Hápunktur afmælishátíðar geirvörtunnar: Fögnuðu frelsinu á Húrra Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. apríl 2016 14:30 Myndir/Aníta Eldjárn Brjóstabyltingin er orðin ársgömul en hefur ekki verið fallið í gleymskunnar dá. Það tryggja stöllurnar Sóley Sigurjónsdóttir, Stefanía Pálsdóttir og Karen Björk Eyþórsdóttir. Rétt eins og fram hefur komið í fjölmiðlum héldu þær 26. mars síðastliðinn hátíðlegan með berbrjósta sundferð í Laugardalslaug og bíóferð á Sufragette. Hátíðarhöldin hafa síðan haldið áfram og náðu hápunkti á laugardagskvöld með Free-the-nipple-tónleikum á Húrra. Þá hafa þær hafið sölu á vegan-brjóstakökum og brjóstahálsmenum á Vinyl sem stendur út vikuna. Aníta Eldjárn ljósmyndari var á staðnum í og tók þessar skemmtilegu myndir sem fylgja með fréttinni. „Það er ár síðan byltingin hófst en hlutirnir breytast ekkert á einni nóttu. Með því að halda þessu áfram viljum við breyta hugarfari fólks, viljum halda áfram með svona viðburði þangað til að það verður fullkomlega eðlilegt fyrir konu að vera ber að ofan á sömu tímum og sömu stöðum og karlar gera,“ útskýrir Sóley.Brjóstakökur og brjóstahálsmen verða til sölu í vikunni hjá kaffihúsinu Vinyl á Hverfisgötu.„Allur ágóði af sölunni á kökunum og hálsmenunum rennur til samtakanna Tabú.“ Sóley segir hópinn hafa valið Tabú af þeirri ástæðu að samtökin vekja athygli á réttindum fatlaðra kvenna. „Þær tilheyra hópi sem verður oft fyrir kynferðislegu ofbeldi en það er mikið þaggað niður. Frelsun geirvörtunnar tengist þessum málum mjög náið. Með því að frelsa geirvörtuna tekur konan eða stelpan valdið á eigin brjóstum.“ Þannig spornar Frelsun geirvörtunnar gegn hefndarklámi. „Samtökin Tabú passa mjög vel inn í þetta því að þau berjast fyrir réttindum fólks sem ættu að vera sjálfsögð. En fatlaðar konur verða oft fyrir barðinu á einhverju sem við eigum erfitt með að tala um.“ Hún segir byltingarandann frá síðasta ári enn vera í fólki. „Þetta hefur breyst aðeins, það er gott, sýnir að þetta hefur haft einhver áhrif. Það var til dæmis fullt af stelpum sem settu mynd af brjóstunum sínum á Twitter í ár og það var augljóslega hægt að greina breytingu hjá þeim. Margar hefðu orðið ótrúlega stressaðar í fyrra og hefðu ekki þorað því en fannst núna eins og þetta væri tækifærið. Mörgum sem fannst það miklu eðlilegra í ár en áður.“ Geirvörtu- eða brjóstakökurnar verða til sölu á Vinyl á Hverfisgötu í vikunni en salan hófst í dag. Þær eru á 400 krónur. Brjóstahálsmenin kosta 1500 krónur. Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Brjóstabyltingin er orðin ársgömul en hefur ekki verið fallið í gleymskunnar dá. Það tryggja stöllurnar Sóley Sigurjónsdóttir, Stefanía Pálsdóttir og Karen Björk Eyþórsdóttir. Rétt eins og fram hefur komið í fjölmiðlum héldu þær 26. mars síðastliðinn hátíðlegan með berbrjósta sundferð í Laugardalslaug og bíóferð á Sufragette. Hátíðarhöldin hafa síðan haldið áfram og náðu hápunkti á laugardagskvöld með Free-the-nipple-tónleikum á Húrra. Þá hafa þær hafið sölu á vegan-brjóstakökum og brjóstahálsmenum á Vinyl sem stendur út vikuna. Aníta Eldjárn ljósmyndari var á staðnum í og tók þessar skemmtilegu myndir sem fylgja með fréttinni. „Það er ár síðan byltingin hófst en hlutirnir breytast ekkert á einni nóttu. Með því að halda þessu áfram viljum við breyta hugarfari fólks, viljum halda áfram með svona viðburði þangað til að það verður fullkomlega eðlilegt fyrir konu að vera ber að ofan á sömu tímum og sömu stöðum og karlar gera,“ útskýrir Sóley.Brjóstakökur og brjóstahálsmen verða til sölu í vikunni hjá kaffihúsinu Vinyl á Hverfisgötu.„Allur ágóði af sölunni á kökunum og hálsmenunum rennur til samtakanna Tabú.“ Sóley segir hópinn hafa valið Tabú af þeirri ástæðu að samtökin vekja athygli á réttindum fatlaðra kvenna. „Þær tilheyra hópi sem verður oft fyrir kynferðislegu ofbeldi en það er mikið þaggað niður. Frelsun geirvörtunnar tengist þessum málum mjög náið. Með því að frelsa geirvörtuna tekur konan eða stelpan valdið á eigin brjóstum.“ Þannig spornar Frelsun geirvörtunnar gegn hefndarklámi. „Samtökin Tabú passa mjög vel inn í þetta því að þau berjast fyrir réttindum fólks sem ættu að vera sjálfsögð. En fatlaðar konur verða oft fyrir barðinu á einhverju sem við eigum erfitt með að tala um.“ Hún segir byltingarandann frá síðasta ári enn vera í fólki. „Þetta hefur breyst aðeins, það er gott, sýnir að þetta hefur haft einhver áhrif. Það var til dæmis fullt af stelpum sem settu mynd af brjóstunum sínum á Twitter í ár og það var augljóslega hægt að greina breytingu hjá þeim. Margar hefðu orðið ótrúlega stressaðar í fyrra og hefðu ekki þorað því en fannst núna eins og þetta væri tækifærið. Mörgum sem fannst það miklu eðlilegra í ár en áður.“ Geirvörtu- eða brjóstakökurnar verða til sölu á Vinyl á Hverfisgötu í vikunni en salan hófst í dag. Þær eru á 400 krónur. Brjóstahálsmenin kosta 1500 krónur.
Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira