Prófar sig áfram í öðrum listformum Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 4. apríl 2016 09:00 Halla Ólafsdóttir leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Under Influence. Vísir/Stefán Leikstjóri myndarinnar, Sidney Leoni, bauð mér hlutverkið, en við höfum unnið mikið saman í gegn um tíðina þar sem hann starfar líka sem dansari og danshöfundur,“ segir Halla Ólafsdóttir danshöfundur en hún leikur aðalhlutverk í kvikmyndinni Under Influence sem er um þessar mundir í sýningu í Svíþjóð og Belgíu. Halla Ólafsdóttir býr í Stokkhólmi þar sem hún vinnur sem dansari og danshöfundur. Hún útskrifaðist úr mastersnámi í kóreógrafíu við University College of Dance í Stokkhólmi árið 2010 en hefur þróast mikið sem listamaður og nýtur þess að prófa sig áfram í öðrum listformum. „Það var æðislegt að prófa að vera leikkona en sem dansari og listamaður hef ég mikinn áhuga á að þróa alls konar leiðir til að koma fram. Þar er mjög gaman að fá lánað frá öðrum listformum því það getur svo sannarlega víkkað hugtakið dans og kóreógrafíu,“ segir Halla. Meginþráður myndarinnar er leikur á milli raunveruleikans og skáldskapar. Halla fer með hlutverk Juliu Gordon, en hún er leikkona sem leikur leikkonu. Halla í hlutverki sínu í kvikmyndinni Under Influence. Mynd/Thomas Cartron„Það var frábær reynsla að taka þátt í myndinni, þetta var mikið kapp við náttúruna þar sem birtan og veðrið leika stóran þátt í myndinni. Ég leik leikkonu sem er að leika leikkonu. Í myndinni er hún að vinna að mynd sem heitir Begin Kate Winslet. Það er óhætt að segja að þetta er eins konar leikur milli raunveruleika og draumaheims,” segir Halla en myndin er sýnd í leikhúsum í Svíþjóð og kvikmyndahúsum í Belgíu. „Framleiðendur eru svo að vinna að því að koma henni inn á kvikmyndahátíðir,“ segir Halla og bætir við að mikið gæðafólk hafi komið að myndinni. Framundan er nóg um að vera hjá Höllu en hún er stödd hér á landinu sem stendur og vinnur að nýju dansverki fyrir Íslenska dansflokkinn. „Núna er ég að semja dansverk fyrir Íslenska dansflokkinn ásamt Lovísu Ósk Gunnarsdóttur, verkið heitir What a Feeling og verður frumsýnt 4. maí næstkomandi í Borgarleikhúsinu,” segir Halla en næsta mánuðinn mun hún flakka á milli Íslands og Svíþjóðar. “Ég er líka að sýna verkið Medeu. Sýningin hefur slegið í gegn og núna erum við að fara í sýningaferðalag víðsvegar um Svíþjóð,“ segir Halla. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. apríl. Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
Leikstjóri myndarinnar, Sidney Leoni, bauð mér hlutverkið, en við höfum unnið mikið saman í gegn um tíðina þar sem hann starfar líka sem dansari og danshöfundur,“ segir Halla Ólafsdóttir danshöfundur en hún leikur aðalhlutverk í kvikmyndinni Under Influence sem er um þessar mundir í sýningu í Svíþjóð og Belgíu. Halla Ólafsdóttir býr í Stokkhólmi þar sem hún vinnur sem dansari og danshöfundur. Hún útskrifaðist úr mastersnámi í kóreógrafíu við University College of Dance í Stokkhólmi árið 2010 en hefur þróast mikið sem listamaður og nýtur þess að prófa sig áfram í öðrum listformum. „Það var æðislegt að prófa að vera leikkona en sem dansari og listamaður hef ég mikinn áhuga á að þróa alls konar leiðir til að koma fram. Þar er mjög gaman að fá lánað frá öðrum listformum því það getur svo sannarlega víkkað hugtakið dans og kóreógrafíu,“ segir Halla. Meginþráður myndarinnar er leikur á milli raunveruleikans og skáldskapar. Halla fer með hlutverk Juliu Gordon, en hún er leikkona sem leikur leikkonu. Halla í hlutverki sínu í kvikmyndinni Under Influence. Mynd/Thomas Cartron„Það var frábær reynsla að taka þátt í myndinni, þetta var mikið kapp við náttúruna þar sem birtan og veðrið leika stóran þátt í myndinni. Ég leik leikkonu sem er að leika leikkonu. Í myndinni er hún að vinna að mynd sem heitir Begin Kate Winslet. Það er óhætt að segja að þetta er eins konar leikur milli raunveruleika og draumaheims,” segir Halla en myndin er sýnd í leikhúsum í Svíþjóð og kvikmyndahúsum í Belgíu. „Framleiðendur eru svo að vinna að því að koma henni inn á kvikmyndahátíðir,“ segir Halla og bætir við að mikið gæðafólk hafi komið að myndinni. Framundan er nóg um að vera hjá Höllu en hún er stödd hér á landinu sem stendur og vinnur að nýju dansverki fyrir Íslenska dansflokkinn. „Núna er ég að semja dansverk fyrir Íslenska dansflokkinn ásamt Lovísu Ósk Gunnarsdóttur, verkið heitir What a Feeling og verður frumsýnt 4. maí næstkomandi í Borgarleikhúsinu,” segir Halla en næsta mánuðinn mun hún flakka á milli Íslands og Svíþjóðar. “Ég er líka að sýna verkið Medeu. Sýningin hefur slegið í gegn og núna erum við að fara í sýningaferðalag víðsvegar um Svíþjóð,“ segir Halla. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. apríl.
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira