Tölvan fyrir okkur hin og alla aðra Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. apríl 2016 13:00 Steve Jobs var umdeildur maður en áhersla hans á aðlaðandi og einfalda einkatölvu hafði óumdeilanleg áhrif á gjörvallan tæknigeirann. Jobs var 21 árs gamall þegar hann stofnaði Apple ásamt Steve Wozniak og Ronald Wayne. Hann bjó hjá foreldrum sínum í Los Altos í Kaliforníu. Apple var stofnað í bílskúrnum hjá Jobs. Hann seldi VW rúnstykkið sitt til að fjármagna stofnkostnaðinn og Wozniak fórnaði Hewlett-Packard reiknivélinni sinni. Í dag er Apple verðmætasta fyrirtæki veraldar og leiðandi afl í tæknigeiranum sem rutt hefur sér til rúms á síðustu áratugum. Hagnaður þessa geira er yfirþyrmandi. Á þeim 40 sekúndum sem hafa liðið síðan þú byrjaðir að lesa þessa grein hafa þessi fyrirtæki (Apple, Alphabet, Microsoft o.fl.) hagnast um 11,7 milljónir króna. Helmingurinn fór til Apple.Aðlaðandi einfaldleiki Apple, rétt eins og Facebook og Microsoft, hefur mótað nýjan veruleika afþreyingar, samskipta og sköpunar. Um milljarður Apple-tækja var í notkun á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það er því athyglisvert að flestir þeirra sem nota vörur Apple í dag kynntust tölvum í gegnum keppinauta fyrirtækisins. „Það er gaman að segja frá því að ég var mikill andófsmaður gegn Apple í æsku,“ segir Sverrir Björgvinsson, ritstjóri Einstein.is og Apple-maður mikill. „Maður var alls ekki að hygla Apple, einmitt á þeim tíma þegar Steve Jobs var ekki hjá fyrirtækinu. Og maður hélt í raun áfram að hata Apple eftir að hann kom til baka.“Sverrir BjörgvinssonHugarfarsbreyting Sverris átti sér stað eftir að hafa fengið eina af fyrstu kynslóðum iPod-spilarans að gjöf, og þegar hann komst í kynni við PowerBook G3-fartölvuna. Í báðum tækjum var grunnstef Steve Jobs allsráðandi: „Tölva fyrir okkur hin.“ Samkvæmt Jobs verður tölvan, sem hluti af daglegu lífi fólks, að vera aðlaðandi og einföld.Ég var ung gefin Apple Steve Wozniak sagði eitt sinn að snilld Steve Jobs hafi falist í því að gera hlutina einfalda, en það útheimti altæka stjórn yfir öllu. Þannig er stýrikerfi fyrirtækisins lokað, öfugt við Microsoft o.fl. Ef þú notar iPhone, þá eru litlar líkur á að þú hafir fyrir því að fara eitthvað annað. Sverrir tekur undir þetta og vitnar í Brennu-Njáls sögu: „Eg var ung gefin Njáli. Maður er innviklaður í þetta kerfi.“ Sverrir hefur prófað aðrar tegundir tækja við prófanir á síðunni sinni, en það var oft eitthvað sem gekk ekki sem skyldi. Háþróað og ofur-skilvirkt vistkerfi Apple heillar. Hjá flestum fer að hægjast á hlutunum eftir að 40 ára aldrinum er náð. Apple virðist ekki bera nein merki stöðnunar, það er, ef sölu- og hagnaðartölur eru annars vegar. Engu að síður bíða margir eftir nýrri og byltingarkenndri vöru frá Apple. „Steve Jobs talaði um að allar vörur Apple ættu að komast fyrir á einu skrifborði. iPad, iPhone og Mac-tölvurnar. Núna eru þrjár mismunandi stærðir iPhone í boði, sama á við um iPad. Meiri valmöguleikar eru ekki alltaf af hinu góða.“Að dreyma stórt Apple hefur í gegnum tíðina mætt gríðarlegri mótspyrnu frá þeim sem hafa ríkjandi stöðu á tilteknum mörkuðum. Það þótti fáránlegt af Apple að ætla að ryðja sér til rúms á farsímamarkaði. Ljóst er að Apple hyggst sundra og endurheimta fleiri geira. Bílamarkaðurinn þykir augljóst næsta skref fyrir tæknirisann. Sverrir segir spurninguna ekki vera hvort, heldur hvenær Apple kynnir bíl til leiks. „Margir telja að Apple muni nýta aukinn veruleika (e. augmented reality) í bílnum þar sem þú sérð leiðarvísi GPS-tækisins í bílrúðunni. Það verður gríðarlega áhugavert að sjá hvernig þessi mál þróast.[…] Ég, sem Apple notandi þá, var mjög efins um iPhone-inn. Ég var mjög seinn að fá mér iPhone. Þegar hann var kynntur hugsaði maður: „Hvað ætla þeir eiginlega að fara að gera með þennan síma? Þeir eru ekki að fara að skáka Nokia?““ segir Sverrir og bætir við: „Það hefur nú aldeilis breyst.“ Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Jobs var 21 árs gamall þegar hann stofnaði Apple ásamt Steve Wozniak og Ronald Wayne. Hann bjó hjá foreldrum sínum í Los Altos í Kaliforníu. Apple var stofnað í bílskúrnum hjá Jobs. Hann seldi VW rúnstykkið sitt til að fjármagna stofnkostnaðinn og Wozniak fórnaði Hewlett-Packard reiknivélinni sinni. Í dag er Apple verðmætasta fyrirtæki veraldar og leiðandi afl í tæknigeiranum sem rutt hefur sér til rúms á síðustu áratugum. Hagnaður þessa geira er yfirþyrmandi. Á þeim 40 sekúndum sem hafa liðið síðan þú byrjaðir að lesa þessa grein hafa þessi fyrirtæki (Apple, Alphabet, Microsoft o.fl.) hagnast um 11,7 milljónir króna. Helmingurinn fór til Apple.Aðlaðandi einfaldleiki Apple, rétt eins og Facebook og Microsoft, hefur mótað nýjan veruleika afþreyingar, samskipta og sköpunar. Um milljarður Apple-tækja var í notkun á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það er því athyglisvert að flestir þeirra sem nota vörur Apple í dag kynntust tölvum í gegnum keppinauta fyrirtækisins. „Það er gaman að segja frá því að ég var mikill andófsmaður gegn Apple í æsku,“ segir Sverrir Björgvinsson, ritstjóri Einstein.is og Apple-maður mikill. „Maður var alls ekki að hygla Apple, einmitt á þeim tíma þegar Steve Jobs var ekki hjá fyrirtækinu. Og maður hélt í raun áfram að hata Apple eftir að hann kom til baka.“Sverrir BjörgvinssonHugarfarsbreyting Sverris átti sér stað eftir að hafa fengið eina af fyrstu kynslóðum iPod-spilarans að gjöf, og þegar hann komst í kynni við PowerBook G3-fartölvuna. Í báðum tækjum var grunnstef Steve Jobs allsráðandi: „Tölva fyrir okkur hin.“ Samkvæmt Jobs verður tölvan, sem hluti af daglegu lífi fólks, að vera aðlaðandi og einföld.Ég var ung gefin Apple Steve Wozniak sagði eitt sinn að snilld Steve Jobs hafi falist í því að gera hlutina einfalda, en það útheimti altæka stjórn yfir öllu. Þannig er stýrikerfi fyrirtækisins lokað, öfugt við Microsoft o.fl. Ef þú notar iPhone, þá eru litlar líkur á að þú hafir fyrir því að fara eitthvað annað. Sverrir tekur undir þetta og vitnar í Brennu-Njáls sögu: „Eg var ung gefin Njáli. Maður er innviklaður í þetta kerfi.“ Sverrir hefur prófað aðrar tegundir tækja við prófanir á síðunni sinni, en það var oft eitthvað sem gekk ekki sem skyldi. Háþróað og ofur-skilvirkt vistkerfi Apple heillar. Hjá flestum fer að hægjast á hlutunum eftir að 40 ára aldrinum er náð. Apple virðist ekki bera nein merki stöðnunar, það er, ef sölu- og hagnaðartölur eru annars vegar. Engu að síður bíða margir eftir nýrri og byltingarkenndri vöru frá Apple. „Steve Jobs talaði um að allar vörur Apple ættu að komast fyrir á einu skrifborði. iPad, iPhone og Mac-tölvurnar. Núna eru þrjár mismunandi stærðir iPhone í boði, sama á við um iPad. Meiri valmöguleikar eru ekki alltaf af hinu góða.“Að dreyma stórt Apple hefur í gegnum tíðina mætt gríðarlegri mótspyrnu frá þeim sem hafa ríkjandi stöðu á tilteknum mörkuðum. Það þótti fáránlegt af Apple að ætla að ryðja sér til rúms á farsímamarkaði. Ljóst er að Apple hyggst sundra og endurheimta fleiri geira. Bílamarkaðurinn þykir augljóst næsta skref fyrir tæknirisann. Sverrir segir spurninguna ekki vera hvort, heldur hvenær Apple kynnir bíl til leiks. „Margir telja að Apple muni nýta aukinn veruleika (e. augmented reality) í bílnum þar sem þú sérð leiðarvísi GPS-tækisins í bílrúðunni. Það verður gríðarlega áhugavert að sjá hvernig þessi mál þróast.[…] Ég, sem Apple notandi þá, var mjög efins um iPhone-inn. Ég var mjög seinn að fá mér iPhone. Þegar hann var kynntur hugsaði maður: „Hvað ætla þeir eiginlega að fara að gera með þennan síma? Þeir eru ekki að fara að skáka Nokia?““ segir Sverrir og bætir við: „Það hefur nú aldeilis breyst.“
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira