri fréttir Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning