Ég hef málað gegnum lífið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. apríl 2016 10:45 Vinkonurnar voru ólatar að sitja fyrir og prýða margar myndir Öldu Ármönnu. Vísir/Anton Brink „Ég hef málað í gegnum lífið, sérstaklega á seinni hluta ævinnar og þegar ég var krakki teiknaði ég heil ósköp,“ segir myndlistarkonan Alda Ármanna sem er áttræð í dag. Hún hefur haldið fjölda sýninga og gefið út bókina Kona í forgrunni sem inniheldur æviminningar, ljóð og list. Konur eru líka oft í forgrunni á myndum hennar. Hún fæddist á Barðsnesi við sunnanverðan Norðfjörð. „Þar kemur brimið með norðanáttinni og sólskinið og hlýjan með sunnanvindinum, lýsir hún glaðlega. „Pabbi var bóndi og sjómaður og fór oft til Neskaupstaðar, hinum megin fjarðarins að leggja inn fiskinn, versla í kaupfélaginu eða skipta við sparisjóðinn. Þar hitti hann mann og annan. Þegar pabbi kom heim lýsti hann mönnum fyrir mér og ég teiknaði þá. Stundum gaf hann þeim myndir sem ég hafði teiknað af þeim óséðum.“ Alda Ármanna ólst upp í níu systkina hópi. „Ég var frekar fljót til náms og tók barnapróf á undan mínum jafnöldrum. Þá var enginn gagnfræðaskóli í Norðfirði þannig að mamma ákvað að senda mig með Herðubreiðinni til Hornafjarðar og koma mér í Hrollaugstaðaskóla í Suðursveit til Torfa Steinþórssonar, bróðursonar Þórbergs Þórðarsonar. Mamma var frá Kálfafelli og ég bjó þar hjá móðursystur minni, Ingunni og Benedikt, manni hennar, bróður Þórbergs. Síðar fór ég í Eiðaskóla og lauk gagnfræðaprófi.“ Fljótlega eftir vistina á Eiðum lá leiðin til Reykjavíkur, meðal annars til lækninga því beinabyggingin var sérstök. Í borginni kynntist Alda bæði myndlistinni og tilvonandi eiginmanni, Elíasi Kristjánssyni, „sem var nýkominn af síld og ekkert nema fjörið,“ eins og hún orðar það. Frumburðurinn fæddist fljótlega og alls urðu börnin fjögur, það yngsta fatlað. Eftir að hafa prófað búsetu á Neskaupstað og ráðsmennsku í Borgarfirði ákváðu þau hjón að setjast að hér syðra. Nú eru þau skilin og elsti sonurinn látinn. Listin hefur aldrei yfirgefið Öldu. „Í myndlistarskólanum kynntist ég stúlkum sem ég hélt vinkvennasambandi við, þannig að ég hætti aldrei að stússast í myndlistinni,“ segir hún. Afmælisteitið verður haldið heima, að sögn Öldu. „Dóttir mín ætlar að sjá um að galdra eitthvað fram. Hún kann ýmislegt fyrir sér og tengdadóttir mín líka.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl. Mest lesið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira
„Ég hef málað í gegnum lífið, sérstaklega á seinni hluta ævinnar og þegar ég var krakki teiknaði ég heil ósköp,“ segir myndlistarkonan Alda Ármanna sem er áttræð í dag. Hún hefur haldið fjölda sýninga og gefið út bókina Kona í forgrunni sem inniheldur æviminningar, ljóð og list. Konur eru líka oft í forgrunni á myndum hennar. Hún fæddist á Barðsnesi við sunnanverðan Norðfjörð. „Þar kemur brimið með norðanáttinni og sólskinið og hlýjan með sunnanvindinum, lýsir hún glaðlega. „Pabbi var bóndi og sjómaður og fór oft til Neskaupstaðar, hinum megin fjarðarins að leggja inn fiskinn, versla í kaupfélaginu eða skipta við sparisjóðinn. Þar hitti hann mann og annan. Þegar pabbi kom heim lýsti hann mönnum fyrir mér og ég teiknaði þá. Stundum gaf hann þeim myndir sem ég hafði teiknað af þeim óséðum.“ Alda Ármanna ólst upp í níu systkina hópi. „Ég var frekar fljót til náms og tók barnapróf á undan mínum jafnöldrum. Þá var enginn gagnfræðaskóli í Norðfirði þannig að mamma ákvað að senda mig með Herðubreiðinni til Hornafjarðar og koma mér í Hrollaugstaðaskóla í Suðursveit til Torfa Steinþórssonar, bróðursonar Þórbergs Þórðarsonar. Mamma var frá Kálfafelli og ég bjó þar hjá móðursystur minni, Ingunni og Benedikt, manni hennar, bróður Þórbergs. Síðar fór ég í Eiðaskóla og lauk gagnfræðaprófi.“ Fljótlega eftir vistina á Eiðum lá leiðin til Reykjavíkur, meðal annars til lækninga því beinabyggingin var sérstök. Í borginni kynntist Alda bæði myndlistinni og tilvonandi eiginmanni, Elíasi Kristjánssyni, „sem var nýkominn af síld og ekkert nema fjörið,“ eins og hún orðar það. Frumburðurinn fæddist fljótlega og alls urðu börnin fjögur, það yngsta fatlað. Eftir að hafa prófað búsetu á Neskaupstað og ráðsmennsku í Borgarfirði ákváðu þau hjón að setjast að hér syðra. Nú eru þau skilin og elsti sonurinn látinn. Listin hefur aldrei yfirgefið Öldu. „Í myndlistarskólanum kynntist ég stúlkum sem ég hélt vinkvennasambandi við, þannig að ég hætti aldrei að stússast í myndlistinni,“ segir hún. Afmælisteitið verður haldið heima, að sögn Öldu. „Dóttir mín ætlar að sjá um að galdra eitthvað fram. Hún kann ýmislegt fyrir sér og tengdadóttir mín líka.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl.
Mest lesið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira