Gamalt fólk borgar fyrir sig sjálft Guðrún Ágústsdóttir skrifar 5. apríl 2016 07:00 Mikið er talað um að gamalt fólk sé byrði á samfélaginu. Einkum er rætt um þann ægilega vanda sem blasi við í framtíðinni. Rætt er um að eftir nokkra áratugi verði helmingur þjóðarinnar að vinna fyrir hinum helmingnum. Helmingurinn af þeim helmingi sem eftir er eru börn og unglingar og engum hefur dottið í hug að innleiða barnaþrælkun eða að skera niður við skólakerfið af því að unga fólkið sé svo fjölmennt. Það er eðlilegt í siðuðu samfélagi að búa vel að ungu fólki, börnum og unglingum og að aðstoða yngstu fjölskyldurnar af stað í lífinu með barnabótum og húsnæðisstuðningi, leikskólum og grunnskólum. Engum dettur í hug að tala um unga fólkið sem vandamál eða byrði á samfélaginu. Öðru máli gegnir um aldraða. En það er nefnilega líka rangt að tala um aldraða sem byrði. Það er í fyrsta lagi af því að aldraðir hafa flestir unnið fyrir sér með langri starfsævi og hafa borgað skatta og skyldur til samfélagsins. En það er í öðru lagi vegna þess að aldraðir hafa lagt fyrir í lífeyrissjóði hluta af tekjum sínum. Þeir hafa sparað til elliáranna. Og þeir hafa ekki aðeins sparað til þeirra ára þegar þau eru frísk og heil heilsu. Þau greiða líka fyrir vistun á heimilum fyrir aldraða með lífeyrinum sínum. Lífeyrissjóðirnir eru með sterkustu stofnunum okkar þjóðfélags. Nú orðið er oft talað illa um lífeyrissjóðina. Það er rangt og það er hættulegt. Ef við tölum niður og veikjum lífeyrissjóðina værum við einmitt að auka á skattgreiðslur annarra í samfélaginu. Tengdamóðir mín er 92 ára. Hún eignaðist átta börn. Hún hafði á sl. ári 1,4 millj. kr. í lífeyri frá lífeyrissjóðum en hún komst ekki út á almennan vinnumarkað, vann lengi við ræstingar, fyrr en hún varð orðin hálffimmtug. Til viðbótar þessum 1,4 milljónum sem hún borgar sér sjálf greiddi Tryggingastofnun 1,1 millj.kr. Alls 2,5 millj.kr. Af þessum 2,5 millj.kr. alls greiddi hún svo 400 þúsund í skatta – eða 4/11 af því sem ríkið borgaði henni eða 36% af því sem ríkið borgaði henni. Nú er hún á hjúkrunarheimili og greiðir kostnaðinn við það að verulegu leyti af sínum lífeyri. Það er rangt að tala um þetta fólk sem byrði. Það bjó til þjóðfélagið sem við lifum í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mikið er talað um að gamalt fólk sé byrði á samfélaginu. Einkum er rætt um þann ægilega vanda sem blasi við í framtíðinni. Rætt er um að eftir nokkra áratugi verði helmingur þjóðarinnar að vinna fyrir hinum helmingnum. Helmingurinn af þeim helmingi sem eftir er eru börn og unglingar og engum hefur dottið í hug að innleiða barnaþrælkun eða að skera niður við skólakerfið af því að unga fólkið sé svo fjölmennt. Það er eðlilegt í siðuðu samfélagi að búa vel að ungu fólki, börnum og unglingum og að aðstoða yngstu fjölskyldurnar af stað í lífinu með barnabótum og húsnæðisstuðningi, leikskólum og grunnskólum. Engum dettur í hug að tala um unga fólkið sem vandamál eða byrði á samfélaginu. Öðru máli gegnir um aldraða. En það er nefnilega líka rangt að tala um aldraða sem byrði. Það er í fyrsta lagi af því að aldraðir hafa flestir unnið fyrir sér með langri starfsævi og hafa borgað skatta og skyldur til samfélagsins. En það er í öðru lagi vegna þess að aldraðir hafa lagt fyrir í lífeyrissjóði hluta af tekjum sínum. Þeir hafa sparað til elliáranna. Og þeir hafa ekki aðeins sparað til þeirra ára þegar þau eru frísk og heil heilsu. Þau greiða líka fyrir vistun á heimilum fyrir aldraða með lífeyrinum sínum. Lífeyrissjóðirnir eru með sterkustu stofnunum okkar þjóðfélags. Nú orðið er oft talað illa um lífeyrissjóðina. Það er rangt og það er hættulegt. Ef við tölum niður og veikjum lífeyrissjóðina værum við einmitt að auka á skattgreiðslur annarra í samfélaginu. Tengdamóðir mín er 92 ára. Hún eignaðist átta börn. Hún hafði á sl. ári 1,4 millj. kr. í lífeyri frá lífeyrissjóðum en hún komst ekki út á almennan vinnumarkað, vann lengi við ræstingar, fyrr en hún varð orðin hálffimmtug. Til viðbótar þessum 1,4 milljónum sem hún borgar sér sjálf greiddi Tryggingastofnun 1,1 millj.kr. Alls 2,5 millj.kr. Af þessum 2,5 millj.kr. alls greiddi hún svo 400 þúsund í skatta – eða 4/11 af því sem ríkið borgaði henni eða 36% af því sem ríkið borgaði henni. Nú er hún á hjúkrunarheimili og greiðir kostnaðinn við það að verulegu leyti af sínum lífeyri. Það er rangt að tala um þetta fólk sem byrði. Það bjó til þjóðfélagið sem við lifum í.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar