Bréf Ungra jafnaðarmanna til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2. apríl 2016 13:00 Ungir jafnaðarmenn skrifa:Kæri Sigurður Ingi, Okkur í Ungum jafnaðarmönnum langar að spyrja þig hvað sé flókið við að eiga pening á Íslandi? Við spyrjum af einskærri forvitni, enda eigum við, líkt og flest ungt fólk á Íslandi, mjög lítinn pening. Okkar upplifun er nefnilega frekar sú að það sé flókið að eignast pening á Íslandi. Laun eru nefnilega lág á Íslandi miðað við nágrannalönd okkar, og kaupmáttur launa sömuleiðis. Á Íslandi erum við með námslánakerfi sem gerir ekki ráð fyrir neinum almennum styrkjum til stúdenta (ólíkt öllum hinum Norðurlöndunum), er með allt upp í 100% námsframvindukröfur og tryggir námsmönnum svo lága framfærslu að ekki er hægt að lifa á henni nema að búa í ókeypis húsnæði. Reyni stúdentar að vinna til að drýgja framfærslulánin, lækkar framfærslan næstu önn vegna ósanngjarns frítekjumarks. Ef ungt fólk vill flytja út af Hótel Mömmu, stendur það frammi fyrir því vali að festast í fátæktargildru leigumarkaðar eða – takist því einhvernvegin að nurla saman útborgun fyrir íbúð – skuldbinda sig til a.m.k. 40 ára til að borga íbúðaverðið u.þ.b. tvisvar og hálf sinnum með dýrum verðtryggðum lánum. Í nágrannalöndunum, þar sem fólk býr við eðlileg lánakjör, er fólk nær því að borga íbúðaverð u.þ.b. einu og hálf sinnum. Mismunandi lánakjör Íslendinga og nágranna okkar verða þannig til þess að ungt fólk hérlendis þarf að spyrja sig hvort búseta á Íslandi sé heillar íbúðar virði. Fyrir þau okkar sem langar þrátt fyrir allt að búa hér áfram, þá er það því nokkuð áhyggjuefni ef það er svo flókið að eiga peninga á Íslandi eins og þú segir að það sé. Það lítur nefnilega þvert á móti út fyrir að það sé töluvert auðvelt að eiga fullt af pening á Íslandi. Því virðast meira að segja fylgja ýmis forréttindi, svo sem að geta tekið hagstæðari lán, borgað fjármagnstekjuskatt (20%) í stað tekjuskatts (a.m.k. 37%) og jafnvel, ef maður er rosa ríkur, geymt peninginn í skattaskjólum erlendis. Við hlökkum til að heyra af flækjunni sem þið moldríku ráðamenn eruð í út af öllum peningunum sem þið þurfið að burðast með. Mynd/UJ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn skrifa:Kæri Sigurður Ingi, Okkur í Ungum jafnaðarmönnum langar að spyrja þig hvað sé flókið við að eiga pening á Íslandi? Við spyrjum af einskærri forvitni, enda eigum við, líkt og flest ungt fólk á Íslandi, mjög lítinn pening. Okkar upplifun er nefnilega frekar sú að það sé flókið að eignast pening á Íslandi. Laun eru nefnilega lág á Íslandi miðað við nágrannalönd okkar, og kaupmáttur launa sömuleiðis. Á Íslandi erum við með námslánakerfi sem gerir ekki ráð fyrir neinum almennum styrkjum til stúdenta (ólíkt öllum hinum Norðurlöndunum), er með allt upp í 100% námsframvindukröfur og tryggir námsmönnum svo lága framfærslu að ekki er hægt að lifa á henni nema að búa í ókeypis húsnæði. Reyni stúdentar að vinna til að drýgja framfærslulánin, lækkar framfærslan næstu önn vegna ósanngjarns frítekjumarks. Ef ungt fólk vill flytja út af Hótel Mömmu, stendur það frammi fyrir því vali að festast í fátæktargildru leigumarkaðar eða – takist því einhvernvegin að nurla saman útborgun fyrir íbúð – skuldbinda sig til a.m.k. 40 ára til að borga íbúðaverðið u.þ.b. tvisvar og hálf sinnum með dýrum verðtryggðum lánum. Í nágrannalöndunum, þar sem fólk býr við eðlileg lánakjör, er fólk nær því að borga íbúðaverð u.þ.b. einu og hálf sinnum. Mismunandi lánakjör Íslendinga og nágranna okkar verða þannig til þess að ungt fólk hérlendis þarf að spyrja sig hvort búseta á Íslandi sé heillar íbúðar virði. Fyrir þau okkar sem langar þrátt fyrir allt að búa hér áfram, þá er það því nokkuð áhyggjuefni ef það er svo flókið að eiga peninga á Íslandi eins og þú segir að það sé. Það lítur nefnilega þvert á móti út fyrir að það sé töluvert auðvelt að eiga fullt af pening á Íslandi. Því virðast meira að segja fylgja ýmis forréttindi, svo sem að geta tekið hagstæðari lán, borgað fjármagnstekjuskatt (20%) í stað tekjuskatts (a.m.k. 37%) og jafnvel, ef maður er rosa ríkur, geymt peninginn í skattaskjólum erlendis. Við hlökkum til að heyra af flækjunni sem þið moldríku ráðamenn eruð í út af öllum peningunum sem þið þurfið að burðast með. Mynd/UJ
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar