25 ár frá kaupum Volkswagen á Skoda Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2016 13:30 Mikið hefur breyst hjá Skoda á 25 árum. Árið 1991 keypti Volkswagen 31% hlut í tékkneska bílaframleiðandanum Skoda fyrir 620 milljónir þýskra marka. Frá því jók Volkswagen stöðugt við eign sína í fyrirtækinu og aldamótaárið 2000 var Volkswagen svo búið að kaupa alla hluti í Skoda. Árið 1991 framleiddi Skoda 200.000 bíla á ári af aðeins tveimur bílgerðum en í fyrra var framleiðsla Skoda komin yfir 1 milljón bíla og bílar þess seldir í yfir 100 löndum. Frá fystu kaupum Volkswagen hefur fyrirtækið fjárfest fyrir 11 milljarða evra í Skoda svo það hefur ekki verið ókeypis að auka söluna svo mikið og auka virði Skoda í leiðinni.8% útflutningstekna TékklandsRekstur Skoda bjó til 4,5% af þjóðartekna Tékklands árið 2014 og stóð fyrir 8% útflutningstekna landsins. Það hefur væntanlega aðeins vaxið síðan. Skoda merkið hefur á þessum tíma breyst úr því að vera staðbundið bílamerki sem þjónaði aðeins heimamarkaði og nálægum löndum í það að vera alþjóðlegt bílamerki sem selt er á flestum stærri mörkuðum. Skoda bílar hafa þó aldrei verið seldir í Bandaríkjunum. Rekstur Skoda er mjög arðbær og skilar fyrirtækið móðurfélaginu Volkswagen ávallt fínum hagnaði. Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent
Árið 1991 keypti Volkswagen 31% hlut í tékkneska bílaframleiðandanum Skoda fyrir 620 milljónir þýskra marka. Frá því jók Volkswagen stöðugt við eign sína í fyrirtækinu og aldamótaárið 2000 var Volkswagen svo búið að kaupa alla hluti í Skoda. Árið 1991 framleiddi Skoda 200.000 bíla á ári af aðeins tveimur bílgerðum en í fyrra var framleiðsla Skoda komin yfir 1 milljón bíla og bílar þess seldir í yfir 100 löndum. Frá fystu kaupum Volkswagen hefur fyrirtækið fjárfest fyrir 11 milljarða evra í Skoda svo það hefur ekki verið ókeypis að auka söluna svo mikið og auka virði Skoda í leiðinni.8% útflutningstekna TékklandsRekstur Skoda bjó til 4,5% af þjóðartekna Tékklands árið 2014 og stóð fyrir 8% útflutningstekna landsins. Það hefur væntanlega aðeins vaxið síðan. Skoda merkið hefur á þessum tíma breyst úr því að vera staðbundið bílamerki sem þjónaði aðeins heimamarkaði og nálægum löndum í það að vera alþjóðlegt bílamerki sem selt er á flestum stærri mörkuðum. Skoda bílar hafa þó aldrei verið seldir í Bandaríkjunum. Rekstur Skoda er mjög arðbær og skilar fyrirtækið móðurfélaginu Volkswagen ávallt fínum hagnaði.
Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent