Tölvan fyrir okkur hin og alla aðra Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. apríl 2016 13:00 Steve Jobs var umdeildur maður en áhersla hans á aðlaðandi og einfalda einkatölvu hafði óumdeilanleg áhrif á gjörvallan tæknigeirann. Jobs var 21 árs gamall þegar hann stofnaði Apple ásamt Steve Wozniak og Ronald Wayne. Hann bjó hjá foreldrum sínum í Los Altos í Kaliforníu. Apple var stofnað í bílskúrnum hjá Jobs. Hann seldi VW rúnstykkið sitt til að fjármagna stofnkostnaðinn og Wozniak fórnaði Hewlett-Packard reiknivélinni sinni. Í dag er Apple verðmætasta fyrirtæki veraldar og leiðandi afl í tæknigeiranum sem rutt hefur sér til rúms á síðustu áratugum. Hagnaður þessa geira er yfirþyrmandi. Á þeim 40 sekúndum sem hafa liðið síðan þú byrjaðir að lesa þessa grein hafa þessi fyrirtæki (Apple, Alphabet, Microsoft o.fl.) hagnast um 11,7 milljónir króna. Helmingurinn fór til Apple.Aðlaðandi einfaldleiki Apple, rétt eins og Facebook og Microsoft, hefur mótað nýjan veruleika afþreyingar, samskipta og sköpunar. Um milljarður Apple-tækja var í notkun á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það er því athyglisvert að flestir þeirra sem nota vörur Apple í dag kynntust tölvum í gegnum keppinauta fyrirtækisins. „Það er gaman að segja frá því að ég var mikill andófsmaður gegn Apple í æsku,“ segir Sverrir Björgvinsson, ritstjóri Einstein.is og Apple-maður mikill. „Maður var alls ekki að hygla Apple, einmitt á þeim tíma þegar Steve Jobs var ekki hjá fyrirtækinu. Og maður hélt í raun áfram að hata Apple eftir að hann kom til baka.“Sverrir BjörgvinssonHugarfarsbreyting Sverris átti sér stað eftir að hafa fengið eina af fyrstu kynslóðum iPod-spilarans að gjöf, og þegar hann komst í kynni við PowerBook G3-fartölvuna. Í báðum tækjum var grunnstef Steve Jobs allsráðandi: „Tölva fyrir okkur hin.“ Samkvæmt Jobs verður tölvan, sem hluti af daglegu lífi fólks, að vera aðlaðandi og einföld.Ég var ung gefin Apple Steve Wozniak sagði eitt sinn að snilld Steve Jobs hafi falist í því að gera hlutina einfalda, en það útheimti altæka stjórn yfir öllu. Þannig er stýrikerfi fyrirtækisins lokað, öfugt við Microsoft o.fl. Ef þú notar iPhone, þá eru litlar líkur á að þú hafir fyrir því að fara eitthvað annað. Sverrir tekur undir þetta og vitnar í Brennu-Njáls sögu: „Eg var ung gefin Njáli. Maður er innviklaður í þetta kerfi.“ Sverrir hefur prófað aðrar tegundir tækja við prófanir á síðunni sinni, en það var oft eitthvað sem gekk ekki sem skyldi. Háþróað og ofur-skilvirkt vistkerfi Apple heillar. Hjá flestum fer að hægjast á hlutunum eftir að 40 ára aldrinum er náð. Apple virðist ekki bera nein merki stöðnunar, það er, ef sölu- og hagnaðartölur eru annars vegar. Engu að síður bíða margir eftir nýrri og byltingarkenndri vöru frá Apple. „Steve Jobs talaði um að allar vörur Apple ættu að komast fyrir á einu skrifborði. iPad, iPhone og Mac-tölvurnar. Núna eru þrjár mismunandi stærðir iPhone í boði, sama á við um iPad. Meiri valmöguleikar eru ekki alltaf af hinu góða.“Að dreyma stórt Apple hefur í gegnum tíðina mætt gríðarlegri mótspyrnu frá þeim sem hafa ríkjandi stöðu á tilteknum mörkuðum. Það þótti fáránlegt af Apple að ætla að ryðja sér til rúms á farsímamarkaði. Ljóst er að Apple hyggst sundra og endurheimta fleiri geira. Bílamarkaðurinn þykir augljóst næsta skref fyrir tæknirisann. Sverrir segir spurninguna ekki vera hvort, heldur hvenær Apple kynnir bíl til leiks. „Margir telja að Apple muni nýta aukinn veruleika (e. augmented reality) í bílnum þar sem þú sérð leiðarvísi GPS-tækisins í bílrúðunni. Það verður gríðarlega áhugavert að sjá hvernig þessi mál þróast.[…] Ég, sem Apple notandi þá, var mjög efins um iPhone-inn. Ég var mjög seinn að fá mér iPhone. Þegar hann var kynntur hugsaði maður: „Hvað ætla þeir eiginlega að fara að gera með þennan síma? Þeir eru ekki að fara að skáka Nokia?““ segir Sverrir og bætir við: „Það hefur nú aldeilis breyst.“ Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Sjá meira
Jobs var 21 árs gamall þegar hann stofnaði Apple ásamt Steve Wozniak og Ronald Wayne. Hann bjó hjá foreldrum sínum í Los Altos í Kaliforníu. Apple var stofnað í bílskúrnum hjá Jobs. Hann seldi VW rúnstykkið sitt til að fjármagna stofnkostnaðinn og Wozniak fórnaði Hewlett-Packard reiknivélinni sinni. Í dag er Apple verðmætasta fyrirtæki veraldar og leiðandi afl í tæknigeiranum sem rutt hefur sér til rúms á síðustu áratugum. Hagnaður þessa geira er yfirþyrmandi. Á þeim 40 sekúndum sem hafa liðið síðan þú byrjaðir að lesa þessa grein hafa þessi fyrirtæki (Apple, Alphabet, Microsoft o.fl.) hagnast um 11,7 milljónir króna. Helmingurinn fór til Apple.Aðlaðandi einfaldleiki Apple, rétt eins og Facebook og Microsoft, hefur mótað nýjan veruleika afþreyingar, samskipta og sköpunar. Um milljarður Apple-tækja var í notkun á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það er því athyglisvert að flestir þeirra sem nota vörur Apple í dag kynntust tölvum í gegnum keppinauta fyrirtækisins. „Það er gaman að segja frá því að ég var mikill andófsmaður gegn Apple í æsku,“ segir Sverrir Björgvinsson, ritstjóri Einstein.is og Apple-maður mikill. „Maður var alls ekki að hygla Apple, einmitt á þeim tíma þegar Steve Jobs var ekki hjá fyrirtækinu. Og maður hélt í raun áfram að hata Apple eftir að hann kom til baka.“Sverrir BjörgvinssonHugarfarsbreyting Sverris átti sér stað eftir að hafa fengið eina af fyrstu kynslóðum iPod-spilarans að gjöf, og þegar hann komst í kynni við PowerBook G3-fartölvuna. Í báðum tækjum var grunnstef Steve Jobs allsráðandi: „Tölva fyrir okkur hin.“ Samkvæmt Jobs verður tölvan, sem hluti af daglegu lífi fólks, að vera aðlaðandi og einföld.Ég var ung gefin Apple Steve Wozniak sagði eitt sinn að snilld Steve Jobs hafi falist í því að gera hlutina einfalda, en það útheimti altæka stjórn yfir öllu. Þannig er stýrikerfi fyrirtækisins lokað, öfugt við Microsoft o.fl. Ef þú notar iPhone, þá eru litlar líkur á að þú hafir fyrir því að fara eitthvað annað. Sverrir tekur undir þetta og vitnar í Brennu-Njáls sögu: „Eg var ung gefin Njáli. Maður er innviklaður í þetta kerfi.“ Sverrir hefur prófað aðrar tegundir tækja við prófanir á síðunni sinni, en það var oft eitthvað sem gekk ekki sem skyldi. Háþróað og ofur-skilvirkt vistkerfi Apple heillar. Hjá flestum fer að hægjast á hlutunum eftir að 40 ára aldrinum er náð. Apple virðist ekki bera nein merki stöðnunar, það er, ef sölu- og hagnaðartölur eru annars vegar. Engu að síður bíða margir eftir nýrri og byltingarkenndri vöru frá Apple. „Steve Jobs talaði um að allar vörur Apple ættu að komast fyrir á einu skrifborði. iPad, iPhone og Mac-tölvurnar. Núna eru þrjár mismunandi stærðir iPhone í boði, sama á við um iPad. Meiri valmöguleikar eru ekki alltaf af hinu góða.“Að dreyma stórt Apple hefur í gegnum tíðina mætt gríðarlegri mótspyrnu frá þeim sem hafa ríkjandi stöðu á tilteknum mörkuðum. Það þótti fáránlegt af Apple að ætla að ryðja sér til rúms á farsímamarkaði. Ljóst er að Apple hyggst sundra og endurheimta fleiri geira. Bílamarkaðurinn þykir augljóst næsta skref fyrir tæknirisann. Sverrir segir spurninguna ekki vera hvort, heldur hvenær Apple kynnir bíl til leiks. „Margir telja að Apple muni nýta aukinn veruleika (e. augmented reality) í bílnum þar sem þú sérð leiðarvísi GPS-tækisins í bílrúðunni. Það verður gríðarlega áhugavert að sjá hvernig þessi mál þróast.[…] Ég, sem Apple notandi þá, var mjög efins um iPhone-inn. Ég var mjög seinn að fá mér iPhone. Þegar hann var kynntur hugsaði maður: „Hvað ætla þeir eiginlega að fara að gera með þennan síma? Þeir eru ekki að fara að skáka Nokia?““ segir Sverrir og bætir við: „Það hefur nú aldeilis breyst.“
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Sjá meira