Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Grindavík 72-45 | Haukar völtuðu yfir Grindavík Stefán Árni Pálsson í Schenker-höllinni að Ásvöllum skrifar 5. apríl 2016 21:45 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/ernir Haukar minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi liðsins gegn Grindavík í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld með sigri á heimavelli, 72-45. Helena Sverrisdóttir var stórkostleg í leiknum og gerðu hún 30 stig fyrir Hauka í kvöld. Liðin mætast því aftur í Grindavík á föstudaginn. Liðin voru í vandræðum með að koma boltanum ofan í körfuna í upphafi leiksins og var greinilega einhver titringur í leikmönnum. Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, var reyndar vel með á nótunum og hún gerði fyrstu sjö stig Hauka í leiknum. Grindvíkingar unnu sig í takt við leikinn og þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhlutanum var staðan 10-7 fyrir gestina. Haukar komu sterkir til baka undir lok leikhlutans og leiddu 14-10 eftir tíu mínútna leik. Þá hafði Helena Sverrisdóttir gert 12 stig. Í upphafi annars leikhluta komust Haukar strax í 20-10 og var liðið greinilega vel stemmt. Helena Sverris hélt áfram að fara hreinlega á kostum og réðu Grindvíkingar akkúrat ekkert við hana. Whitney Michelle Frazier var eini leikmaður Grindvíkinga með lífsmarki í fyrri hálfleiknum og var því staðan 35-18 eftir tuttugu mínútna leik. Þá hafði Helena gert 23 stig. Í upphafi síðari hálfleiks komust Haukastúlkur fljótlega 25 stigum fyrir, 45-20, og eftir það var róðurinn þungur fyrir Grindavík. Haukar náðu stuttu síðar 32 stiga forystu 57-25 og þá var leikurinn einfaldlega búinn. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 57-32 og Grindvíkingar að tapa sínum fyrsta leik í einvíginu. Það er skemmst frá því að segja að leiknum lauk með mjög auðveldum sigri deildarmeistaranna, 72-45, og átti Grindavík hreinlega aldrei séns í þessum leik. Liðin mætast næst á föstudagskvöldið í Röstinni í Grindavík.Haukar-Grindavík 72-45 (14-10, 21-8, 22-14, 15-13)Haukar: Helena Sverrisdóttir 30/11 fráköst/7 stoðsendingar, Dýrfinna Arnardóttir 11, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 11/7 fráköst/3 varin skot, María Lind Sigurðardóttir 8/6 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 5, Auður Íris Ólafsdóttir 2/5 fráköst, Shanna Dacanay 2/5 stolnir, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2, Pálína María Gunnlaugsdóttir 1/10 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Magdalena Gísladóttir 0, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 0/5 fráköst.Grindavík: Whitney Michelle Frazier 13/6 fráköst, Íris Sverrisdóttir 7, Helga Einarsdóttir 6/5 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5/7 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 4/4 varin skot, Ingunn Embla Kristínardóttir 3/8 fráköst/3 varin skot, Björg Guðrún Einarsdóttir 2, Jeanne Lois Figeroa Sicat 2, Hrund Skúladóttir 2, Ingibjörg Jakobsdóttir 1/5 fráköst, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0. Daníel: Þurfum að stjórna betur hraðanumDaníel í kvöld.„Við héldum aðeins í við þær í fyrsta leikhlutanum, en í þeim öðrum var þetta eiginlega bara upphafið af endingum,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir tapið í kvöld. „Það er erfitt að segja hvað gerist hjá okkur, Haukar eru bara með frábært lið og það er erfitt að vinna þær.“ Daníel segir að liðið hefði þurft að stjórna hraðanum í leiknum mun betur. „Við erum að flýta okkur aðeins of mikið. Varnarleikurinn var ekkert það slæmur hjá okkur í kvöld en sóknarleikurinn var bara alls ekki nægilega góður og þær fengu að taka allt of mörg sóknarfráköst í þessum leik.“ Daníel er samt nokkuð bjartsýnn á framhaldið. „Ef þú hefðir spurt mig hvort fyrir viku hvort ég væri til í að vera 2-1 yfir í þessu einvígi og næsti leikur væri á okkar heimavelli, þá hefði ég samþykkt það.“ Helena: Þetta var HaukaliðiðHelena var mögnuð„Við erum búnar að vera hundfúlar með okkur í síðustu tveimur leikjum og ætluðum að sýna okkar rétta andlit í kvöld,“ segir Helena Sverrisdóttir, eftir sigurinn. „Í kvöld sáum við sama Haukaliðið eins og það er búið að vera í allan vetur,“ segir Helena sem bætir við að vissulega varð Haukaliðið ekkert allt í einu lélegt í körfubolta. „Við tókum bara aðeins til í hausnum á okkur síðustu tvo daga og það skilaði heldur betur árangri. Ég var aldrei að fara í sumarfrí eftir leikinn í kvöld, það er fyrsta vikan í apríl.“ Helena segir að þrátt fyrir að hún hafi skorað flest stig hafi þetta verið sigur liðsheildarinnar. „Þetta var frábær liðsvörn sem við vorum að spila og þó ég hafi skorað öll þessi stig í fyrri hálfleik þá voru stelpurnar allar góðar.“ Pálína: Sýndum loks okkar rétta andlitPálína var góð varnarlega„Núna náðum við að koma og sýna okkar rétta andlit,“ segir Pálína María Gunnlaugsdóttir, leikmaður Hauka, eftir sigurinn. „Við höfum verið að mæta með einhverjum hálfkæringi í síðustu tvo leiki og þær bara rúlluðu yfir okkur í síðasta leik. Við því settum aðeins niður í gær og fórum að leita að Haukavélinni og hún mætti hingað á Ásvelli í kvöld.“ Pálína segir að lið hætti ekkert að vera góð í körfubolta þó það gangi ekki vel í einn til tvo leiki. „Hæfileikarnir í þessu liði eru heldur betur til staðar og Helena var frábær fyrir okkur í kvöld sóknarlega.“ Hún segist vera mjög stolt af liðinu. „Við þurfum að mæta í Grindavík og sækja einn sigur þar. Við þurfum að vinna einn leik þar og það ætlum við að gera á föstudaginn. Það verður samt hörkuleikur.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira
Haukar minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi liðsins gegn Grindavík í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld með sigri á heimavelli, 72-45. Helena Sverrisdóttir var stórkostleg í leiknum og gerðu hún 30 stig fyrir Hauka í kvöld. Liðin mætast því aftur í Grindavík á föstudaginn. Liðin voru í vandræðum með að koma boltanum ofan í körfuna í upphafi leiksins og var greinilega einhver titringur í leikmönnum. Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, var reyndar vel með á nótunum og hún gerði fyrstu sjö stig Hauka í leiknum. Grindvíkingar unnu sig í takt við leikinn og þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhlutanum var staðan 10-7 fyrir gestina. Haukar komu sterkir til baka undir lok leikhlutans og leiddu 14-10 eftir tíu mínútna leik. Þá hafði Helena Sverrisdóttir gert 12 stig. Í upphafi annars leikhluta komust Haukar strax í 20-10 og var liðið greinilega vel stemmt. Helena Sverris hélt áfram að fara hreinlega á kostum og réðu Grindvíkingar akkúrat ekkert við hana. Whitney Michelle Frazier var eini leikmaður Grindvíkinga með lífsmarki í fyrri hálfleiknum og var því staðan 35-18 eftir tuttugu mínútna leik. Þá hafði Helena gert 23 stig. Í upphafi síðari hálfleiks komust Haukastúlkur fljótlega 25 stigum fyrir, 45-20, og eftir það var róðurinn þungur fyrir Grindavík. Haukar náðu stuttu síðar 32 stiga forystu 57-25 og þá var leikurinn einfaldlega búinn. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 57-32 og Grindvíkingar að tapa sínum fyrsta leik í einvíginu. Það er skemmst frá því að segja að leiknum lauk með mjög auðveldum sigri deildarmeistaranna, 72-45, og átti Grindavík hreinlega aldrei séns í þessum leik. Liðin mætast næst á föstudagskvöldið í Röstinni í Grindavík.Haukar-Grindavík 72-45 (14-10, 21-8, 22-14, 15-13)Haukar: Helena Sverrisdóttir 30/11 fráköst/7 stoðsendingar, Dýrfinna Arnardóttir 11, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 11/7 fráköst/3 varin skot, María Lind Sigurðardóttir 8/6 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 5, Auður Íris Ólafsdóttir 2/5 fráköst, Shanna Dacanay 2/5 stolnir, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2, Pálína María Gunnlaugsdóttir 1/10 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Magdalena Gísladóttir 0, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 0/5 fráköst.Grindavík: Whitney Michelle Frazier 13/6 fráköst, Íris Sverrisdóttir 7, Helga Einarsdóttir 6/5 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5/7 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 4/4 varin skot, Ingunn Embla Kristínardóttir 3/8 fráköst/3 varin skot, Björg Guðrún Einarsdóttir 2, Jeanne Lois Figeroa Sicat 2, Hrund Skúladóttir 2, Ingibjörg Jakobsdóttir 1/5 fráköst, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0. Daníel: Þurfum að stjórna betur hraðanumDaníel í kvöld.„Við héldum aðeins í við þær í fyrsta leikhlutanum, en í þeim öðrum var þetta eiginlega bara upphafið af endingum,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir tapið í kvöld. „Það er erfitt að segja hvað gerist hjá okkur, Haukar eru bara með frábært lið og það er erfitt að vinna þær.“ Daníel segir að liðið hefði þurft að stjórna hraðanum í leiknum mun betur. „Við erum að flýta okkur aðeins of mikið. Varnarleikurinn var ekkert það slæmur hjá okkur í kvöld en sóknarleikurinn var bara alls ekki nægilega góður og þær fengu að taka allt of mörg sóknarfráköst í þessum leik.“ Daníel er samt nokkuð bjartsýnn á framhaldið. „Ef þú hefðir spurt mig hvort fyrir viku hvort ég væri til í að vera 2-1 yfir í þessu einvígi og næsti leikur væri á okkar heimavelli, þá hefði ég samþykkt það.“ Helena: Þetta var HaukaliðiðHelena var mögnuð„Við erum búnar að vera hundfúlar með okkur í síðustu tveimur leikjum og ætluðum að sýna okkar rétta andlit í kvöld,“ segir Helena Sverrisdóttir, eftir sigurinn. „Í kvöld sáum við sama Haukaliðið eins og það er búið að vera í allan vetur,“ segir Helena sem bætir við að vissulega varð Haukaliðið ekkert allt í einu lélegt í körfubolta. „Við tókum bara aðeins til í hausnum á okkur síðustu tvo daga og það skilaði heldur betur árangri. Ég var aldrei að fara í sumarfrí eftir leikinn í kvöld, það er fyrsta vikan í apríl.“ Helena segir að þrátt fyrir að hún hafi skorað flest stig hafi þetta verið sigur liðsheildarinnar. „Þetta var frábær liðsvörn sem við vorum að spila og þó ég hafi skorað öll þessi stig í fyrri hálfleik þá voru stelpurnar allar góðar.“ Pálína: Sýndum loks okkar rétta andlitPálína var góð varnarlega„Núna náðum við að koma og sýna okkar rétta andlit,“ segir Pálína María Gunnlaugsdóttir, leikmaður Hauka, eftir sigurinn. „Við höfum verið að mæta með einhverjum hálfkæringi í síðustu tvo leiki og þær bara rúlluðu yfir okkur í síðasta leik. Við því settum aðeins niður í gær og fórum að leita að Haukavélinni og hún mætti hingað á Ásvelli í kvöld.“ Pálína segir að lið hætti ekkert að vera góð í körfubolta þó það gangi ekki vel í einn til tvo leiki. „Hæfileikarnir í þessu liði eru heldur betur til staðar og Helena var frábær fyrir okkur í kvöld sóknarlega.“ Hún segist vera mjög stolt af liðinu. „Við þurfum að mæta í Grindavík og sækja einn sigur þar. Við þurfum að vinna einn leik þar og það ætlum við að gera á föstudaginn. Það verður samt hörkuleikur.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira