Hápunktur afmælishátíðar geirvörtunnar: Fögnuðu frelsinu á Húrra Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. apríl 2016 14:30 Myndir/Aníta Eldjárn Brjóstabyltingin er orðin ársgömul en hefur ekki verið fallið í gleymskunnar dá. Það tryggja stöllurnar Sóley Sigurjónsdóttir, Stefanía Pálsdóttir og Karen Björk Eyþórsdóttir. Rétt eins og fram hefur komið í fjölmiðlum héldu þær 26. mars síðastliðinn hátíðlegan með berbrjósta sundferð í Laugardalslaug og bíóferð á Sufragette. Hátíðarhöldin hafa síðan haldið áfram og náðu hápunkti á laugardagskvöld með Free-the-nipple-tónleikum á Húrra. Þá hafa þær hafið sölu á vegan-brjóstakökum og brjóstahálsmenum á Vinyl sem stendur út vikuna. Aníta Eldjárn ljósmyndari var á staðnum í og tók þessar skemmtilegu myndir sem fylgja með fréttinni. „Það er ár síðan byltingin hófst en hlutirnir breytast ekkert á einni nóttu. Með því að halda þessu áfram viljum við breyta hugarfari fólks, viljum halda áfram með svona viðburði þangað til að það verður fullkomlega eðlilegt fyrir konu að vera ber að ofan á sömu tímum og sömu stöðum og karlar gera,“ útskýrir Sóley.Brjóstakökur og brjóstahálsmen verða til sölu í vikunni hjá kaffihúsinu Vinyl á Hverfisgötu.„Allur ágóði af sölunni á kökunum og hálsmenunum rennur til samtakanna Tabú.“ Sóley segir hópinn hafa valið Tabú af þeirri ástæðu að samtökin vekja athygli á réttindum fatlaðra kvenna. „Þær tilheyra hópi sem verður oft fyrir kynferðislegu ofbeldi en það er mikið þaggað niður. Frelsun geirvörtunnar tengist þessum málum mjög náið. Með því að frelsa geirvörtuna tekur konan eða stelpan valdið á eigin brjóstum.“ Þannig spornar Frelsun geirvörtunnar gegn hefndarklámi. „Samtökin Tabú passa mjög vel inn í þetta því að þau berjast fyrir réttindum fólks sem ættu að vera sjálfsögð. En fatlaðar konur verða oft fyrir barðinu á einhverju sem við eigum erfitt með að tala um.“ Hún segir byltingarandann frá síðasta ári enn vera í fólki. „Þetta hefur breyst aðeins, það er gott, sýnir að þetta hefur haft einhver áhrif. Það var til dæmis fullt af stelpum sem settu mynd af brjóstunum sínum á Twitter í ár og það var augljóslega hægt að greina breytingu hjá þeim. Margar hefðu orðið ótrúlega stressaðar í fyrra og hefðu ekki þorað því en fannst núna eins og þetta væri tækifærið. Mörgum sem fannst það miklu eðlilegra í ár en áður.“ Geirvörtu- eða brjóstakökurnar verða til sölu á Vinyl á Hverfisgötu í vikunni en salan hófst í dag. Þær eru á 400 krónur. Brjóstahálsmenin kosta 1500 krónur. Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Brjóstabyltingin er orðin ársgömul en hefur ekki verið fallið í gleymskunnar dá. Það tryggja stöllurnar Sóley Sigurjónsdóttir, Stefanía Pálsdóttir og Karen Björk Eyþórsdóttir. Rétt eins og fram hefur komið í fjölmiðlum héldu þær 26. mars síðastliðinn hátíðlegan með berbrjósta sundferð í Laugardalslaug og bíóferð á Sufragette. Hátíðarhöldin hafa síðan haldið áfram og náðu hápunkti á laugardagskvöld með Free-the-nipple-tónleikum á Húrra. Þá hafa þær hafið sölu á vegan-brjóstakökum og brjóstahálsmenum á Vinyl sem stendur út vikuna. Aníta Eldjárn ljósmyndari var á staðnum í og tók þessar skemmtilegu myndir sem fylgja með fréttinni. „Það er ár síðan byltingin hófst en hlutirnir breytast ekkert á einni nóttu. Með því að halda þessu áfram viljum við breyta hugarfari fólks, viljum halda áfram með svona viðburði þangað til að það verður fullkomlega eðlilegt fyrir konu að vera ber að ofan á sömu tímum og sömu stöðum og karlar gera,“ útskýrir Sóley.Brjóstakökur og brjóstahálsmen verða til sölu í vikunni hjá kaffihúsinu Vinyl á Hverfisgötu.„Allur ágóði af sölunni á kökunum og hálsmenunum rennur til samtakanna Tabú.“ Sóley segir hópinn hafa valið Tabú af þeirri ástæðu að samtökin vekja athygli á réttindum fatlaðra kvenna. „Þær tilheyra hópi sem verður oft fyrir kynferðislegu ofbeldi en það er mikið þaggað niður. Frelsun geirvörtunnar tengist þessum málum mjög náið. Með því að frelsa geirvörtuna tekur konan eða stelpan valdið á eigin brjóstum.“ Þannig spornar Frelsun geirvörtunnar gegn hefndarklámi. „Samtökin Tabú passa mjög vel inn í þetta því að þau berjast fyrir réttindum fólks sem ættu að vera sjálfsögð. En fatlaðar konur verða oft fyrir barðinu á einhverju sem við eigum erfitt með að tala um.“ Hún segir byltingarandann frá síðasta ári enn vera í fólki. „Þetta hefur breyst aðeins, það er gott, sýnir að þetta hefur haft einhver áhrif. Það var til dæmis fullt af stelpum sem settu mynd af brjóstunum sínum á Twitter í ár og það var augljóslega hægt að greina breytingu hjá þeim. Margar hefðu orðið ótrúlega stressaðar í fyrra og hefðu ekki þorað því en fannst núna eins og þetta væri tækifærið. Mörgum sem fannst það miklu eðlilegra í ár en áður.“ Geirvörtu- eða brjóstakökurnar verða til sölu á Vinyl á Hverfisgötu í vikunni en salan hófst í dag. Þær eru á 400 krónur. Brjóstahálsmenin kosta 1500 krónur.
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira